Ertu byrjuð aftur í vinnu eða skóla og vilt taka með þér heilbrigt nesti?
Skortir þig hugmyndir af góðu nesti fyrir þig eða krakkana?
Ef svo er, þá er greinin og fallega myndefnið í dag eitthvað fyrir þig.
Heilbrigt og heimagert nesti er eitthvað sem bæði sparar þér tíma og pening í hádegishléinu.
Auk þess er ekkert betra en að vita að gómsætu nesti sem þú veist að gefur þér akkurat það sem líkami þinn þarfnast til að þrífast á orku, vellíðan og þyngdartapi!
Ég elska að setja saman girnilegt nesti sem ég hlakka til að fá mér.
Stór hluti af því sem ég geri með konum í þjálfun er að gera heilbrigði að þeirra lífsstíl, sá sem virkar fyrir þeirra líf og er einfaldur og ánægjulegur.
Bæði í annríkinu og í rútínu hversdagsins og þá koma góðar nestis hugmyndir sér vel!
Í dag vil ég hjálpa þér að sjá hversu girnileg, einföld og gómsæt heilbrigð nesti geta smakkast.
Öll nestisboxin og innihaldsefni fást í Nettó og koma uppskriftirnar frá mér í blaðinu til þín fimmtudaginn 4.september ef þú vilt spara þér útprentunina.
Nestis hugmynd 1:
Grænn og góður drykkur
~ Fyrir 1
Margar konur hjá mér í þjálfun hafa gefið börnunum sínum þennan við góðar undirtektir. Drykkurinn bætir meltingu, skap og vellíðan.
1 góð lúka af spínati
½ banani
½ pera
Handfylli af frosnu mangó
Handfylli af möndlum (með eða án hýðis)
Vatn
Nokkrir klakar
Smá engiferrót (val)
Setjið allt í blandara og drekkið (líka hægt að geyma þar til daginn eftir).
Við notum blendtec blandara. Hann er með innbyggðum stillingum fyrir græna boozt drykki, heitar súpur, salatsósur, grjón og hvað eina. Þar sem ég elska hann svona mikið ætlar Blendtec að bjóða lesendum mínum 5% afslátt af heimilisblöndurunum sínum út 18. sept. Með því að tilgreina; Lifðu til fulls færðu afsláttinn. Farðu hér til að skoða blandarann betur.
Nestis hugmynd 2:
Salat með kjúklingabaunum og sætum kartöflum
~ Fyrir 1
(glútenlaust og vegan)
Salatið er trefja og magnesíum ríkt sem getur dregið úr sykurlöngun!
160 gr eldaðar kjúklingabaunir (í dós eða eldaðar heima)
100 gr eldaðar sætar kartöflur
Klettasalat
Kirsuberjatómatar
Niðurskorin gúrka
Ólífu olía
- Eldið sætu kartöflurnar í potti eða bakarofni með salti og pipar.
- Sameinið allt í salatið fyrir daginn eftir. Geymið salatið ferskt með því að setja ólífu olíuna í hringlótta salatdressingar boxið.
Súkkulaði Fudge draumur og Hafrakúlur
Dökkt lífrænt kakó hjálpar líkamanum að vinna betur úr öllu sem þú borðar með því.
Uppskrift af Hafra orkukúlum og súkkulaði fudge eru í “sektarlaus sætindi “ raf-bók okkar.
Ef þú ert ekki nú þegar búin að næla þér í bókina, þá er hún ókeypis og þú getur gert svo með því að skrá þig fyrir vikuleg hollráð í bleika kassanum hér undir greinina.
Ég vona að hugmyndirnar gefa þér innblástur í að taka með þér sykurlaust og heilbrigt nesti með þér í vinnu eða skóla í haust!
Segðu mér
Hvaða nestishugmynd höfðar til þín? Og ef þú tekur með þér heilsusamlegt nesti, hvað hefur þú verið að taka með þér?
Skrifaðu mér á spjallnu hér að neðan
Og ef þú átt vínkonu sem gæti skort hugmyndir að heilsusamlegu nesti, segðu henni frá með því að Líka við á facebook!
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
3 Comments
Þetta er til að toppa þetta Júlía.
hæhæ flott nýja heimsíðan hjá þér.
En ég er búin að senda 3x póst til að fá sektalausu rafbókina en ég fæ aldrei neitt tilbaka.
Takk og kveðja alda:o)
Sendu okkur endilega póst á studningur@lifdutilfulls.is og við getum aðstoðað þig með það 🙂