Þegar ég kláraði nær 1 ½ kíló af kasjúhnetum á einu bretti
Hreinsandi gulrótarmúffur sem hafa aldrei farið eins hratt!
15th April 2014
Hvernig 3 barna móðir og amma missti 5 kg með sykuráskorun
28th April 2014
Hreinsandi gulrótarmúffur sem hafa aldrei farið eins hratt!
15th April 2014
Hvernig 3 barna móðir og amma missti 5 kg með sykuráskorun
28th April 2014
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Þegar ég kláraði nær 1 ½ kíló af kasjúhnetum á einu bretti

lífrænar kasjúhnetur

Ég er búin að vilja deila þessari sögu með þér núna í smá tíma.

Screenshot 2014-04-14 13.54.58Málið er að ekki fyrir svo löngu lá ég andvaka upp í rúmi, sem varð til þess að ég byrjaði að finna fyrir svengd.

Svo ég dröslaðist framúr til að fá mér eitthvað að borða

Ég var nýbúin að kaupa mér 1 1/2 kíló af uppáhalds hnetunum mínum, lífrænar kasjúhnetur frá allthitt efh (ohh, lífrænar hnetur eru þær bragðbestu). Ég setti þær efst í búrskápinn hjá mér svo að ég myndi þurfa að ná í tröppu til að nálgast þær.

Því á þessum tíma gat ég hakkað í mig margar lúkur af kasjúhnetum bara á meðan ég var að elda eða ef ég fór aðeins inní eldhús og mér leiddist.

Ég furðaði mig ekkert á þessari óbærilegu löngun minni í kasjúhnetur fyrr en þetta kvöld.

Því ég stóð þarna í náttsloppnum mínum kl 1 um nóttina að klifra upp á tröppur til að sækja kasjúhnetur og eftir nokkrar lúkur af kasjúhnetum fór ég aðeins að tengja betur við raunveruleikann og spurði sjálfan mig ”okei af hverju ert þú að sækjast svona í kasjúhnetur?”

Því ég veit að líkaminn kallar á það sem hann þarfnast!  

Ekki misskilja mig og taka þessu þannig að næst þegar þú færð löngun í Dominos Pizzu eða annan óhollan skyndibita að þú eigir bara að fylgja því eftir.

Það er mikil munur á löngun í skyndibita og æði fyrir hollustu fæðu og í mínu tilfelli kasjúhnetum.

En með því að hlusta á löngun þína getur þú komist að því að líkami þinn er að sækjast eftir einhverju.

Þetta getur verið einhver næring og vítamín sem skortir, þörf fyrir aukna ástúð eða meiri slökun og hvíld.

Í mínu tilfelli, þegar ég gáði betur að sá ég strax að kasjúhnetur eru sérlega ríkar af;

Magnesíum Screenshot 2014-04-14 13.53.58

Magnesíum er nauðsynlegt fyrir líkamann, 100 gr af kasjúhnetum inniheldur í kringum 73% af daglegri magnesíum þörf líkamans!

Magnesíum hjálpar við sendingu taugaboða og slökun vöðva. Það ásamt kalki hjálpar við vöðvaslökun sem aðstoðar við æðavíkkun og lækkun á blóðþrýstingi.
Þú þarft magnesíum til að sinna taugaboðum frá vöðvunum til heilans.

Svo þarna fann ég tengingu þess að ég náði ekki almennri slökun á kvöldin sem orsakaði andvaka nætur og að líkaminn kallaði á kasjúhnetur fyrir magnesíum og slökun!

Magesíum er nauðsynlegt fyrir upptöku kalks. Ef mataræðið okkar gefur okkur ekki næginlega mikið af magnesíum en við innbyrðum mikið af kalki þá getur það skapað ójafnvægi sem veldur samdráttum í vöðvum.

Screenshot 2014-04-14 13.56.04

Skortur á magnesíum er einnig ein helsta orsök beinþynningar og of háum blóðþrýstingi.

Mígreni, vöðvakrampar, spenna, eymsli og þreyta eru einnig algeng einkenni af magnesíumskort í líkamanum.

Hérna er hvernig ég náði ákjósanlegu magni af magnesíum í líkaman minn og á sama tíma fékk ég eðlilega slökun og bætt svefnmunstur. Ég náði einnig að stöðva mína óbærilegu löngun og át af kasjúhnetum án þess að taka eftir því.

