Kínóasalat með Rauðrófum, eplum og myntu
12th January 20131. Einn grænn, vænn og sterkur!
12th January 2013Kínóasalat með Rauðrófum, eplum og myntu
12th January 20131. Einn grænn, vænn og sterkur!
12th January 2013Í raun eru aðeins 3% af fólki í heiminum í dag sem setja sér skrifleg markmið um hvert þau stefna í lífinu og enn færri sem virkilega sjá það fyrir sér og tengja tilfinningu og hugsun við.
Ástæðan getur verið að þau hafa ekki enn áttað sig á því hversu öflug takmarkalaus hugsun getur í raun verið!!
Takmarkalaus hugsun
Samkvæmt Deeprok Chopra, sem er heimsfrægur Mind-body frumkvöðull, bókahöfundur margra metsölubóka og einn af mínum kennurum í fyrri námi, getur fyrirhuguð útkoma skapað sína eigin gagnvirka hugsun sem hann kallar ,,Quantum leaps of creativity” eða stór stökk í sköpun!
Hann líkti þessu við það þegar lifra verður að fiðrildi. Það sem gerist þegar lifra verður að fiðrildi er að hún byrjar að neyta meira en efnaskipti hennar geta borið. Líkami lifrunar byrjar þá að rotna og segja rannsóknamenn að hún fari að tileinka sér ímyndaða frumuveggi og vilja rannsóknamenn benda á að hún fari í raun og veru að ímynda sér!
Þessir ímynduðu veggir byrja þá að fjölga, þyrpast saman og tengjast! Á meðan er líkami lifrunar að rotna og deyja og byrja þá þessar ímynduðu frumur að nærast á deyjandi líkama frumurnar!! Þegar frumurnar hafa svo náð hámarksfjölgun og tengingu gerist svolítið stórbrotið!! Ímynduðu frumurnar vekja upp gen í líkama lifrunar sem var áður sofandi og með þessu geni vaknar skyndilega nýr líkami lifrunar sem verður að fallegu fiðrildi!!
Fiðrildið er ný vera, það hefur nýtt hjarta og nýjar taugafrumur! Ef þú vilt skapa eitthvað nýtt þá þarft þú samkvæmt Deeprok Chopra að sleppa úr fangelsi þíns hugsunarháttar, eða það sem hann kallar karma!
Skýrleiki er því alveg ótrúlega áhrifamikill! Þína fyrirhuguðu úkomu ættir þú að tengja við tilfinningu og síðan sleppa!
Hver hugsun kemur frá fyrri reynslu og þínar langanir koma einnig í flestum tilfellum frá fyrri reynslu. En fangelsið hér er að sama upplifum eða lífsreynsla endurtekur sig aftur og aftur! Flestir kalla þetta gang lífsins! En það er leiðinlegt ekki satt!? Afhverju að sætta sig við eitthvað sem þú hefur vald til að breyta?
Ef þú vilt skapa eitthvað nýtt þá þarft þú að losna undan prísund þíns eigin hugsunarháttar og fara úr fyrir mörk takmarkalausa möguleika með því að nota hugsun sem ber sér enga forsögu!!
Segðu þá Ég er, Ég er!!! Hættu því að hugsa hvar þú ert, eða hugsanir um núverandi ástand og byrjaðu að hugsa hvar þú vilt að þú verða!!
Með því að hugsa svona ert þú leyfa sjálfum þér að fara út að takmarkalausum möguleikum, á svið óvissunnar, og getur tekið stóra stökkið í sköpun!!! Hér byrjar fjörið, frelsið og þar sem hinn nýja þú getur brotist út!!
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!