
Kraftur þarmaflórunnar: Leiðin að betri heilsu
20th January 2025
6 hollari súkkulaði uppskriftir fyrir Valentínusardaginn
10th February 2025
Kraftur þarmaflórunnar: Leiðin að betri heilsu
20th January 2025
6 hollari súkkulaði uppskriftir fyrir Valentínusardaginn
10th February 2025Ég versla nokkrum sinnum á ári heilsuvörur frá iHerb, netverslun sem er staðsett í evrópu og bandaríkjunum sem sendir til íslands.
Sendingarkostnaður er yfirleitt í kringum 1500 kr svo ég bíð yfirleitt þangað til að ég er komin með nokkrar vörur sem ég þarf að panta. Tollur bætist síðan ofan á en að öllu jöfnu er kostnaðurinn lægri en hérlendis sérstaklega ef þú safnar upp í góða pöntun. Í þokkabót eru mörg vörumerki og vörur hjá iHerb sem eru ekki fáanleg hérlendis.
Í dag langar mig að deila með þér hvað leynist í iHerb-körfunni minni, vöur sem ég panta aftur og aftur. Neðar í blogginu segi ég aðeins betur frá hverri vöru og af hverju þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ef þú vilt prófa iHerb þá geturðu notað afsláttarkóðann HEN9393 til að fá 5% afslátt af þinni pöntun.
—

—
iHerb karfan mín:
Magnesíum L-threonate frá Dr. Mercola og Calm frá Natural vitality
Sterkir gerlar frá Dr. Mercola eða Garden of life
C vítamín frá Now eða Dr. Mercola
Sykurlaust súkkulaði og trufflur frá Lakanto
Sterkt D-vítamín frá Now eða California gold
Mórber
Kakónibbur
Svitastifti frá Crystal
Örvarrót
Myntur með Xylitol (sjá neðar)
Jurtir og te
—
Hvernig ég nota vörurnar:
Magnesíum L-threonate frá Dr. Mercola og Calm frá Natural vitality.
Ég finn gríðarlegan mun á líðan minni þegar ég tek inn magnesíum. Það hjálpar ekki bara til við að draga úr sykurlöngun, heldur stuðlar það einnig að betri slökun fyrir svefn, bætir endurheimt eftir álag og kemur í veg fyrir fótapirring. Persónulega hef ég fundið það gagnlegt að taka inn ákveðnar tegundir af magnesíum, eins og þær sem eru frá Dr. Mercola og Natural Vitality. Með réttri tímasetningu og skammti hef ég náð að hámarka áhrifin.
Til að finna rétta tegund fyrir þig er gott að kynna sér mismunandi gerðir af magnesíum og hvað þær gera fyrir líkamann. Með því geturðu betur áttað þig á því hvaða tegund henta þínum þörfum best. Smelltu hér til að kynna þér mismunandi tegundir af magnesíum betur.
—
Sterkir gerlar frá Dr. Mercola eða Garden of life
Góðgerlar eru ómissandi hluti af heilsurútínu minni en það er mikilvægt að hafa í huga að ekki eru allir góðgerlar eins né með sömu virkni. Góðgerlablöndur innihalda mismunandi gerlastofna sem hafa sérhæfð hlutverk í líkamanum. Til dæmis eru sumir gerlar sérstaklega gagnlegir fyrir kvenheilsu, aðrir vinna gegncandida sveppi og enn aðrir geta jafnvel haft jákvæð áhrif á framleiðslu brjóstamjólks.
Þess vegna skiptir máli að skilja þarfir líkamans og velja gerla sem henta þér. Ég hef sjálf fundið mikinn mun á meltingunni minni þegar ég tek inn sterka gerla, eins og þá sem fást frá Dr. Mercola og Garden of Life. Báðir þessir framleiðendur bjóða upp á öflugar gerlablöndur sem eru frábærar til að styðja við þarmaflóruna og almenna heilsu. Ef þú ert að íhuga að bæta góðgerlum við mataræðið þitt er gott að skoða hvaða gerlastofnar gætu verið bestir fyrir þig og velja í samræmi við þínar þarfir.
—
Lesa einnig:
Bestu bætiefnin eftir fertugt (uppfært)
Mikilvægi D-vítamíns fyrir andlega og líkamlega heilsu
5 ráð fyrir konur sem vilja fasta
—
C vítamín frá Now eða Dr. Mercola
Ég tek aukalega C-vítamín nokkrum sinnum yfir árið til að styðja við ónæmiskerfið og okkur hjónum finnst alltaf gott að eiga það til heima. Auðvitað er líka hægt að taka C-vítamín reglulega að staðaldri.
Á iHerb er að finna fjölbreytt úrval af C-vítamíni, og ég hef góða reynslu af vörum frá Now og Dr. Mercola.
—
Sykurlaust súkkulaði og trufflur frá Lakanto
Hver elskar ekki súkkulaði. Ég hef keypt nokkrar tegundir af sykurlausu súkkulaði sætað með steviu frá iHerb og finnst úrvalið þar vera nokkuð gott, það kemur þó fyrir að margt sé uppselt svo ég fylgist með og bæti við í körfuna það sem ég sé hverju sinni. Trufflurnar frá Lakanto eru í sérstöku uppáhaldi og koma hver innsigluð í litlum bréfum sem er hentugt að hafa í veskinu eða taka með í ferðalagið. Mér finnst mjög gott að fá mér eina eftir kvöldmat af og til.
—
D-vítamín frá Now eða California gold
D-vítamín er lífsnauðsynlegt fyrir líkamann, en margir telja að ráðlagður dagskammtur upp á 2000 IU sé mun lægri en raunveruleg þörf, sérstaklega fyrir þá sem búa á svæðum þar sem D-vítamínskortur er algengur yfir vetrarmánuðina.
Á iHerb er að finna gott úrval af sterkum D-vítamínformúlum sem ekki eru fáanlegar hérlendis. Fyrir þá sem vilja prófa eru vinsæl merki eins og Now og California Gold, bæði með og án K2.
—
Mórber
Mórber eru sæt og bragðgóð lítil ber sem fást þurrkuð. Ég nota þau gjarnan í hráfæðiskökur og hnetublöndur, þar sem þau bæta bæði sætu og góða áferð. Uppáhalds hnetublandan mín inniheldur hnetur, rúsínur og að mínu mati ómissandi mórber. Hún er fullkomin til að grípa í sem millimál!
Lengst af hafa mórber verið fáanleg hérlendis, meðal annars frá vörumerki Sollu og af og til í heilsubúðum og sérvöruverslunum. Hins vegar hef ég oft átt erfitt með að finna þau í búðum svo ég panta þau gjarnan af iHerb. Ég vel yfirleitt Navitas, en til eru fleiri frábær vörumerki sem bjóða upp á gæðamórber.
–

