Safakúr eða Matarhreinsun?
Orkulaus? Prófaðu þessar 6 fæðutegundir…
23rd August 2017
10 einföld ráð til að hefja breyttan lífsstíl
12th September 2017
Orkulaus? Prófaðu þessar 6 fæðutegundir…
23rd August 2017
10 einföld ráð til að hefja breyttan lífsstíl
12th September 2017
Show all

Safakúr eða Matarhreinsun?

19932124_481484495519651_5340214159474688000_n

Ég varð bara að fá að deila þessu með ykkur…

Þetta er eitthvað sem gjörsamlega breytti hugsunum mínum um heilbrigðan lífsstíl og hvernig ég gæti fengið meiri orku, minnkað verki, bætt meltingu mína og aukið brennsluna.

Ég hafði oft heyrt um hreinsanir, en í mínum huga þýddi það eingöngu kvöl og svelti. Ég velti oft fyrir mér hvort ég ætti að hreinsa með söfum eða mat – og hvort væri betra. Mér datt í hug að þú gætir verið með slíkar vangaveltur líka svo mig langar að deila með þér sannleikanum um það hvernig má hreinsa á áhrifaríkan og einfaldan hátt, með von að hjálpa þér að komast af stað inn í haustið orkumikil og frísk.

Afhverju að hreinsa?

Við hreinsum til að losa líkaman við eiturefni. Eiturefni getað komið frá margvíslegum áttum sem oft á tíðum við gerum okkur ekki grein fyrir. Lifrin, nýrun og ónæmiskerfi okkar vinna úr eiturefnum jafnóðum og þau birtast í líkamanum. Aftur á móti þegar magn eiturefna verður of mikið fyrir líkamann að vinna úr, safnast þau bara upp sem með tíma getið valdið veikindum og ýmsum kvillum.

Eiturefni geta ýmist komið frá andrúmsloftinu, frá því að vera mikið við tölvur, ipad, raftæki og síma, að vera undir streitu og álagi (þ.á.m. andlegu álagi), frá meltingarvandamálum svefnleysi, sykurneyslu og þungmálmum.

Þarft þú á hreinsun að halda eða ekki? 

Ef þú glímir við eitt eða fleiri af eftirfarandi atriðum gæti líkaminn verið með óhóflegt magn eiturefna og áhrifarík hreinsun þurft að eiga sér stað m.a fyrir meiri orku, léttari líkama, verkjalosun og jafnvægi! 

Ef þú vilt hef ég einnig sett saman einfalt próf til að sjá ástand líkamans. Taktu prófið hér!

  • þyngdaraukning þrátt fyrir hollt mataræði
  • meltingarvandamál
  • hausverk
  • endalausa þreytu og orkuleysi
  • krónísk veikindi og/eða verki sem fara ekki sama hvað
  • SYKURLÖNGUN
  • lélegt ónæmiskerfi
  • liðverki eða liðagigt
  • hormónavandamál
  • skapsveiflur
  • verki í fótum og löppum
  • bakflæði
  • skjaldkirtilsvandamál (mataræði er talið vera 50% orsök vanvirkra skjaldkirtla)
  • svefntruflanir
  • þunglyndi (sum fæða getur valdið þunglyndi)
  • þurrk í húð
  • astma!
  • hátt kólesteról stig

Áhrifarík hreinsun

Byrjaðu haustið með breyttum lífsstíl (3)

Myndir frá áhrifaríkri matarhreinsun í Nýtt líf og Ný þú þjálfun, teknar frá facebook hópsíðu síðasta hóps! Sjá nánar um matarhreinsun í þjálfun hér!)

Þá er komið að því hvort ættir þú að hreinsa með söfum eða mat?

Sú aðferð hreinsunar sem ég hef fundið út að sé áhrifaríkust og fljótlegust til að losna við aukakílóin, fá meiri orku og minni verki — er hreinsun með mat. Þar sem þú ert södd allan tíman.

Við erum öll ólík og er ég alls ekki að gagnrýna ákveðna safakúra, enda eru tilfelli þar sem nokkrir dagar á safakúr geta reynst einstaklingum vel en ítrekað hef ég komist að þeirri niðurstöðu að hreinsun með mat gefi bestu útkomuna á meðan hreinsun stendur og þar eftir.

Hreinsun ætti að þjóni bæði þeim tilgangi að hjálpa þér að koma líkamanum aftur í jafnvægi en einnig að gefa þér árangur sem heldur áfram og þú getur viðhaldið.

Fyrstu skrefin í hreinsun

Ég fór ítarlega yfir fyrstu skrefin í hreinsun, hvað væri gott að byrja að borða í undirbúning fyrir hreinsun og hvaða fæðu ætti að borða og ekki í hreinsun í ókeypis kennslusímtalinu “5 skref að tvöfalda orkuna, losna við aukakíló og byrja breyttan lífsstíl”! Getur þú enn skráð þig hér til að hlusta! (ath: aðeins í takmarkaðan tíma í viðbót). Ég gaf einnig einföld ráð gegn sykurpúkanum.

Smelltu hér til að tryggja þér ókeypis kennslusímtalið og læra betur um hreinsun og hvernig má hefja haustið með breyttum lífsstíl!

Í símtalinu sagði ég einnig frá Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða þjálfun sem hefst núna í september!

Er þetta í sjöunda sinn sem við hefjum þjálfunina og er ég ofboðslega þakklát að geta sagt frá því að hún hafi  hjálpað hundruðum einstaklinga að léttast varanlega, fá meiri orku, fyllast vellíðan og minnka verki með varanlegum lífsstíl. Fyrsta skrefið sem tekið er í þjálfun er 3ja vikna hreinsun með matseðil og innkaupalista sem er svo girnilegur að þú trúir því varla! (enda sérð þú myndirnar hér ofar)

Ég mæli eindregið með að kynna þér þjálfun hér, enda haldin aðeins einu sinni til tvisvar á ári.

Segðu mér svo frá í spjallinu að neðan…

Hvaða atriði hér að ofan tengdir þú við? Hvað kom út úr hreinsunarprófinu?

Ef greinin vakti svo áhuga þinn, endilega deildu henni á samfélagsmiðlum!

 

P.S.  Lærðu um helstu fæðu fyrir meiri orku og leiðir að losa um sykurlöngun með því að skrá þig í ókeypis kennslusímtalið hér! (ath takmarkaður tími eftir)

P.P.S. Ég mæli með að kynna þér um ráðstefnuna “Who wants to live forever” næstkomandi föstudag, 8.september! Frábær ráðstefna um langlífi og heilsu með flottustu talsmönnum þess málefnis í dag. Kíkið á heimasíðu þeirra hér.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *