Dásamlegt jarðarbrauð
Einfaldur hummus á tvenna vegu
30th September 2024
Gjöf til þín – Vikuplan úr áskriftinni
15th October 2024
Einfaldur hummus á tvenna vegu
30th September 2024
Gjöf til þín – Vikuplan úr áskriftinni
15th October 2024
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Dásamlegt jarðarbrauð

Þetta heimagerð jarðarbrauð hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér þegar kemur að næringarríkum og hollari valkost fyrir brauð.  Það er einnig einfalt að breyta og bæta uppskriftina með mismunandi hnetum, fræjum eða jafnvel rifnu grænmeti til að fá skemmtilegar útfærslur. 


Þessi uppskrift er stútfull af trefjum og hollum fitum, sem bæði eru góðar fyrir meltinguna og gefa frábæra orku yfir daginn. Hægt að nýta sem gott millimál með hollu áleggi eins og t.d. með þessum hummus uppskriftum sem ég deili
með ykkur í síðustu viku, smelltu hér fyrir uppskrift.

Lesa einnig:
Súkkulaði brownies með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa
Orkustangir með appelsínusúkkulaði og pistasíuhnetum
Súkkulaðikúlur á innan við 4 mínútum


Dásamlegt jarðarbrauð


2 msk psyllium husk duft + 1 1/2 bolli/350 ml vatn + 1 tsk chiafræ

1 bolli möndlur eða möndlumjöl

1/2 bolli sesamfræ

1/2 bolli sólblómafræ

1/2 bolli hörfræ

1/2 bolli graskersfræ

1-2 tsk sjávarsalt 

50 ml brædd kaldpressuð kókosolía

handfylli döðlur eða rúsínur (val, en mjög gott)

1. Hitið ofninn í 175°C.

2. Blandið psyllium husk dufti og vatni saman í skál og látið standa í 5 mínútur, eða þar til þetta lítur út eins og hlaup eða þykkt gel. 

3. Á meðan má vigta hneturnar og fræin, setja það í matvinnsluvélina og ýta á pulse-takkann nokkrum sinnum, ekki mala þetta heldur bara saxa gróft. Setjið í skál, bætið við saltinu og olíunni og hrærið. Bætið síðan við gelinu og blandið öllu vel saman með höndunum.

4. Setjið deigið í brauðform og geymið við stofuhita í 2 klst, eða jafnvel heilan dag eða nótt. 

5. Setjið brauðið í forminu inn í miðjan ofninn og bakið í 20 mínútur. Hvolfið síðan brauðinu á plötuna og bakið í aðrar 35-45 mínútur. Brauðið er tilbúið þegar hljómar eins og það sé holt að innan þegar slegið er í það. Látið kólna alveg áður en það er sneitt (erfitt að bíða en mjög mikilvægt). Ef þið ákveðið að búa til bollur, setjið þá deigið í 12 muffins form og bakið í 45-50 mínútur.

Geymist í viskustykki í ísskápnum í allt að viku, geymist líka vel í frosti. 

Gerir 1 brauð eða 12 bollur.

Athugasemd: Hægt er að nota hvaða fræ og hvaða hnetur sem er í þessa uppskrift eða einungis fræ. Einnig má nota hafra í staðinn fyrir möndlurnar og vinna þá í blandara þar til þeir eru eins og hveiti en mér þykir best að nota möndlumjölið. Psyllium husk duft er nauðsynlegt í þessa uppskrift, ef heil psyllium husk fræ eru fáanleg æti verið þess virði að gera þau að fínu dufti.  Brauðið er einnig rosalega gott ef bætt er við rifnu grænmeti, t.d. gulrótum, kúrbít og eplum.

Mundu svo að fylgja okkur á Instagram og Facebook til að fá innblástur af bættum lífsstíl og fleiri girnilegum uppskriftum.

Heilsa og hamingja, 

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *