
Orkugefandi og fljótlegur kínóagrautur!
17th March 2025
Heimagert majónes sem klikkar ekki
31st March 2025
Orkugefandi og fljótlegur kínóagrautur!
17th March 2025
Heimagert majónes sem klikkar ekki
31st March 2025Umræðan um fræolíur eða ,,seed oils” hefur tekið samfélagsmiðlum með stormi. En hvað eru þessar svokölluðu “seed oils”, afhverju ættum við að forðast þær og hvað ættum við að nota í staðinn?
Þetta er eitthvað sem ég mun kafa dýpra í greininni í dag.
–

–
Hvað eru fræolíur?
Fræolíur eru olíur sem eru unnar úr fræjum plantna. Þær eru ódýrar í framleiðslu og því gjarnan notaðar til steikingar á skyndibita og settar í matvæli. Listinn yfir fræolíur í matvælum er nær óendanlegur en þær eru helst að finna í majonesi, sósum, dressingum, jurtarjóma, ís, ásamt flestum innpökkuðum mat eins og snakk, brauð, kex.
Fræolíur samanstanda að allt að 30% daglegra kaloríuinntaka okkar í dag.
–
Hvað er málið með fræolíur?
Dr. Cate Shanahan lífefnafræðingur og læknir er einn af leiðandi talskona þessara umræðu. Cate hefur einmitt nýlega gefið út bókina Dark Calories sem fjallar um skaðlega áhrif fræolía.
Cate hóf rannsóknarvinnu sína um fræolíur, í leit að því að getað svarað betur fyrir hver orsökin væri á bak við heilsubresti og sjúkdóma sjúklinga sinna. Á þeim tíma var mikið verið að tala um í læknisfræði hvernig ferli sem heitir oxunarálag sé helsta orsök margra heilsubresta og sjúkdóm, en þó óþekkt hvert nákvæmlega gæti ollið því.
Cate komst þá að því að fræolíur, þegar þær eru eldaðar við háan hita, valda akkúrat þessu oxunarálagi. Þetta oxunarálag hefur áhrif á frumur okkar, þar sem það skemmir frumuhimnur, eykur bólgur, stuðlar að hraðari öldrun og gerir okkur háð sykri. Langvarandi oxunarálag getur einnig aukið hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og öðrum sjúkdómum. Sjálfsagt er fleira sem getur valdið oxunarálagi, en inntaka á fræolíum eru eitthvað sem við ættum öll vissulega að vera meðvituð um ef við viljum styðja við heilsu okkar og langlíf.
–
Lesa einnig:
iHerb heilsukarfan mín
Meltingargerlar sem hjálpa við bólgum og hægðatregðu
11 ráð fyrir holl og ódýr matarinnkaup
–
Hvaða fræolíur ættum við að forðast?
Hér koma þær fræolíur sem eru hvað skaðlegastar heilsunni að sögn Cate. Mikilvægt er að kanna hvort séu í matvælum okkar, svo hægt sé að forðast þær.
Hafið í huga að uppruni og vinnsluferli olíunnar skiptir gríðarlegu máli og gæti vel verið að hægt sé að finna einhverjar af þessum olíum lífrænar og kaldpressaðar, ekki hitaðar við of háan hita sem myndar oxunarálagið. Ef þessi olía er þó í þessum algengu matvæli sem við finnum útí búð er líklegt að slíkt um ræðir.
–
- Canola oil (Rapsolía)
- Corn oil (Maís olía)
- Cotton seed oil (Bómullarfræsolía)
- Soy (Soja)
- Sunflower oil (Sólblómaolía)
- Safflower oil (Safírolía)
- Rice bran oil (Hrísgrjónaklíðolía)
- Grapeseed oil (Þrúgukjarnaolía)
- Peanut oil (Hnetuolía)
–
–
Hvaða olíur ættum við þá að velja?
Hér koma þær olíur sem eru betri kostur fyrir heilsuna. Olíurnar sem eru náttúrulega mettaðar fitur sem haldast nokkuð stöðugar við hitun og oxiderast þá ekki auðveldlega.
Allar olíur sem ég persónulega á alltaf til heima og nota mikið. Veljið ávallt olíurnar úr dökkri glerflösku til að tryggja gæði. Kókosolían er undanskilin og fæst í venjulegum glerkrukkum.
