Hvað á að borða fyrir þyngdartap og orku? + uppskrift
Júlía Magnúsdóttir
Er fólkið í kringum þig að draga úr árangri þínum?
22nd September 2015
þyngdaraukning
Hætt að léttast og alltaf þreytt? Hér eru 4 ástæður…
6th October 2015
Júlía Magnúsdóttir
Er fólkið í kringum þig að draga úr árangri þínum?
22nd September 2015
þyngdaraukning
Hætt að léttast og alltaf þreytt? Hér eru 4 ástæður…
6th October 2015
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Hvað á að borða fyrir þyngdartap og orku? + uppskrift

þyngdartap uppskriftir

Ertu að klikka á grænu?

Eitt af því sem ég byrjaði að elska meira og meira þegar ég hóf lífsstílsbreytingu var allt þetta græna – því ég fann hvað það smurði líkama minn af ást (ef ég má taka svo til orða)!

Grænt salat eins og grænkál, klettasalat, spínat eða lambhaga salat er ein helsta fæðan sem hjálpar til við að hreinsa líkamann, styrkja þarmaflóruna, auka þyngdartap, byggja upp ónæmiskerfið, veita orku og draga fram þennan náttúrulega ljóma!

Grænu laufblöðin hjálpa að draga úr löngun í sykur, þar sem sykurlöngun er gjarnan afleiðing af ójafnvægi eða skorti á næringarefnum eins og m.a magnesíum, króm eða skorti á fitu eða próteini í mataræðinu.

Grænu laufblöðin innihalda prótein, fitu og einnig steinefni, járn, kalk, zink, magnesíum, og A,C,E vítamín sem gerir þau að sannkallaðri súperfæðu.

Með því að blanda grænum laufblöðum í blandara hjálpar það til við upptöku næringarefna án þess að líkaminn og meltingin þurfi að vinna mikið og því kemur hér ein uppskrift af orkugefandi og hreinsandi grænum boozt.

 

Hreinsandi grænn drykkur Júlíu – uppskriftir

 

þyngdartap

2 bollar vatn

2 góð Handfylli af blaðgrænu (spínat/lambhagasalat)

1/2 gúrka

2 sellerý stönglar

1 lífrænt epli

1 banani

2 msk sítrónusafi

Klakar (val)

Nokkrir dropar af stevia eða/og fersk mynta (Val)

1. Allt sett í blandarann. Má bæta við frosnu mangó eða berjum.

 

Að bæta við meira af grænu er eitt af fyrstu skrefunum í áhrifaríka hreinsun og að komast í form hratt á nátturulegan hátt. Hreinsun á ekki að vera kvöl og pína, hef ég fundið að hreinsun skilar skilvirkasta árangri bæði fyrir og eftir þegar hún er tekin með mat eins og í 5 daga matarhreinsun minni.

 Hér má einmitt sækja ókeypis 1 dags matseðil þar sem ég gef fleiri hreinsandi og saðsamar uppskriftir. Með skráningu getur þú einnig lært meira til um 5 daga matarhreinsun “5 dagar að flötum maga, meiri orku og 2 kílóum léttari líkama” og séð hverskonar árangur einstaklingar hafa náð með því.

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

5 Comments

  1. ingibjörg hreinsdóttir says:

    Ég er mjög spennt að byrja hjá ykkur, er þegar byrjuð að taka út sykur núna í janúar þannig að ég hlakka til að fá uppskriftir.

  2. Helga says:

    Takk fyrir frábærar ábendingar

  3. Vantar bara orku, ekki að léttast, takk.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *