Burt með sætindaþörfina, muffin toffee jógúrtið sem ég geri fyrir kallinn!
8th April 2014Grænn drykkur fyrir fyrstu kynni
14th April 2014Burt með sætindaþörfina, muffin toffee jógúrtið sem ég geri fyrir kallinn!
8th April 2014Grænn drykkur fyrir fyrstu kynni
14th April 2014Mig vantaði eitthvað fljótlegt og orkugefandi um daginn og var ekki búin að undirbúa neitt. Þannig ég kíkti í ísskápinn til þess að sjá hvað ég ætti.
Ég týndi til hráefni sem mér fannst passa vel saman og úr varð svona ótrúlega góður og orkugefandi boost.
Ég átti þetta fína grænkál í ísskápnum sem ég mæli fyllilega með að nota við sem flest tækifæri og hægt er. Það er algjör ofurfæða! Það hjálpar til við meltinguna, það er járnríkt og stútfullt af vítamínum og næringarefnum eins og fólat og magnesíum.
Það er bólguhamlandi, inniheldur omega 3, hjálpar til við að lækka kólesteról og svo margt margt fleira!
Græn orkubomba – Innihald
3/4 bolli mangó
3/4 bolli ananas
2-3 cm engifer
1/2 bolli kókosvatn
2 msk hemp fræ
lúka af grænkáli
Ca. 1 bolli af vatni (fer eftir því hvað þú villt hafa hann þykkan)
Til þess að fá hann aðeins meira creamy setti ég ca 1/4 avócadó (lítið) en það getur verið val.
*Notaðu 1 bolla af mangó og 1 bolla af ananas fyrir gulleitan sólskínsdrykk
*Skiptu út mangó og ananas fyrir hindberjum og jarðaberjum fyrir bleikan og sætan drykk
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
3 Comments
Langar að prufa þessar uppskriftir.
Já endilega Inga, láttu okkur vita hvernig smakkast 😉
Ég er með bráðaofnæmi fyrir öllum baunum ofnæmi fyrir fiski skelfiski hnetum og möndlum ég vildi láta þig vita kv Ágústa