Bókin á leið í búðir og útgáfuboðið mitt!
Að elska sjálfa þig!
30th August 2016
glúteinfrí uppskriftir uppskriftabók
Spurt og svarað um Lifðu til fulls uppskriftabókina
12th September 2016
Að elska sjálfa þig!
30th August 2016
glúteinfrí uppskriftir uppskriftabók
Spurt og svarað um Lifðu til fulls uppskriftabókina
12th September 2016
Show all

Bókin á leið í búðir og útgáfuboðið mitt!

uppskriftabók

DSC_9593

Gettu hvað? Í þessum töluðu orðum er uppskriftabókin mín Lifðu til fulls, yfir 100 ómótstæðilegar og einfaldar uppskriftir fyrir orku og ljóma á leið í bókabúðir um land allt! Ég get ekki lýst þessari tilfinningu en hér má sjá myndband sem sýnir viðbrögðin þegar ég sá fyrsta eintakið af bókinni minni,

Ekkert myndi gleðja mig frekar en að þú  myndir koma og fagna útgáfunni með mér. Ég vil því bjóða þér að koma í útgáfuboðið mitt . Það verður haldið í Græna herberginu, Lækjargötu 6, 15. September milli 17 og 19. Það verða  léttar veitingar upp úr bókinni í boði og að sjálfsögðu verður bókin til sölu í boðinu. Sjáðu viðburðin á facebook hér!

Uppskriftir bókarinnar eru fljótlegar og einfaldar og hæfa annríkum lífstíll vel. Maturinn er hreint og plöntumiðað sem og laust við sykur og glútein. Þær henta því þeim sem eru vegan en einnig er sérkafli með kjöt- og fiskréttum.  Í bókinni finnnur þú allt frá morgunverði til kvöldmatar ásamt ómissandi kafla með sektarlausum sætindum, fræðlu um nátturulegu sætuefni, matarveislu og próteinríkum millibita.

Þessi bók er afrakstur allrar þeirrar vinnu sem ég hef unnið undanfarin ár og hófst með því að ég greindist ung með allskonar kvilla sem ég segi nánar frá í bókinni. Þar hófst heilsuferðalagið mitt sem enn stendur yfir og árangurinn sem ég náði með mataræði var ótrúlegur sem og þeirra sem hafa verið hjá mér í þjálfun síðustu ár. Ég get ekki beðið eftir að þú hefjir þitt heilsuferðalag og vona að bókin færi þér ljóma með hverjum bita.

Tryggðu þér eintak frá verslunum Eymundsson og Mál og Menningu á höfuðborgarsvæðinu og eftir helgi verður kemur bókin dreifð í Hagkaup, Nettó og um allt land!

julia-ebook-e-book

 

Sjáumst í útgáfuboðinu!

Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *