6 ráð fyrir frískari líkama á 6 dögum
5 fæðutegundir sem losa þig við bólgur og bjúg
8th August 2017
Orkulaus? Prófaðu þessar 6 fæðutegundir…
23rd August 2017
Show all

6 ráð fyrir frískari líkama á 6 dögum

Deildu á facebook

DSCF3464

Hvort sem þú varst að koma úr fríi eða ekki má alltaf fríska betur uppá líkamann fyrir haustið.

Að koma sér aftur af stað eftir sumarleyfi getur verið áskorun svo í dag langar mig að deila með þér 6 einföldum ráðum fyrir frískari líkama á aðeins 6 dögum!

1. Takmarkaðu sykur og áfengi

Sykur og áfengi getur fyllt líkama okkar af eiturefnum og dregið rosalega úr okkur.  Reyndu því þitt besta að takmarka sykur og áfengi eftir fríið, allavega í eina viku til að byrja með.

Bættu við hollri fitu eins og avócadó sem getur hjálpað líkamanum að vinna gegn sykurlöngun og farðu snemma í háttinn til að vinna upp góðan svefn (sjá betur í skrefi 2).

2. Svefnrútína

Að koma svefni aftur í rútínu hefur jákvæð áhrif á matarlanganir og geðheilsu. Rannsóknir hafa sannað þetta. Að borða seint á kvöldin og drekka áfengi (eins og tíðkast oft í fríum) getur einnig hindrað það að líkaminn nái að fara í djúpan svefn.

Örlítið meiri svefn á hverri nóttu getur hjálpað líkamanum að jafna sig eftir frí.

3. Vökvaðu líkamann

Vatn er mikilvægara líkamanum en við gerum okkur grein fyrir. Vatn flytur næringarefni um líkamann og hjálpar við að draga úr bólgum, bjúg sem og minnka langanir í óhollustu.

Góð þumalputtaregla er að drekka 2-3 lítra af vatni yfir daginn. Það besta er að góða íslenska vatnið er ókeypis.

DSCF1384


4. Gefðu líkamanum hvíld frá mat í 12 klst á hverri nóttu.

Þegar við erum í frí erum við gjarnari á að borða seinna á kvöldin. Æskilegur tími fyrir kvöldmat er milli 18:00-19:00 þar sem brennsla hægist eftir því sem líður á kvöldið. Góð regla er að borða ekkert nokkrum klukkustundum áður en farið er í háttinn.

Gefðu líkaman hvíld frá mat í 12 klst. Prófaðu eina viku þar sem þú borðar ekkert 4 klst fyrir svefn. Rútína þína gæti þá t.d. verið að borða frá kl. 7 um morgun til kl.19 og síðan ekkert eftir það.

5. Forðastu vigtina

Ekki hoppa strax á vigtina eftir sumarfrí og svekkja sjálfa/n þig. Það tekur tíma að koma sér á rétta braut og oft getur bjúgur verið orsök þess að vigtin sé aðeins hærri en vanalega. Besta leiðin til að fríska uppá líkamann og koma honum aftur í form er með skynsömum hraða og engum öfgum.

Bættu við bólgueyðandi fæðutegundum hér í mataræðið. Smátt og smátt með litlum breytingum mun vellíðan og þyngdartap fylgja.

6. Gerðu litlar lífstílsbreytingar sem endast

Litlar breytingar í mataræði eru mun áhrifameiri en öfgar, föstur og skammtímaátök. Að bæta við meira af vatni, minnka sykurinn og velja náttúrulega sætu eru allt skref í réttu áttina. Lífsstílsbreyting er hreinlega eina leiðin!

Taktu 6 daga áskorun að frískari líkama með ráðunum hér að ofan. Vertu svo með í ókeypis símtali þann 30.ágúst þar sem ég deili með skrefum að tvöfalda orkuna og kveðja aukakílóin! Skráning er ókeypis og hafin hér!

Í símtalinu mun ég einnig opna fyrir skráningar í Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða lífsstílsþjálfun sem hefst í september. Farið verður yfir hvernig þjálfunin fer fram og hverjum hún hentar.

Tryggðu þér pláss sem fyrst í símtalið sem haldið verður þann 30.ágúst kl 20:00! Þú vilt ekki missa af þessu!

Deildu með í spjallinu að neðan hvort þú takir 6 daga áskorun að frískari líkama!

Saman getum við þetta.

Heilsa og hamingja,
jmsignature


P.S. Fylgstu svo með í næstu viku þegar ég deili með helstu  fæðutegundum að byrja að borða fyrir frískari og orkumeiri líkama!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *