Höldum holl og góð jól! Námskeið og uppskrift
sykurlaus jól námskeið
3 námskeið í desember
25th November 2016
Marsipan konfekt
Marsipan konfekt
5th December 2016
sykurlaus jól námskeið
3 námskeið í desember
25th November 2016
Marsipan konfekt
Marsipan konfekt
5th December 2016
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Höldum holl og góð jól! Námskeið og uppskrift

hráfæðisréttir á jólunum

shutterstock_506715919 copy (1)

Gleðilega aðventu!

Væri ekki æðislegt að fríska upp á jólamánuðinn með einföldum og hollum hátíðarmat sem bragðast ómótstæðilega?

Líf mitt gjörbreyttist þegar ég fór að bæta við meira af hráfæði í mataræði mitt. Ég átti auðveldara með að viðhalda orku yfir daginn og halda þyngdinni stöðugri. Ég hætti að finna fyrir jafn miklum þyngslum yfir jólin eins og vill gerast og fann algjöra breytingu á vellíðan þess í stað.

Eitt hef ég lært og það er að hráfæði þarf alls ekki að taka meiri tíma af okkur eða vera flókið! Eina sem þú þarft er góða skapið og blandarann!

Þar sem ég er nýorðin hráfæðiskokkur hef ég sett saman nýjan hátíðarmatseðil og held sérstakt jólanámskeið næstkomandi þriðjudag með blöndu af hráfæði og létt elduðum réttum! En mér þykir gott að blanda því saman, elduðu og hráfæði.

Smelltu hér til að koma á glænýtt jólanámskeið, næstkomandi þriðjudag á Gló Fákafeni!

Á námskeiðinu förum við yfir hin ýmsu ráð fyrir jólaboðin, hreinsun og hvað gott er að gera fyrir góða þarmaflóru og ljóma yfir hátíðirnar. Einnig förum við yfir glænýja fræðslu um vegan osta og snittumat! Þú vilt ekki missa af þessu. 

(Ath: Vegna anna verður þetta eina námskeiðið sinnar tegundar og er ekki á áætluninni að halda það aftur)

Þangað til datt mér í hug að deila með þér þessari ómótstæðilegu sætkartöflumús sem klikkar aldrei og er æðisleg bæði sem aðalréttur með allskyns gómsætum salötum eða sem meðlæti með öðru!

Einhverra hluta vegna fer ég í sérstakt skap fyrir grasker og sætar kartöflur þegar fer að kólna og er þessi sætkartöflumús þá í einstöku uppáhaldi. Ég nota lífræna kókosmjólk frá Coop sem fæst í Nettó og gerir sætkartöflumúsina sérlega rjómkennda og girnilega. Hún er svo toppuð með ristuðum pecanhentum sem gefur stökka áferð og falleg útlit þegar hún er borin fram.

Dásamleg sætkartöflumús með ristuðum pecanhnetum

1 meðalstór elduð sætkartafla, afhýdd

2-4 msk kókosmjólk eða meira eftir smekk

1 tsk kókosolía

1/4 tsk salt

Krydd ( 1/8 tsk kanill, 1/8 tsk engifer, 1/8 tsk múskat)

1 tsk hlynsíróp eða hrár kókospálmanektar eða notið 2-4 dropa stevia (val)

1/3 bolli pecanhnetur, muldar

1. Eldið sætu kartöflurnar með því að sjóða þær í 20-25 mín eða þar til auðvelt er að stinga gafli í gegnum þær. Leyfið að kólna örlítið.

2. Hitið ofn við 180 gráður. Smyrjið eldfast mót með kókosolíu.

3. Hrærið saman öll innihaldsefni fyrir utan pecanhnetur í hrærivél, blandara eða skál með handþeytara þar til silkimjúkt. Dreifið kartöflublöndunni jafnt yfir eldfast mótið. Bakið í 20 mín, takið út, stráið pecanhnetum yfir og bakið í 20 mín til viðbót eða þar til pecanhneturnar eru stökkar. Einnig má rista pecanhneturnar úr olífuolíu, salti og hlynsírópi til að hafa þær sérstaklega sætar.


Ég vona að þú prófir og njótir! Láttu vita í spjallinu hér að neðan. Ef þér líkar bloggið í dag endilega deildu jólagleðinni áfram á samfélagsmiðlum!

Veldu heilsusamlega kosti þessa viku, lífstíll þinn kemur skref fyrir skref svo gerðu þitt besta því þú átt það skilið! Hvað þykir þér gott að hafa sem er hollt og gott yfir hátíðarnar?

Ég vonast til að sjá þig næstkomandi þriðjudag á Jólanámskeiðinu þar sem við göldum fram einfalda og ljúffenga rétti með hátíðarbrag (og að sjálfsögðu smökkum á öllu!) ! Sjáðu fulla dagskrá námskeiða í desember hér neðar.

Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi

 

P.S.  Ég verð á Konukvöldi á Gló Fákafeni annað kvöld, fimmtudaginn 1. des. Það verða léttar veitingar, skemmtileg dagskrá og kostar ekkert inn! Endilega líttu við.

 

a18f74d3-a119-4905-890c-a63866c0e85f

Vegan- og hráfæðisréttir fyrir jólin – 6.des á Gló Fákafeni

Komdu á skemmtilegt matreiðslunámskeið þar sem ég kenni þér að útbúa einfalda og fljótlega vegan- og hráfæðisrétti sem eru upplagðir yfir hátíðhöldin. Við matreiðum dásamlegan jólamat sem styður við orku og vellíðan, og smökkum auðvitað af öllu. Námskeiðis þáttakendur fá sérstakan jólamatseðill sem þeir geta síðan nýtt sér áfram. Við tölum um vegan ostagerð, hollan snittumat og jólaboðin!

Smelltu hér til að tryggja þér stað á vegan og hráfæðisjólanámskeið 6.desember á Gló í fákafen.

Ath: Námskeiðið inniheldur nýjar uppskriftir og ef þú hefur komið á matreiðslunámskeið Júlíu áður er tilvalið að koma aftur.

9

Sykurlausir jóladesertar og konfekt – 8.des á Hótel Kea Akureyri
 
Eftir mikið af fyrirspurnum kem ég loksins til Akureyrar með sykurlausa námskeiðið sem slegið hefur í gegn, nú með glænýjum jólauppskriftum. Við töfrum fram dýrindis hrákökur og konfektmola og smökkum af öllu! Við tölum um hvernig hægt er að breyta hefðbundnum bakstursuppskriftum í hollari útgáfur og hvernig má gera hrákökur án hneta og fræja. Allar uppskriftirnar eru sykurlausar, dásamlegar og sektarlausar! 🙂

 

Sykurlausir jóladesertar og konfekt – 13.des á Gló Fákafeni
 
Sívinsæla sykurlausa námskeiðið nú með nýjum uppskriftum og jólaívafi. Við töfrum fram hrákökur og konfektmola og smökkum að sjálfsögðu af öllu! Við tölum um hvernig hægt er að breyta hefðbundnum bakstursuppskriftum í hollari útgáfur og hvernig má gera hrákökur án hneta og fræja. Allar uppskriftirnar eru sykurlausar, dásamlegar og sektarlausar! 🙂

Smelltu hér til að tryggja þér pláss, sætin eru fljót að fyllast og síðast var uppselt! Við bjóðum einnig upp á sérstakt tilboð ef bæði námskeiðin á Gló eru tekin saman.
 
Ath: Námskeiðið inniheldur nýjar uppskriftir og ef þú hefur komið á matreiðslunámskeið Júlíu áður er tilvalið að koma aftur.




Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *