Heimagert majónes sem klikkar ekki
Fræolíur: Hættan sem leynist í mataræðinu þínu
24th March 2025
Fræolíur: Hættan sem leynist í mataræðinu þínu
24th March 2025
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Heimagert majónes sem klikkar ekki

Við hjónin höfum nýlega tekið upp að gera okkar eigið majónes.

Maðurinn minn átti hugmyndina enda mikil majónes kall en vildi getað notið þess án sykurs og óæskilegra olía.

Við rannsökuðum nokkrar uppskriftir saman, prófuðum einhverjar sem okkur fannst misgóðar og enduðum á að útfæra eina sjálf sem ég deili með ykkur í dag. 

Heimagerða majónesið okkar er eitthvað sem við eigum alltaf til í ísskápnum. Það besta er að uppskriftin inniheldur aðeins 5 hráefni og tekur ekki nema 5 mínútur.

Majónesið inniheldur avókadó olíu. Avókadó olían er bólgueyðandi og styður við hjartaheilsu og er frábær fyrir húðina. Einnig er hún frekar hlutlaus á bragðið sem gerir hana sérstaklega hentuga í dressingar og allskyns matargerð.

Majónesið inniheldur að auki egg, dijon sinnep, salt og sítrónu. Einföld og þægileg hráefni sem eru til á flestum heimilum. Majónesið má svo nota sem grunn í frekari sósur og í matargerð.

Við mælum með að þú lesir vandlega yfir athugasemdirnar og aðferðina áður en þú byrjar á uppskriftinni, þar sem rétta framkvæmdin skiptir miklu máli fyrir áferðina ef henni er ekki fylgt nákvæmlega getur það haft áhrif á lokaútkomuna.

Lesa einnig:
“Sú ferska” – Samloka með kjúklingabaunasalati og spírum
Lax með ristuðum kókosflögum, kartöflum og aspas
Grillaður þorskur með granateplasalsa og hvítlaukssósu

Heimagert majónes

1 egg
1-2 tsk dijon sinnep
¼-½ fersk sítróna kreist
1 tsk salt 
200 ml avókadó olía

1. Byrjið á því að setja egg, dijon, sítrónu safa og salt í djúpa skál. Við notum skálina/glasið sem fylgdi töfrasprotanum okkar.

2. Hellið svo næst avókadó olíunni varlega yfir, gott er að halla skálinni svo olían renni hægt niður hliðarnar svo hún brjóti ekki yfirborðið á innihaldsefnunum sem eru komin fyrir í skálina. Þannig næst betri áferð á majónesinu eftir að búið er að hræra.

3. Setið töfrasprota neðst í skálina. Kveikið á sprotanu á lægstu stillingu, færið svo töfrasprotan hægt og bítandi ofar í glasinu til að blanda olíunni við. Þegar hráefnin eru byrjuð að blandast saman hækkið þá kraftinn á töfrasprotanum og hrærið öllu vel saman þar til áferðin er orðin þykk og góð. Þetta ferli tekur c.a 15-45 sekúndur. Varist að hræra ekki majonesið of mikið. Stoppið þegar ákjósanleg áferð hefur náðst.

4. Setjið majónesið í glerkrukku og geymið í kæli.

Athugsemdir:

  • Hægt er að breyta magni af dijon, sítrónu og salti eftir smekk. Persónulega finnst mér betra að hafa ½ sítrónu á móti 1 tsk dijon á meðan eiginmanni mínum finnst betra að hafa ¼ sítrónu og 2 tsk dijon. 
  • Majónesið geymist í kæli í 1-2 vikur. Einnig má frysta majónesið.
  • Hægt er að nota kaldpressaða olífuolíu í majónesið en okkur hjónunum þótti það ekki eins braðgóður kostur. En það er smekksatriði.
  • Ef áferðin er of sósukennd þá er hægt að setja aðeins meira dijon út í. En ef allt heppnast vel þá á áferðin að vera eins og á majónesi út úr búð. Yfirleitt stafar sósukennd áferð af því að olíunni var ekki bætt nógu varlega við hin innihaldsefnin áður en hrært var.
  • Við hjónin fjárfestum í góðum töfrasprota fyrst og fremst fyrir majónes gerðina, eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir í blandara, og mæli ég hiklaust með töfrasprota fyrir bestu áferðina. Ef þú prófar að nota blandara þá máttu endilega láta vita hvernig gekk í athugasemdum hér á blogginu, það væri forvitnilegt að heyra. Það ætti ekki að vera ógerlegt þrátt fyrir að töfrasprotinn sé hentugri tól í majónesgerðina.

Ef þú prófar þessa uppskrift ekki gleyma að tagga okkur á instagram og kommenta hér í spjallinu hvernig smakkast. Það er alltaf gaman að heyra frá ykkur og sjá ykkar útfærslur.

Þekkir þú einhvern sem elskar majónes? Sendu þeim þessa uppskrift og deildu heilsunni áfram.

Við sjáumst svo á Instagram og Facebook fyrir fleiri ráð, uppskrifitr og innblástur.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *