Sykurleysið með mér, Sollu Eiríks, Tobbu og Guðrúnu Bergmann
13th January 2015Ertu 30 + og upplifir liðverki? lestu þetta…
3rd March 2015Sykurleysið með mér, Sollu Eiríks, Tobbu og Guðrúnu Bergmann
13th January 2015Ertu 30 + og upplifir liðverki? lestu þetta…
3rd March 2015Í dag langaði mig að deila með þér grein sem birtist í MAN tímaritinu í janúar, en þar fer ég yfir hvar sykurinn er falinn, hvernig við forðumst hann og margt fleira.
Hvernig finnum við sykurinn og hvernig sneiðum við hjá honum?
Vissir þú að Íslendingar eru stærstu neytendur sykurs meðal Norðurlandabúa?! Auk þess erum við á mörkum þess að neyta sama sykurmagns og Bandaríkjamenn að meðaltali á mann – það gerir 20 teskeiðar á dag, aðeins tveimur teskeiðum færra en Bandaríkjamenn. Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafa sem er stofnandi heilsumarkþjálfunarinnar Lifðu til fulls fræðir okkur um það hvernig má sneiða hjá hvítum sykri.
Sykur leynist víða og oft er erfitt að sneiða hjá honum þar sem hann ber ýmis önnur nöfn á innihaldslýsingum vara, nöfn sem ekki allir þekkja. Að sneiða hjá sykri algjörlega eða að einhverju leyti getur því vaxið mörgum í augum. Mikil umfjöllun um sykur og umbreytingu hans í frúktósa í líkamanum hefur átt sér stað á Íslandi undanfarið. Þá helst í því samhengi að sykur sé helsti orsakavaldur algengra heilsukvilla og þyngdaraukningar. Það er því ekki spurning að margir eru orðnir meðvitaðri um sykurneyslu sína og farnir að pæla meira í því hvenær eigi að neyta hans og í hvaða formi. Því auðvitað væri lífið leiðinlegt ef við fengjum aldrei að borða neitt sætt.
Hvítur sykur og áhrif hans
Hvítur sykur er upprunalega unninn úr plöntu sem heitir sykurreyr og er fjölær grastegund. Framleiðslan fer þannig fram að stönglar reyrsins eru skornir og pressaðir. Svo er safinn sem næst úr jurtinni látinn kristallast við uppgufun. Með þessu fæst hrásykur í þeirri mynd sem við þekkjum hann. Til að fá hvíta, fallega gljáann er sykurinn unninn enn frekar, t.d. með skilvindu, en með þessum aðferðum eru nánast öll næringarefnin tekin burt, og þannig fáum við hvíta sykurinn sem er algengastur í hinum vestrænu löndum. Flest okkar kannast við algeng áhrif sem sykur getur haft eins og hausverk, hitakóf, magaverki, óróleika í svefni og skapsveiflur. Sykur getur auk þess verið stór sökudólgur í síþreytu og orkuleysi ásamt því að orsaka þyngdaraukningu eða þyngdarstöðnun hjá mörgum.
Í heimildarmyndinni „Hungry for change” talar Jason Veili, sérfræðingur í fíkn um það hvernig sykur er fitugildra fyrir líkamann. Líkaminn vill nota fæðu til að hleypa orku út en þar sem sykur hvetur til meiri framleiðslu á insúlíni í líkamanum getur afleiðingin orðiðað geymsla á orku er umbreytt í fitu. Einnig kallar sykur strax á meiri sykur. Neysla á sykri getur því verið leiðinda vítahringur sem við komum okkur í, sérstaklega þegar við finnum fyrir þreytu, áreiti eða jafnvel sjálfsvorkunn.
Áhrif sykurs á langtímaheilsu
Fleiri rannsóknir sýna fram á skaðsemi sykurs á heilsu okkar til lengri tíma litið.
Rannsókn sem gerð var við Harvard School of Public Health sýndi fram á að neysla á sykruðum drykkjum eykur líkur á hjartasjúkdómum. Önnur rannsókn sem gerð var við Háskólann í Maryland, sýndi fram á að neysla sykurs getur haft áhrif á ónæmiskerfi líkamans og veikt varnir þess og þannig aukið hættu m.a. á krabbameini. Vart þarf að taka fram að sykurneysla gegnir lykilhlutverki í offitu og þá sérstaklega þegar börn venjast mikilli sykurneyslu frá unga aldri.
Langtímaneysla sykurs getur því:
Stöðvað eðlilegt þyngdartap og fitubrennslu líkamans
Aukið líkur á gigt og beinþynningu
Ýtt undir depurð og leiða
Aukið kandída svepp í líkamanum
Skaðað sjón og minni
Valdið þrálátum sveppasýkingum
Raskað ónæmiskerfinu
Ýtt undir háan blóðþrýsting
Valdið sykursýki 2
Mikilvægt er að vita hvar sykur er falinn
Fyrir nokkrum árum kom kona til mín í heilsumarkþjálfun. Margt í hennar heilsufari benti til að þess að gott væri fyrir hana að sleppa sykri. Við byrjuðum því á að bæta góðri fæðu sem vann gegn sykurlöngun við mataræði hennar. Hún fór strax að upplifa minni löngun í sykurinn og margir kvillar sem hún glímdi við, eins og t.d. bakflæði hurfu á braut. Hennar helsta markmið var að léttast og hafa orku til að eiga auðveldara með dagleg verk. Hún áttaði sig á því að sykur var ein helsta hindrun hennar á veginum og brá því illilega þegar við fórum yfir bætiefnin sem hún notaði og hún hafði keypt í heilsubúð þar sem eitt aðal innihaldsefnið var „Dextrose” sem er í raun falið nafn á sykri. Þessi saga sýnir okkur mikilvægi þess að vera vör um okkur og fylgjast með hvar sykur leynist, jafnvel í heilsuvörum. Þú þarft ekki að gerast „sykur-lögga” en það sakar ekki að hafa þessi nöfn bak við eyrað þegar velja á milli matvæla.
Algengar vörur sem innihalda leyndan sykur eru meðal annars orkudrykkir, próteinstangir og -duft, ávaxtaþykkni, salatsósur, mjólkurafurðir, tómatsósur og fitusnauðar vörur. Vert er að taka fram að samnefni sykurs geta verið tvö til þrjú í einni matvöru.
Algeng samnefni sykurs
cane sugar | malt syrup | golden sugar |
caramel | maltodextrin | golden syrup |
carob syrup | maltose | grape sugar |
corn syrup | mannitol | high-fructose corn syrup |
date sugar | molasses | honey |
dextran | rapadura | invert sugar |
dextrose | raw sugar | lactose |
diatase | refiner’s syrup | barley malt |
diastatic malt | sorbitol | beet sugar |
ethyl maltol | sorghum syrup | brown sugar |
fructose | sucrose | buttered syrup |
glucose | turbinado sugar | cane-juice crystals |
glucose solids | xylitol | fruit juice concentrate |
*Feitletruðu nöfnin eru þau algengustu hér á Íslandi
Ójafnvægi í næringu, rót sykurlöngunar
Lykillinn að því að stöðva sykurlöngun er að skilja rót löngunarinnar og hverju líkaminn er raunverulega að kalla eftir. Skortur á próteini, góðri fitu, líkamlegri áreynslu, og lykilvítamínum eins og magnesíum eða zinki eru algengir orsakavaldar sykurlöngunar. Vatnsskortur er einnig þar á meðal og jafnvel skortur á ást og umhyggju í lífinu.
Fimm einföld hollráð Júlíu til að sleppa sykri
- Bættu við ávöxtum og/eða grænmeti sem hafa náttúrulega sætu og trefjar. Epli, jarðarber, bananar, sætar kartöflur eða rófur eru góð dæmi um fæðu sem getur hjálpað við að svala sykurþörf.
- Gríptu 70-80% lífrænt súkkulaði í stað mjólkursúkkulaðis næst þegar sykurlöngun kemur upp. Algeng mýta er að súkkulaði sé slæmt en í raun er súkkulaði frábært ofurfæði og hjálpar líkamanum að melta betur það sem er neytt með því. Súkkulaði er einungis slæmt þegar við erum að tala um mjólkursúkkulaði stútfullt af sykri.
- Fáðu þér glas af vatni þegar sykurlöngun gerir vart við sig og athugaðu hvort löngunin minnkar ekki.
- Notaðu listann yfir algeng nöfn sykurs og forðastu matvæli og bætiefni sem innihalda sykur.
- Bættu avókadó eða kókosolíu út í boost drykkinn. Góð fita hjálpar til við að halda blóðsykursjafnvægi í líkamanum og eykur seddu.
Taktu sykur út með sykurlausri áskorun. Lifðu til fulls
Lifðu til fulls fer af stað í þriðja sinn með sína ókeypis 21 daga sykurlausu áskorun nú í janúar og leggur Júlía og Lifðu til fulls teymið nú aukna áherslu á að að gera hana enn flottari og með stuðningsríkari hætti. Áskorunin hefur fengið framúrskarandi undirtektir og frábær ummæli fyrir sínar „syndsamlega góðu uppskriftir.” Hafa þátttakendur upplifað vellíðan, losun sykurlöngunar og allt að 1-5 kílóum léttari líkama með áskoruninni.
Þátttaka í sykurlausu áskoruninni fæst með skráningu á heimasíðu þeirra, www.lifdutilfulls.is . Þátttakendur hennar fá sendar 5 gómsætar og girnilegar uppskriftir í hverri viku sem vinnur á rót sykurlöngunar, ásamt vikulegum innkaupalista og hollráðum til að losna við sykurlöngunina. Einnig er í boði stuðningur frá Lifðu til fulls teyminu þá daga sem áskorunin stendur.
Áskorunin er tilvalin fyrir alla meðlimi fjölskyldunnar ekki síður en einstaklinga enda leggur Lifðu til fulls áherslu á lífsstílsbreytingu sem smitar út frá sér.
Taktu áskorun með Lifðu til fulls og byrjaðu árið með stæl. Skráning er hafin á vefsíðunni www.lifdutilfulls.is.
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!