–
Kaldpressuð ólífuolía
Kaldpressuð ólífuolía ætti að vera á hverju heimili enda fullkomin í eldamennskuna, t.d yfir salöt, í dressingar eða til þess að létt steikja. Ekki er ráðlagt að hita ólífuolíu við mjög mikin hita þar sem hún hefur ekki eins hátt hitaþol og t.d kókos- eða avokadó olían. Olífuolían er rík af andoxunarefnum, sem hjálpa til við að berjast gegn skemmdum sem oxun getur valdið ásamt því að draga úr bólgum.
–
Kókosolía
Kókosolía hefur sérstaklega hátt hitaþol og því góð til eldunar eða steikingar. Einnig má bræða kókosolíuna og setja útí búst eða nota í hrákökur. Auk þess hefur Kókosolían eiginleika sem stuðla að betri meltingu og ónæmiskerfi.
–
Avókadóolía
Avokadóolía hefur að auki hátt hitaþol og því kjörin í eldamennsku eða til steikingar. Olían er fljótandi og nokkuð hlutlaust á bragðið og góður grunnur í dressingar.. Avocadóolían er einnig rík anoxunarefna sem getur hjálpað til að draga úr bólgum og varið frumur gegn skemmdum.
–
Smjör og Ghee
Gamla mýtan um að smjör er óhollt fyrir okkur hefur löngu verið afsannað. Gamla góða íslenska smjörið er í raun kjörin til eldamennsku enda höfum við aðgengi að einu hreinasta smjöri sem völ er á. Passið ykkur þó á því að smjör mun brenna við of háan hita og því gæti ghee verið betri kosturinn. Ef þú þekkir ekki ghee, þá er það í raun hreinsað smjör eða á ensku Clarified butter. Hægt er að kaupa Ghee eða útbúa það sjálf.
Ef þið hafið áhuga á að fá uppskrift af ghee hjá mér, látið vita í spjallið að neðan og ég get haft það í huga fyrir heimasíðuna.
–
–
Til að taka saman
- Fræolíur valda oxunarálagi í líkamanum sem er talin einn helsta orsök sjúkdóma í dag.
- Lesum á bak við umbúðir matvæla okkar til þess að átta okkur á því hvort um ræðir óæskilegar olíur.
- Forðumst olíurnar níu sem eru:. Corn, Canola, Cotton, Soy, Sunflower, Safflower, Rice bran, Grapeseed, Peanut (íslensku nöfnin eru að ofan í þessari grein)
- Veljum frekar betri olíur sem eru: kaldpressuð ólífuolía, kókosolía, avókadó olía og smjör eða ghee.
–
Ég veit það að það getur reynst yfirþyrmandi að taka þetta skref að taka út fræolíur í mataræðinu, maður hugsar ef til vill með sér ,,hvað á ég þá að kaupa og borða?”
Íslendingar eru einnig oft mjög hrifin af sósunum sínum, sem því miður (sem spolier alert) innihalda nær allar fræolíur! Einnig má hafa í huga að margar vegan afurðir eru fullar af fræolíum sem gerir þær ekki endilega hollan kost.
Ég fór sjálf í gegnum þetta ferli að skipta út og mun í næstu fréttabréfum deila með uppskrift af heimagerðu majónesi (kærkomin grunnur í sósur) og heimagerður fetaostur! Það kom mér sérstaklega á óvart hvað það er auðvelt að útbúa sitt eigið, það er bara að koma þessu í rútínuna hjá þér. Verið viss um að vera á póstlista okkar með því að skrá þig hér til þess að fá fyrstu fréttir þegar þær uppskriftir koma.
–
Taktu næsta skrefið
Ef þú vilt síðan fá enn frekari handleiðslu í að taka mataræðið og heilsuna í gegn mæli ég með að kynna þér áskrift okkar. Þar erum við búin að skoða bakvið innihaldslýsinga matvæla fyrir þig og segjum þér hvernig best er að fara að. Færðu einfalt matarplan í hverri viku með nýjum uppskriftum sem styðja við orku og ljóma ásamt innkaupalista, fræðslu og hugarvinnu.
Smelltu hér til að fá kynna þér áskriftina
–
—
Mig langar að heyra frá þér, Hefur þú heyrt um þessa umfjöllun um fræolíur? Eru margar vörur sem þú ert að neyta í dag sem innihalda fræolíur?
Skrifaðu mér hér neðst í bloggið og köfum dýpra.
Til þess að hjálpa okkur að skrifa greinar til þín, deildu þessari grein með öðrum og sendu jafnvel á nokkra vini sem þú veist að geta hagnast af.

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
