Járnskortur og þreyta
16th September 2024Dásamlegt jarðarbrauð
7th October 2024Járnskortur og þreyta
16th September 2024Dásamlegt jarðarbrauð
7th October 2024Hummus hefur lengi verið einn af uppáhalds valkostum mínum þegar kemur að hollum og næringarríkum millimálum eða sem ídýfu. Það er svo auðvelt að leika sér með mismunandi hráefni til að búa til skemmtilegar útfærslur af hummus.
Hér eru tvær uppáhalds hummus uppskriftir mínar sem eru bæði litríkar, bragðgóðar og fullar af góðum næringarefnum
–
–
Eins og ég nefni hér að ofan er ég með næringarrík hráefni í forgrunni í þessum uppskriftum sem og öllum öðrum. Spíraðar baunir og kjúklingabaunir eru prótein- og trefjaríkar, sem stuðla að góðri meltingu og jafnvægi blóðsykurs. Rauðrófur gefa fallegan lit og bólgueyðandi eiginleika, á meðan basilíka og kóríander bæta bragð og andoxunarvirkni. Tahini og olíur bæta við hollri fitu, sem gerir hummusinn bæði kremkenndan og næringarríkan.
–
Lesa einnig:
Grillaður þorskur með granateplasalsa og hvítlaukssósu
Vegan burger með “kokteilsósu” og sætkartöflufrönskum
Lax með ristuðum kókosflögum, kartöflum og aspas
–
–
–
Grænn basil hummus
1 bolli spíruð baunablanda eða kjúklingabaunir í dós (ég nota próteinspríur í svörtu íláti í grænmetiskæli)
2 msk tahini
5-6 msk ólífuolía
3 msk sítrónusafi eða meira
3 góðar lúkur fersk basilíka
pipar og salt
3-4 hvítlauksgeirar
–
Setjið baunirnar í matvinnsluvél, bætið síðan öðrum hráefnum út í og hrærið vel.
Geymist í kæli í allt að 5 daga.
–
–
Bleikur kryddjurta hummus
1 stór rauðrófa elduð (t.d. lífrænar rauðrófur í innsigluðum umbúðum ef við nennum ekki að elda sjálf)
1/2 bolli spíraðar baunir eða kjúklingabaunir í dós
3 msk sólblómaolía (eða ólífuolía)
2 msk tahini eða eftir þörf
3 msk sítrónusafi eða meira
2 góðar lúkur ferskt kóríander
2 góðar lúkur fersk basilíka
salt og pipar eftir smekk
–
1. Setjið rauðrófu í blandara og maukið. Bætið öðrum innihaldsefnum út í og blandið vel.
Geymist í allt að 5 daga í kæli.
–
Hummus er fjölhæfur og hægt að njóta hans á marga vegu – sem ídýfu með grænmeti eða kexi, eða sem álegg á brauð. Hann er fullkominn fyrir bíókvöldið, matarboðið eða ostabakkann. Prófaðu þessar uppskriftir til að bæta ferskleika og lit á matarborðið!
Mundu svo að fylgja okkur á Instagram og Facebook til að fá innblástur af bættum lífsstíl og fleiri girnilegum uppskriftum.
Heilsa og hamingja,
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!