Það fyrsta sem ég gerði var að taka inn hreint magnesíum!

Ég tók inn Magnesíum ”slökun” í duftformi frá Mammaveitbest á kvöldin rétt fyrir svefn.

Það næsta sem ég gerði var að auka magnesíum ríka fæðu í mataræðinu mínu

Magnesíum ríkar fæðutegundir sem ég bætti við:

–  möndlur

–  klettasalat

–  avocadó

–  sesam fræ

–  kakóanibbur

–  brún hrísgrjón

–  bananar

–  alfalfa spírur

 

Hefur þú einhverntíman fengið löngun í hollustufæðu og borðað mikið af henni í ákveðin tíma? Og ef ekki hvaða hollustu fæða er í uppáhaldi hjá þér?

Segðu mér frá í spjallinu hér að neðan, mér finnst ofboðslega gaman að heyra frá þér!

Fannst þér saga mín gagnleg? Ef svo er líkaðu við og deildu þessum magnesíum ríku fæðutegundum með vinum þínum á facebook!

 

Áttu ánægjuleg magnesíum innkaup!

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

13 Comments

  1. Hvað er ,þegar ég sækji í rúsínur

    • Sara Barðdal, Heilsumarkþjálfi LTF says:

      Sæl Rakel. Sækir þú bara í rúsínur eða fleiri þurkaða ávexti? Það gæti verið að þig vanti auka orku og sækir því í eitthvað sætt. Rúsínur eru einnig járnríkar svo þú gætir því verið að sækja í það. Rúsínur eru hins vegar líka stútfullar af góðum vítamínum og næringu og innihalda m.a kalk, magnesíum, potasíum, fólat, vítamín b6, K og C 🙂

  2. Halldóra Ágústsdóttir says:

    Ég sæki mikið í tómata og tómatdjús og tómatsúpur.

    • Sara Barðdal, Heilsumarkþjálfi LTF says:

      Sæl Halldóra, það gæti verið að þig vanti járn. Prufaðu að auka járnríka fæðu í matarræðinu þínu, t.d rækjur, spínat og kjúklingabaunir. Tómatar eru hins vegar stútfullir af licopene sem hefur sýnt fram á að það dragi úr líkum á ristil og brjóstakrabbameini. 🙂

  3. Kristjana kristjánsdóttir says:

    ég sækist appelsínur þegar ég fer að sofa og fæ mer 2 á hverju kvöldi ,það er njög gaman að lesa greinarnar þínar og ég er búinn að skrá mig í 14 daga áskoruna hjá þer og dóttir mín ættlar að vera með takk fyrir mig

    • Sara Barðdal, Heilsumarkþjálfi LTF says:

      Frábært að heyra Kristjana 🙂 Appelsínur eru góð uppspretta vítamíns c þannig það er allt í lagi að næla sér í þær 🙂

  4. Elísabet says:

    Spurning í sambandi við kasjúhneturnar, er þá slæmt að fá sér þær er maður langar í eitthvað, þegar maður er að reyna að grenna sig ?

  5. Sara Barðdal, Heilsumarkþjálfi LTF says:

    Sæl Elísabet, nei það er alls ekki slæmt að fá sér kasjúhnetur, en þarna var Júlía farin að neyta óhóflegs magns vegna magnesíum skorts. Alltaf gott að finna þennan góða meðalveg, t.d handfylli að hnetum í einu. En þær eru líka fituríkar (ath góða fita samt) og því bara að passa að borða ekki of mikið ef þú ert að reyna grenna þig 🙂

  6. Marta says:

    Þakka þér fyrir Júlía, þú einfaldaðir upplýsingarnar svo vel að ég skil sjálfa mig miklu betur 🙂

  7. Eygló says:

    Ég er sjúk í kókos , kókosmjöl kókoshveiti kókosflögur og kókosmjólk , bara á kvöldin

    • Sara Barðdal, Heilsumarkþjálfi LTF says:

      Sæl Eygló, getur verið að þú sért að fá næga fitu yfir daginn? En kókos er fituríkur (góð fita) og líkaminn gæti verið að kalla á eftir henni á kvöldin. 🙂

      • Eygló says:

        Ég er einmitt búin að vera að halda fitu í lágmarki undanfarið ég bæti smá fitu í mataræðið yfir daginn og sé hvort þessi kókosþörf fari nú ekki að minnka 🙂 takk fyrir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *