Kínóasalat gegn flensu
Fersk mynta
7 leiðir til þess að nota ferska myntu
17th March 2015
sykurlaust páskaegg
Gerðu þitt eigið sykurlausa páskaegg
31st March 2015
Fersk mynta
7 leiðir til þess að nota ferska myntu
17th March 2015
sykurlaust páskaegg
Gerðu þitt eigið sykurlausa páskaegg
31st March 2015
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Kínóasalat gegn flensu

Í dag langar mér að deila með þér salati gegn flensu, enda stútfullt af vítamínum, steinefnum, trefjum, góðri fitu og próteini og alveg ótrúlega einfalt og virkilega bragðgott!

Í síðustu viku sagði ég þér frá kosti þess að nota myntu og hvernig hún getur bætt meltingu og stutt við hreinsun líkamans.

Prótein spilar mikilvægu hlutverki í að flýta bata og fyrirbyggja gegn flensu. Í salati vikunnar samsetjum við myntuna með kínóa sem er próteinríkasta og auðmeltanlegast af korni. Í raun er Kínóa fræ sem hægt er að nota í stað hýðishrísgrjóna eða byggs sem dæmi.

Einnig finnurðu graskersfræ í salatinu en þau eru m.a rík af zinki sem hjálpar blóðfrumum að berjast gegn sjúkdómum og flensu. Einnig þegar flensa á sér stað getum við fundið fyrir uppþemdu og bólgum og því notum við eplaedik sem mætti líkja við “flensu sprautu” þar sem edikið virkar sem örverudrepandi og dregur úr kvefbólgu í nefi.

IMG_0535

 

Ónæmisbyggjandi kínóasalat gegn flensu

~ Fyrir 3-4

 

1 bolli kínóa (skolað og hreinsað)

2 pressaðir hvítlauksgeirar

1/2 bolli saxaður vorlaukur

1 kassi af kirsuberjatómötum (skornir í fernt)

1/2 eða meira agúrka (skornir í litla bita)

2 msk söxuð ferskt mynta

2 msk steinselja eða basil

Handfylli af klettasalati

2 gulrætur skrældar (einnig má skipta út fyrir elduðu rótargrænmeti)

1 pakki af söxuðum radísum

1/2 bolli af graskersfræjum (einnig má nota sesamfræ og sólblómafræ)

4 tsk eplaedik (eða sítrónusafi ef ekki er höndlað eplaedik)

6-8 tsk kaldpressuð olífuolía

klípa af sjávarsalti

1/4 tsk af pipar

Settu 2 bolla af vatni í pott og fáðu suðuna upp, bættu síðan við kínóanu og lækkaðu aðeins undir. Leyfðu því að malla í 15-20 mín þangað til vatnið er allt gufað upp og kínóað er tilbúið. Settu það yfir í skál og leyfðu því að kólna eða settu það í ísskápinn til þess að flýta fyrir.

Á meðan kínóað er að sjóða settu hvítlaukinn, sítrónusafan, olíuna, salt og pipar saman í skál og leyfðu því að liggja meðan þú skerð grænmetið niður.

Blandaðu síðan öllu saman í 1 skál og settu inn í ísskáp í amk 30 mín til þess að leyfa dressingunni að blandast vel við restina.

Salatið geymist í ísskápnum í allt að 3-4 daga í lokuðu íláti og tilvalið að grípa til sem hádegisverð.

 

En nú væri frábært að heyra frá þér?

Hvað gerir þú til að fyrirbyggja flensu? Lærðir þú eitthvað um nýja fæðutegund sem styður við heilsu þína?

Ef svo er segðu endilega frá hér að neðan og mundu síðan að Like-a við og deila með vinum á facebook 🙂

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

 

p.s Eins og þú veist skiptir heildarmataræði miklu máli í að byggja upp ónæmiskerfi og efla góða heilsu og orku

Farðu því hér til að skrá þig og læra einföld ráð að hreinsa líkaman strax í dag og styðja við betri heilsu og orku og fá í framhaldi hreinsunarpróf og 1 dags hreinsandi matseðil frá mér.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *