Acai skálin
Spínat og járn
9th May 2017
kókosjógúrt
Kókosjógúrt með jarðaberjum og banana
23rd May 2017
Spínat og járn
9th May 2017
kókosjógúrt
Kókosjógúrt með jarðaberjum og banana
23rd May 2017
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Acai skálin

DSC_0494 2minni


Acai berin eru eitt af mínu uppáhalds súperfæði.

Berin vaxa víða í Brazilíu og eru stútfull af andoxunarefnum sem eru góð fyrir húðina og ónæmiskerfið. Berin eru sérstaklega þekkt fyrir að stuðla að þyngdartapi sem og getu líkamans til að viðhalda heilbrigðri þyngd.

Ekki sakar að berin eru einnig talin geta hægt á öldrunarferli líkamans!

Acai skálar eru vinsælar erlendis og þegar ég dvaldi í LA síðastliðinn nóvember í hráfæðiskokkanáminu voru acai skálar algengur brunch eða morgunverður á veitingastöðum.

Hefðbundnar Acai skálar eru með Acai berjamauki sem fæst sjaldan hérlendis svo ég nota acai duft, æðislegu íslensku krækiberin og sólber.

DSC_0505 2minni

Acai skál

2 msk kókosjógúrt eða kæld kóksmjólk (notið aðeins þykka hlutan)

1 banani, frosinn eða ferskur

1/2 bolli frosin blanda af (krækiberjum, hindberjum, brómberjum, sólberjum)

1/2-1 msk acai duft

4 dropar stevia með vanillubragði

kókosvatn eftir þörfum

Hugmyndir ofan á

banani

mangó

jarðaber

hindber

frosin krækiber

hamp fræ

mórber

kakónibbur

mynta

súkkulaðihjörtu (avócadómús sett í sæt konfekt form – uppskrift úr Sektarlausu sætinda rafbókinni, fæst með skráningu neðst á síðu)


1. Setjið kókosmjólkurdósina í kæli svo hún þykkni vel. Bætið aðeins þykka hluta hennar í blandarakönnu ásamt banana, frosnum berjum og hrærið þar til silkimjúkt.

2. Bætið við acai dufti, steviu og kókosvatni eftir þörfum.

3. Hellið í skál og fegrið með einhverju af hugmyndunum hér að ofan. Njótið.



Láttu vita hvernig smakkast í spjallið að neðan!

Ef þér líkaði greinin smelltu á like og deildu á Facebook:)

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *