Orkulaus í skammdeginu?...algengar ástæður orkuleysis
Kínóagrautur
Kínóagrautur Ástu
3rd February 2013
heilbrigðum lífsstíl
Hvað felst í heilbrigðum lífsstíl? (birt í fréttablaðinu)
9th February 2013
Kínóagrautur
Kínóagrautur Ástu
3rd February 2013
heilbrigðum lífsstíl
Hvað felst í heilbrigðum lífsstíl? (birt í fréttablaðinu)
9th February 2013
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Orkulaus í skammdeginu?…algengar ástæður orkuleysis

Finnst þér þú koma litlu í verk vegna orkuleysis og/eða langar þig stundum að gera ekkert annað en að liggja upp í sófanum þegar þú kemur heim úr vinnu, vegna þreytu?

Þegar við upplifum orkuleysi eigum við auðveldara með að draga úr því sem við höfum sett fyrir okkur eins og reglulega hreyfingu, heilsusamlegri mat og almenna virkni í lífinu.

Það getur oft verið erfitt að finna út hvað er að valda orkuleysi hjá hverjum og einum því öll erum við einstök, og hreyfing sem gæti hentað þér getur verið orkuþjófur fyrir næsta mann.

Því er mikilvægt að sýna aðgát og falla ekki í þá gildru að eitt gangi yfir alla, og leitast heldur eftir því að finna það jafnvægi hjá sjálfum þér sem gefur þér hámarksorku og fær þig að finna til sáttar í eigin líkama og upplifa hamingjuna í lífinu!

Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um ástæður þess að fólk upplifir orkuleysi. Sjáðu hvað þú tengir mögulega við:

Óhreinn ristill:

Ristillinn þinn virkar sem mikið fráveitukerfi en með því að vanrækja hann getur þú valdið því að hann verði geymslustaður fyrir eiturefni. Þegar ristillinn er hreinn og eðilegur ert þú heilsuhraust og orkumikill. 

Þegar ristillinn er óhreinn og ekki að starfa eðlilega leysir hann út eiturefni í blóðrásina. Þetta hefur áhrif á heilastarfsemi, taugakerfi, líffæri og kirtilinn. Þegar þessir hlutir eru undir neikvæðum áhrifum hefur það einnig neikvæð áhrif á orku þína.

Að hreinsa ristilinn þarf ekki endilega að gerast með ristilhreinsun því heildræn nálgun getur verið góð lausn líka.(hafðu samband hér ef þú hefur áhyggjur og vilt fleiri upplýsingar)

Skortur á súrefni:

Skortur á súrefni getur valdið því að þú finnir til þreytu, einebeitingaskort, svima eða slappleika. Góð öndun og útivist getur hjálpað.

Vanupptaka næringarefna:

Calcium/magnasium skortur getur valdið ójafnvægi í líkamanum sem getur verið stór þáttur í orkuleysi. Án þessara næringarefna geta ensím, prótín og fita ekki nýst til fulls í líkamanum. Næringarefni eins og króm, zink, járn og magnasíum eru erfið fyrir líkamann að taka upp ef kalsíum skortur er til staðar.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *