Heilræði og gómsæt uppskrift
Freistingar mataræði
6 leiðir til að segja nei við matarpressu!
10th December 2013
Nýtt ár og nýtt fjarnámskeið!
7th January 2014
Freistingar mataræði
6 leiðir til að segja nei við matarpressu!
10th December 2013
Nýtt ár og nýtt fjarnámskeið!
7th January 2014
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Heilræði og gómsæt uppskrift

gómsæt uppskrift

4 heilræði fyrir jólin og gómsæt uppskrift!

Náðu tökum á streitu og stjórnaðu þynd þinni yfir jólin!

Hefur þú tekið eftir því að þegar það er mikið að gera átt þú auðvelt með að freistast í konfektmola og smákökurnar?

Og hverjar eru afleiðingarnar af því? Jú einmitt, meiri insúlín framleiðsla, meiri löngun í sykur og meiri fitumyndun.

Svo þá kemur stóra spurningin; hvernig átt þú að fara að án þess að þyngjast þessi jól?

Við flest höfum nóg að gera og mikil spenna og streita er oft í loftinu!

Þegar taugarnar eru útþandar af stressi yfir því að ljúka öllu fyrir jól, skreyta heimilið, kaupa allar gjafirnar, þrífa og skipuleggja jólaboð getur verið ansi freistandi að klára úr konfektskálinni til þess að forðast þessar óþægilegu ókláruðu kringumstæður eða til að grípa auka “orku”.

Streita í líkamanum getur minnkað upptöku næringarefna, bætt á þig kílóum og dregið frá þér dýrmæta jóla-orku og ollið því að þú borðar meira!

Svo við getum við sammála að streita er sökudólgur margs og hefur þú eflaust fundið fyrir áhrifum streitu þegar það kemur að matarlöngunum!

Útrýmdu streitu og sykurlöngunum með þessum hollráðum hér að neðan svo þú getir notið þín betur og stjórnað þyngdinni um leið þessi jólin.

 

1. Andaðu

Mitt fyrsta hollráð til þín er einfalt og það er að ANDA!

Taktu þér 30 sek pásu frá því sem þú ert að gera þegar þú finnur fyrir því að þú eigir allt óklárað og andaðu 4 góða og djúpa andardrætti með því að draga andann djúpt inn um nasirnar og út um munninn!

Sjáðu nú hvernig þér líður og taktu skynsamlegri ákvörðun um hvort þú sért virkilega að sækja í sykur eða bara að upplifa streitu.

 

2. Minnkaðu kröfurnar sem þú setur til þín

stressed-christmas-hostess

Þetta er stórt atriði hjá okkur konum, við ætlumst alls til af okkur og setjum margt á checklistann okkar sem við verðum að klára.

Spurðu sjálfa þig; hvað er það versta sem myndi gerast ef jólaþrifin væru ekki fullkomlega búin?

Eða hvað þá með allan jólabaksturinn? Hvað er það versta sem myndi gerast ef þú værir ekki með allar sortirnar í ár?

Með því að minnka kröfur sem þú setur á þig myndast meiri tími sem þú hefur fyrir sjálfa þig og þú getur stundað hreyfingu, hugsað betur um mataræði þitt eða farið í eitthvað dekur.

Þú getur stórlega minnkað löngun þína í óþarfa sykur og gætt hófs þess í stað með minni streitu.

 

3. Drekktu vatn

Fyrir hverja smáköku eða mola sem þig langar í, fáðu þér stórt glas af vatni áður og sjáðu þá hvernig þér líður eftirá.

Þó svo að þú sért að fá molann ertu vel nærð af vatni en eflaust hefur þú platað sjálfa þig í gegnum tíðina með hversu marga mola þú færð þér í raun og veru.

 

4. Ekki missa úr máli

Ekki sleppa hádegismat því það er svo mikið að gera og sætta þig við kaffi og smákökur, þú munt bara enda á því að borða stærri kvöldverð og jafnvel súkkulaði eftir á.

Haltu líkama þínum í jafnvægi með því að halda honum vel nærðum og um leið stuðla að betri jafnvægi í matarlöngunum og minni streitu!

Með því að huga vel að öndun, næra líkamann með vatni og góðri fæðu, og minnka kröfurnar sem þú setur til þín ert þú með ávísun upp á að njóta jólanna betur í ár og um leið taka skynsamlegri ákvarðanir um hvað þú setur ofan í þig.

 

Mig langar að heyra frá þér!

Hvað af þessum hollráðum talaði mest til þín og þú ætlar hiklaust nota þessi jól? Og hvað hefur þú gert til þess að ná tökum á streitu og þyngd þinni yfir jólin?

Segðu mér frá því hér að neðan og köfum dýpra!

Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi

 

Gómsæt uppskrift

Sást þú þessar?

Sektarlausu Súkkulaðibitakökur mínar ~ birt á Jólavef Vísir í gær!

Þessar eru virkilega það góðar að þú trúir varla að séu hollar, sjáðu fulla grein hér á Vísir!

 http://visir.is/hollar-og-saetar/article/2013712169947

1 bolli glútenlausir hafrar, malaðir
1 1/4 bolli möndlumjöl
1/2 tsk. matarsódi
1/2 tsk. vínsteinslyftiduft
1/2 tsk. salt
1/2 bolli ólífuolía
1/2 bolli hunang (má einnig nota hunang og agave/hlynsíróp til helminga) 
1 tsk. vanilludropar
1/2 bolli lífrænt 70% súkkulaði eða dekkra

Fyrir fulla umfjöllun og uppskrift sjá meira hér = http://visir.is/hollar-og-saetar/article/2013712169947

 

 

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *