Truflaður vegan súkkulaðisjeik með fudge sósu
1st August 20176 ráð fyrir frískari líkama á 6 dögum
15th August 2017Truflaður vegan súkkulaðisjeik með fudge sósu
1st August 20176 ráð fyrir frískari líkama á 6 dögum
15th August 2017Aukakíló, bjúgur, bólgur og meltingaróþægindi eiga því miður til að vera fylgifiskar sumarsins. Bjúgur getur átt margar orsakir en algengt er hann myndist vegna fæðuóþols, próteinskorts eða of mikillar neyslu á salti. Bólgur í frumum líkamans geta valdið margskonar hrörnunarsjúkdómum og má oft rekja þær til lélegs mataræðis og streitu sem hefur oft skelfileg áhrif á líkamann.
Besta meðferðin við bjúg er auðvitað að greina orsök hans og meðhöndla útfrá því, þannig er einnig hægt að fyrirbyggja hann. En það eru margar náttúrulegar leiðir til þess að draga úr bjúg og bólgum sem hafa þar að auki marga fleiri kosti og góð áhrif á líkamann.
Hér eru nokkur atriði sem hjálpa til við að halda meltingunni heilbrigðri og draga úr bólgum og bjúg.
–
Túrmerik
Hefur verið notað sem krydd, lækningajurt og litarefni í Suðaustur-Asíu frá því um 600 fyrir Krist. Turmerik rótin hefur verið notuð í indversku Ayurveda læknisfræðunum um þúsund ár. Áhrif túrmeriks hafa mikið verið rannsökuð á síðustu árum og er túrmerik t.d. talið geta dregið úr bólgum, aukið hormónajafnvægi, hafr góð áhrif á heila og minni og hefur náttúrulega andoxunarvirkni.
Túrmerik hylki og hreint túrmerik extraxt fæst t.d. hjá Mammaveitbest.
–
Engifer
Engifer er gott við meltingatruflunum, ógleði, loftmyndun og krampa í maganum, það er einnig mjög örvandi fyrir blóðrásina. Engiferjurtin er rík af B-vítamínum, járni, mangan, magnesíum og sinki. Einnig inniheldur engifer virk efni sem heita gingerols og hefur það svipuð bólgueyðandi áhrif og túrmerik.
Það er mjög einfalt að koma engifer inn í mataræðið, til dæmis má bæta engiferdufti (fæst hér) í búst og allskyns rétti. Einnig er snilld að taka skot af hreinum engifersafa á morgnanna.
–
–
Hörfræolía
Ein af þessum góðu fitum sem hafa svo góð áhrif á líkamann en hörfræolían er stúfull af Omega-3 fitusýrum sem örva fitubrennslu en draga úr vökvasöfnun og sætindafíkn. Gott er að taka olíuna inn að morgni (1-2 teskeiðar) en svo er að blanda henni saman við morgungrautinn, útí búst eða safa. Olían er sérlega góð fyrir konur á breytingaskeiðinu og hefur mjög góð áhrif á húðina.
–
Chia fræ
Chia fræ gefa okkur prótein og góða fitu ásamt því að hjálpa til við stjórnun á kolvetnaupptöku líkamans. Þau eru einnig trefjarík og hjálpa því til við að hreinsa eiturefni úr líkamanum og að viðhalda heilbrigðri melting en ásamt því eru þau rík af kalki. Chia fræin eru ein kraftmesta, hentugasta og næringaríkasta ofurfæðan, frábær uppspretta af andoxunarefnum, heilpróteinum, vítamínum og steinefnum. Þau eru einnig ríkasta plöntu-uppspretta af omega-3 fitusýrum í heiminum.
–
Eplaedik
Eplaedik er náttúrulega hreinsandi og hjálpar við að örva framleiðslu magasýra sem er mikilvæg fyrir góða meltingu. Það er næringarríkt, hefur góð áhrif á blóðsykurinn, minnkar bólgur og verki í líkamanum og getur unnið gegn ýmsum kvillum eins og sveppasýkingu, húðvandamálum, vefjagigt og síþreytu. Mörgum þykir eplaedikið vont á bragðið en það er til dæmis hægt að taka inn matskeið af því á morgnanna eða þá blanda í safa eða búst til að deyfa bragðið.
–
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!