—
Jurtir og te
Ég hef ýmist keypt mismunandi jurtir og te frá iHerb, allt eftir óskum hverju sinni. Ég mæli því með að skoða úrvalið og finna hvað hentar þér.
Kakónibbur
Ég nota kakónibbur mikið í uppskriftir hvort sem það er í boostdrykki eins og þennan hér, hrákökur eða hrákúlur. Þær eru oft fáanlegar hérlendis, en eins og með svo margar sérvörur getur stundum verið erfitt að finna þær í verslunum. Þegar svo ber undir panta ég þær af og til frá iHerb og vel þá það sem er til hverju sinni, til dæmis frá Navitas eða öðrum gæða framleiðendum.
—
Svitastifti frá Crystal
Kókosvitastykkin frá Crystal hef ég notað lengi og eru þau hrein vara úr fáum hráefnum og endingargóð. Hægt er að kaupa margar mismunandi tegundir en ég vel mér yfirleitt annaðhvort með lavender+rósmarín eða kókos+vanillu.
—
Örvarrót
Örvarrót er bindiefni notað í glútenlausum bakstri. Ég nota örvarrót ýmist í glútenlausan bakstur og kaupi þá nokkra poka í senn þar sem það endist lengi. Hér er t.d uppskrift af súkkulaði smákökum sem eru með örvarrót í. Mér hefur reynst vel að kaupa örvarrót frá Bob mills.
—
Myntur
Mér finnst gott að hafa myntur í verskinu mínu og þá finnst mér mynturnar sætaðar með Xylitol vera bestar. Mér hefur fundist erifitt að finna þær hérlendis og er ég hrifin af þessu merki Epic dental og Xlear.
–
—
Ég vona að þessi grein hafi verið gagnleg og gefið þér hugmyndir um spennandi nýjungar til að prófa.
Láttu svo endilega vita í spjallið að neðan, hefur þú pantað á iherb áður? Hvaða vörur finnst þér gott að panta?
Ef það eru einhverjar spurningar ekki hika þá við að senda hér í spjallið undir bloggið að auki.
Áður en þú ferð, vertu viss um að deila þessari færslu með vinkonu sem gæti haft gagn af.
Þú finnur okkur síðan á Instagram og Facebook fyrir fleiri ráð.

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
