Sykurleysið með mér, Sollu Eiríks, Tobbu og Guðrúnu Bergmann
taka út sykur
Nýárs áskorun, vertu sykurlaus með okkur
6th January 2015
Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi
Hvar er sykur falinn og hvernig forðumst við hann, sjá grein mína í MAN tímaritinu
20th January 2015
taka út sykur
Nýárs áskorun, vertu sykurlaus með okkur
6th January 2015
Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi
Hvar er sykur falinn og hvernig forðumst við hann, sjá grein mína í MAN tímaritinu
20th January 2015
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Sykurleysið með mér, Sollu Eiríks, Tobbu og Guðrúnu Bergmann

sykurlausir réttir

Í dag langaði mig að leyfa þér að gæjast bak við tjöldin hjá okkur Lifðu til fulls.

Síðustu vikur hjá okkur hafa farið í mikinn undirbúning við að gera væntanlegu sykurlausu áskorunina að enn ánægjulegri og gómsætri upplifun fyrir þig.

Hin hefðbundna sykurlausa matarmyndataka í síðustu viku var virkilega skemmtileg og skellt ég og ljósmyndarinn okkur út í snjóinn með nokkra matardiska eins og sjá má hér á myndinni. Svo voru náttúrulega girnilegir og sykurlausir réttir smakkaðir. 

 

IMG_3204

 

IMG_3209

 

Það eru þrjár breytingar í áskoruninni sem koma þér til hagsbóta og held ég að þú munir vera sérlega sátt við;

 

1. 21 dagar af sykurleysi í stað 14 daga;

Í þetta sinn höfum við sykurlausu áskorunina í 21 dag í stað 14 eins og síðustu tvö skipti. Þetta gefur þér viku í viðbót af sykurlausum uppskriftum og tækifæri á að skapa nýja hefð fyrir nýja árið. Enda benda margar rannsóknir til þess að hefð taki allt að 21 daga að myndast.

 

2

 

 

2. Uppskrift frá gestakonum eins og Sollu Eiríks, Þorbjörgu Hafsteinsdóttir og Guðrúnu Bergmann

Í hverri viku verður nýr gestur með 1-2 uppskrift af sektarlausu sykurleysi samhliða uppskriftum frá mér. Gestir sykurlausu áskoruninar janúar 2015 eru flottar konur sem eru að leggja sitt að mörkum að hjálpa konum að sáttari og hamingjusamara lífi og líkama.  Álíka því sem ég hef ástríðu af og við gerum hjá Lifðu Til fulls heilsumarkþjálfun. 

Solla Eiríks, heimsins besti hráfæðiskokkur, rithöfundur og eigandi Gló, veitingahús gefur okkur eitthvað grænt og gott. Þorbjörg Hafsteinsdóttir, Tobba metsöluhöfundur og næringarþerapisti verður með hollráð að bætiefnum sem styðja við sykurleysið samhliða mér, Júlíu. Síðan er það Guðrún Bergmann rithöfundur og athafnakona sem gefur okkur uppskrift af sínum morgundrykk.

Fyrstu uppskriftir fara út næskomandi fimmtudag 15. janúar svo vertu viss um að skrá þig hér og tryggja þér alla þessa sykurlausu visku, uppskriftirnar, innkaupalista og margt fleira.

 

3. Facebook/Instagram leikur með veglegum verðlaunum.

Skemmtilegur sykurlaus leikur Lifðu Til Fulls mun eiga sér stað á meðan á áskoruninni stendur á Facebook og Instagram. Til að vera með þarftu að taka mynd af þér losa þig við sykurinn og deila henni á facebook og Instagram með slóðinni https://lifdutilfulls.is/21-dag-sykurlaus/ og tagginu #sykurlausaskorun og getur þannig átt möguleika á að vinna þjálfun hjá Lifðu til fulls

 

Okkur kítlar af spenning hér hjá Lifðu til fulls við að hefja áskorunina í næstu viku og væntum þess að hún muni hjálpa þér að sykurlausum, sáttari og léttari líkama!

 

Hoppaðu um borð á sykurlausu lestina og tæklum þetta saman

Farðu hér til að skrá þig

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi og Lifðu til fulls teymið

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *