Hvað á að borða fyrir þyngdartap og orku? + uppskrift
29th September 20155 ástæður fyrir að vera EKKI með í Nýtt líf og Ný þú
13th October 2015Hvað á að borða fyrir þyngdartap og orku? + uppskrift
29th September 20155 ástæður fyrir að vera EKKI með í Nýtt líf og Ný þú
13th October 2015Yfir síðustu daga hef ég talað við konur sem eru skráðar í Nýtt líf og Ný þú þjálfun (sem hefst eftir viku).
Tala þessar konur um að finna sig algjörlega strand og fastar í vítahring þreytu og aukakílóa og vita ekki hvernig þær eiga að koma sér úr því… Þær ætla að byrja á morgun… En byrja svo ekki og eru ekki vissar hvað þær eiga að gera fyrir sig..
Er það eitthvað sem þú kannast við?
Ef svo er þá vil ég segja þér frá 4 algengum ástæðum þess að við léttumst ekki og erum stöðugt orkulaus í von um að stytta ferðalag þitt að meiri orku og sátt í þínu skinni.
Þetta eru einmitt þeir hlutir sem héldu mér orkulausri, í basli við aukakíló og rugluðu alla eðlilega hormóna starfsemi líkamans sem olli frekari heilsukvillum (þar sem hormón eru stærsti áhrifavaldur heilsu okkar og þyngdartaps!).
4 hlutir sem halda þyngd og orkuleysi í stað
1. Að borða fæðu sem heldur kílóum í stað og ýtir undir orkuleysi og verki
Vissir þú að allt að 75% manna eru með fæðuóþol- eða viðkvæmni án þess að vita af því?
Þetta sýnir rannsókn frá Dr. Natasha McBride og Dr. Mercola. Einnig hefur Dr. Mark Hyman (höfundur The Ultra Mind Solution) fundið tengsl á milli líkamskvilla og andlegrar depurðar og óþekkts fæðuóþols.
Það sem ég hef séð eftir að hafa unnið með yfir hunduði kvenna er að líkaminn okkar breytist og þær fæðutegundir sem þú neyttir þegar þú varst yngri eru ekki endilega þær fæðutegundir sem eru að gera þér gott í dag!
Því það sem svo mörgum okkar yfirsést er að fæðuóþol getur komið fram með tímanum og árunum (samkv. Doktor Elizabeth W. B Pharm).
Á meðan fæðuofnæmi sýnir okkur einkennin strax eftir neyslu þá geta einkenni fæðuóþols oft verið undirliggjandi og með tímanum valdið ójafnvægi í líkamanum eins og þyngdaraukningu, orkuleysi og liðverkjum.
Ef þetta ert þú þá gætir þú upplifað:
Reglulega uppþembu, vindgang, niðurgang, harðlífi, stöðuga svengd, orkuleysi, líkamskvilla, astma, exemi, höfuðverk, þyngdaraukningu, þyngdarstöðnun, verki í vöðvum og liðum, og þróttleysi.
Eitthvað sem þú gerir með Nýtt líf og Ný þú þjálfun er að finna þær fæðutegundir sem valda ójafnvægi í líkama þínum, orsaka orkuleysi, þyngdaraukningu, heilsukvillum o.s.frv. svo þú getir í staðinn öðlast bata með því að eiga við rótina og skapað þér lífsstíl sem þú viðheldur.
2. Að elda einhæft og sérfæði
Þyngdartap snýst EKKI um einhæfa fæðu, TAKMARKAÐ fæðuval eða KVÖL.
Bæði getur einhæf fæða skapað fordóma og sérfæði orðið gríðarlega tímafrekt.
Segjum að þú ákveðir að borða máltíð sem er með jafnvægi af kolvetnum, próteinum og fitu. Við það hækkar dópamín stig í líkamanum og vellíðunar tilfinningin rís.
Ef þú neytir sömu máltíðar síðan aftur og aftur, marga daga í röð mun dópamín stigið hækka minna og minna, og endanlega fara hverfandi.
Heilinn tekur sérstaklega eftir nýjum og spennandi fæðutegundum og mismunandi brögðum.
Hann þróaðist á þann hátt í fyrsta lagi til þess að finna fæðu sem hefur úldnað og í öðru lagi vegna þess að því fjörbreyttari mat sem við borðum því líklegri erum við til þess að fá öll þau næringarefni sem við þurfum (samkvæmt Dr. Nicole Avena höfundur bókar “Af hverju megrunarkúrinn virkar ekki”).
