10 lausnir við hægðatregðu
7th March 2023Berjabúst fyrir breytingaskeiðið
25th April 202310 lausnir við hægðatregðu
7th March 2023Berjabúst fyrir breytingaskeiðið
25th April 2023Lax getur verið alveg ofboðslega bragðgóður og seðjandi.
Nýlega hef ég verið að leika mér með ristaðar kókosflögur á lax sem er alveg dásamleg samsetning get ég sagt ykkur. Góður lax er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég borða hann að minnsta kosti einu sinni í viku.
Lax inniheldur holla fitu sem styður við hormón, heilastarfsemi og húðina.
Ef þú ert því að leita að hollum, fljótlegum og einföldum kvöldverði sem tekur litla fyrirhöfn þá er heppnin með þér!
–
–
Meðlætið einkennist af dýrlegum stökkum kartöflum og aspas. Aspas er með eitt af því fáa grænmeti sem er ekki með nikkel. Aspas er einnig létt í maga, fáar kaloríur og ríkt af næringarefnum eins og folate, A, C og K vítamínum.
–
–
Kartöflurnar eru settar í ofn og á meðan má sjóða aspasinn í nokkrar mínútur eða þegar hann er orðinn fagurgrænn á litinn.
Þá er aspasnum bætt við kartöflurnar og það eldast saman í ofninum þar til allt verður stökkt og fallegt. Þessi leið til þess að elda aspar hefur reynst mér afar vel en ég fæ alltaf fullkominn aspas í kjölfarið, mjúkann en stökkann.
–
Lesa einnig:
3 fæðutegundir sem við ættum öll að borða!
Grillaður þorskur með granateplasalsa og hvítlaukssósu
Vegan burger með “kokteilsósu” og sætkartöflufrönskum
–
—
Lax með ristuðum kókosflögum, kartöflum og aspas
Lax
2 laxaflök með roði
½ bolli trönuber
1/ bolli kókosflögur
Salt og pipar
–
Meðlæti
Íslenskar kartöflur, litlar (c.a 130 gr á mann)
Búnt af aspas
1 msk ólífuolía
Salt og pipar
—
Aðferð:
1/2 bolli tahini
1/2 bolli vatn
1 hvítlauksgeiri, pressaður
1 sítróna kreist
1/2 tsk paprikukrydd (val)
salt eftir smekk
–
Aðferð:
Hitið ofninn við 180 gráður.
Skolið af kartöflum og skerið í hæfilega munnbita. Leggið bökunarpappír á ofnplötu og dreyfið kartöflunum á hann, bætið olíu yfir ásamt salt og pipar. Dreyfið aðeins úr með höndunum og setjið inn í ofn í 25-30 mín.
Á meðan kartöflur eru í ofni, sjóðið vatn í potti. Skerið endana af aspasnum c.a 1-2 cm og hendið/endurvinnið. Setjið aspasin í sjóðandi vatn í 2-3 mín eða þar til liturinn á honum er orðinn fagurgrænn. Fjarlægið aspasinn úr vatninu og leggið á ofnplötuna hjá kartöfluðun, bætið aðeins við af olíu, salt og pipar og bakið saman í ofninum. Fínt að miða við að elda aspasinn í 15 mín eða þar til hann er stökkur en ekki brenndur.
Setjið næst laxaflökin í eldfast mót. Kryddið með salt og pipar, bætið við trönuberjum og kókosflögum og eldið þar til fiskurinn er tilbúin c.a 15 mín.
Berið fram eitt og sér eða með veganmajónesi eða fersku salati með fetaosti eða geita fetaosti.
–
Athugasemdir:
Einnig er hægt að sjóða kínóa sem tekur 15 mín og nota sem meðlæti ásamt salati fyrir enn fljótlegri eldunartíma.
Trönuber eru yfirleitt sætuð með sykri en hægt er þó að finna sykurlaus trönuber. Einnig má prófa rúsínur þrátt fyrir að ég hef ekki prófað það sjálf.
–
Ég vona að þú prófir þessa bragðgóðu uppskrift.
Deildu þessari færslu með á facebook og tagga Lifðu til fulls á Instagram ef þú gerir laxin svo fleiri getað notið góðs af!
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!