Hollráð í lífsstílsbreytingu
23rd January 2013Jarðaberja og myntu límónaði
26th January 2013Hollráð í lífsstílsbreytingu
23rd January 2013Jarðaberja og myntu límónaði
26th January 2013Hollt heimagert brauð er dásemd. Þetta brauð er upprunalega fengið frá henni Sollu í Himneskri hollustu og er gjarnan borið fram á Gló. Upprunalega uppskriftinn að „Sollu brauðinu” er æði en fyrir minn líkama líður mér betra ef ég fæ mér minna eða ekkert af glúteni í fæðunni. Þar með breytti ég og bætti uppskriftina af mínum þörfum og úr varð ,,Júlíu brauð” ef svo má segja. Mér finnst þetta frábært millimál eða með góðri grænmetissúpu…
Heimagert brauð
Innihald:
1 dl graskersfræ
1 dl sólblómafræ
1 dl hörfræ
1 dl sesamfræ
3 dl spelt (fínt eða gróft)
2 dl quinoa flögur
2 msk vínsteinslyftiduft
salt eftir smekk
2 dl heitt vatn (ekki of heitt samt)
3 msk hunang eða agave
2-3 msk sítrónusafi
1. Sameinaðu þurrefninn og svo skalt þú setja restina saman við. Blanda vel saman. Bæta má við meira spelti ef deigið virðist vera mjög blautt.
2. Bakaðu við 180-200 gráður í 20 til 30 mín í ofninum.
Verði þér að góðu og njóttu þess að fá þér heimagert brauð
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!