Til að halda þessu gangandi þurfum við stöðugt að borða fjölbreyttan mat
Góðu fréttirnar eru þær að það er hægt að upplifa þyngdartap, orku og vellíðan með spennandi nýjum fæðukostum sem gefa þér vellíðan og ánægju og seddu, eitthvað sem við gerum í Nýtt líf og Ný þú þjálfun.
Með þeirri þjálfun byrjar þú 3ja vikna matarhreinsun, sem hefur verið “bragðprófaður” á yfir hundruðum fjölskyldna og er eldamennska aðeins 30-60 mín með frágangi. Skapaðu fjölbreyttan lífsstíl sem virkar fyrir þig hér.
3. Uppsöfnuð eiturefni
Líkaminn vill vera í sínu besta ástandi, en oft þegar líkami okkar er fullur af eiturefnum frá óæskilegri fæðu, streitu, lífsstíl, umhverfi eða ekki nægri hreyfingu getur það valdið því að þyngd haldist í stað, verkir blossa upp og við finnum okkur síþreytt.
Ef þetta ert þú þá gætir þú upplifað:
Orkuleysi, líkamskvilla, astma, exemi, höfuðverk, þyngdaraukning, þyngdarstöðnun, verki í vöðvum og liðum, pirring, andlegri depurð, hreyfileysi.
Við það að hreinsa líkamann nær hann að koma sér í sitt æskilega ástand og því algengur fylgifiskur að margir upplifa að sykurlöngun hverfur, þyngdin fer niður á við, við getum upplifað mikla orku og heilsa okkar bættist til muna.
Bragðlaukar geta einnig breyst og við farið að njóta bæði sætu og seddu frá náttúrulegri fæðu sem við gerðum ekki áður. Hreinsun á að vera ánægjuleg, engin kvöl né svelt. Og er matarhreinsun gerð á áhrifaríkan hátt og setur grunninn að Nýju lífi og Nýjum líkama í Nýtt líf og Ný þú þjálfun. Geturðu farið hér til þess að læra meira.
4. Að velja skammtímalausn í stað lífsstíls breytingu
77% þeirra sem hefja megrunarkúr þyngjast aftur eftir fyrstu vikuna og 33-66% sem fara í megrunarkúr enda með því að þyngjast um meira en áður en þau byrjuðu megrunarkúrinn
Bendir önnur rannsókn við Yale háskóla að þetta hlutfall sé hærra og að 95% þeirra sem fara í megrun enda á því að þyngjast aftur um þessi fyrr nefndu kíló innan nokkurra mánaða.
Flest okkar kannast við að prófa kúr, léttast og síðan enda á því að þyngdast aftur um þau kíló ef ekki fleiri.
En vissir þú að því oftar sem þú ferð í megrun því meiri verður fitusöfnunin í líkamanum hverju sinni!
Þetta komst Dr Keith Ayodd læknir frá Einstein College of Medicine að og talar um að við þetta geti streita myndast í lifur sem veldur fitusöfnun og hefur einnig slæm áhrif á teygjanleika húðar og slagæða- og stoðkerfi líkamans.
Þessi rokkandi þyngd getur verið sérstaklega hættuleg fyrir okkur konur og hefur hún áhrif á ónæmiskerfið og hversu vel búinn líkaminn er gegn veikindum, jafnvel alvarlegum sjúkdómum.
Því þarf að finna hvað gefur okkur árangur ekki bara í dag, heldur áfram út lífið, þá sem við erum sátt með og gefur okkur jafnvægi.
Eru skrefin í þjálfun þau sem hafa komið mér og yfir hundruðum öðrum að óskaþyngdinni, FULLT af orku, hreysti og vellíðan
Svo þegar ég segi að ég skapaði Nýtt líf og Ný þú þjálfun til þess að sýna þér leiðina að því hvað getur virkað fyrir þig – þá meina ég hvert orð.
Ég trúi að þér er ætlað að lifa fulla af orku, laus við leiðinda kílóin sem eru fyrir þér og þar sem þú ert frjáls að fara upp fjöll og firnindi án þess að verkja í skrokkinn —- þar sem þú ert lífsglöð og sátt! (hefjum við þjálfun ekki aftur fyrr en eftir ár, svo ef þú finnur ég tala til þín hvet ég þig að koma hér yfir og læra meira)
Ef þú kannast við eitthvað af þessum atriðum og finnst þú vera tilbúin að segja bless við megrunarkúrinn og aukakílóin fyrir fullt og allt geturðu sótt ókeypis myndbönd með hollráðum og lært meira Nýtt líf og Ný þú þjálfun hér.
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!