Þegar ég kláraði nær 1 ½ kíló af kasjúhnetum á einu bretti
22nd April 2014Salt, sætt eða sterkt – Hvað er líkaminn að segja þér?
29th April 2014Þegar ég kláraði nær 1 ½ kíló af kasjúhnetum á einu bretti
22nd April 2014Salt, sætt eða sterkt – Hvað er líkaminn að segja þér?
29th April 2014Í dag langar okkur að deila með þér reynslu tveggja kvenna sem tóku þátt í síðustu sykuráskorun
Okkur finnst alltaf gaman að heyra frá þeim sem eru með okkur í þjálfun og áskorunum og fá að kynnast þeim aðeins betur og vonum við að þeirra sögur geti veitt þér innblástur og hvatningu að sleppa sykri með okkur í 21 dag!
Fyrst viljum við kynna fyrir ykkur Erin,
Erin býr í Kópavogi með fjögurra manna fjölskyldunni sinni og vinnur á skrifstofu.
Erin borðaði sykur á hverju degi áður en sykurlausa áskorunin hófst og talaði um að vera stöðugt að bæta á sig og ímynda sér að einn daginn myndi þetta bara hverfa.
„Ég hugsaði nokkur skipti að hætta borða sykur eða minnka við mig en það gerðist ekki. Það var mjög spennandi að vera með í áskoruninni. Það var hvorki auðvelt né erfitt. Það var auðvelt að halda mig fá sykri því ég var svo meðvituð um hvað ég var að borða.” sagði Erin við okkur aðspurð um hvernig upplifun hennar væri á sykuráskoruninni.
„Mér fannst best að vita að ég var ekki ein. Ég veit ekki hversu margir tóku þátt í þessu en mér leið eins og einhver væri að fylgjast með mér sem hafði löngun til að hjálpa mér. Það að vita að ég var ekki eini sykurholisti var hvetjandi.“ sagði Erin
Það er sannarlega markmið okkar hjá Lifðu Til Fulls og vorum við sáttar að heyra Erin segja þetta við okkur.
Erin missti tvö kíló á meðan áskorunin stóð yfir og eitt kiló í viðbót eftir að áskoruninni lauk.
Til hamingju Erin!!
Erin upplifði sig oft vera bólgin þegar hún neytti sykurs en minnkaði það verulega þegar hún hætti í sykrinum og finnst henni nú æðisleg tilfinning að líkaminn segir henni ef hún fær of mikinn sykur.
,,Maðurinn minn var ánægður að minnka við sykurinn og börnin kvörtuðu ekki. Ef ég gat gert þetta þá getur það hver sem er. Fyrstu þrír dagarnir geta verið erfiðir ef maður borðar sykur á hverjum degi en eftir það er það miklu auðveldara.”
Frábært að heyra Erin og takk fyrir að vera með í sykurleysinu, saga þín er hvetjandi!
Við heyrðum einnig í Svanbjörgu sem er 51 árs og býr á Eskifirði. Svanbjörg á þrjár dætur 15, 20 og 27 ára og tvö barnabörn og starfar sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu Alcoa Fjarðaáls.
Svanbjörg var farin að finna að hún þoldi illa sykur og tengdi hausverk við sælgætisátið og leitaðist við að borða hollt vegna þess áður en hún byrjaði í sykuráskorun með okkur
Hér er það sem hún hafði að segja um áskorunina.
„Það sem mér fannst best við áskorunina var kannski hvað þetta var gaman og lítið mál. Mér fannst tölvupóstarnir mjög skemmtilegir og hvetjandi og héldu mér vel við efnið. Það var skemmtilegt að prófa margar nýjar uppskriftir og fá góðar upplýsingar. Að lokinni tveggja vikna áskoruninni hélt ég áfram og sneiddi hjá viðbættum sykri samtals í 8 vikur eða fram að jólum. Mér leið almennt betur en áður og eftir á að hyggja held ég að ég hafi ekki fengið eitt einasta höfuðverkjakast þessar 8 vikur, en höfuðverkurinn lét fljótlega á sér kræla um jólin þegar ég fór að borða sætindi aftur.”
“Síðan í október hafa 5 kíló smám saman farið og eru ekki velkomin aftur 🙂 “ segir Svanbjörg
Til hamingju, meiriháttar ávinningur
Segir hún einnig að það er skemmtilegra að hreyfa og hún hefur gert meira af því – en þetta hangir auðvitað allt saman. Aukin orka var einnig einn af hennar ávinningum með því að taka þátt í sykuráskorun og kom það allri fjölskyldunni á óvart í hvaða matvælum sykur var falinn!
,,Þó ég hafi verið almennt borðað hollan mat þá hafði ég ekki áður gefið mér tíma til að skoða alltaf nákvæmlega hvað ég lét ofaní mig – þ.e hvort einhver viðbættur sykur væri í matnum. Mér finnst þetta frábært framtak hjá stelpunum í “Lifðu til fulls” – þær hafa sannarlega lagt sitt af mörkum til að vekja athygli á sykurneyslu þjóðarinnar. “ bætti Svanbjörg við undir lok viðtals.
Er þetta akkurat það sem við viljum hvetja þig að gera, skoða matinn og vera vör um hvað er í honum. Takk fyrir þetta Svanbjörg.
Sykurlausa áskorunin er enn í fullu fjöri og lýkur ekki fyrr en 8.febrúar enda nú í 21 dag svo farðu hér og skráðu þig núna ef þú hefur ekki gert það.
Við skráningu færðu uppskriftir og innkaupalista fyrir þá viku sem þú ert skráir þig í ásamt hollráðum, lista yfir falin nöfn sykurs og stuðning!
EF greinin veitti þér innblástur að sykurleysi eða þú þekkir einhvern sem hefði gagn af sykurleysinu máttu endilega deila með á Facebook og Instagram með #sykurlausaskorun
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi og Lifðu til fulls teymið
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!