Sesar Salat ofurfæði með grænkáli
Júlía Magnúsdóttir
Persónuleg nálgun að betri heilsu
23rd July 2014
hörfræ
Besta leiðin til að geyma chia og hemp
12th August 2014
Júlía Magnúsdóttir
Persónuleg nálgun að betri heilsu
23rd July 2014
hörfræ
Besta leiðin til að geyma chia og hemp
12th August 2014
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Sesar Salat ofurfæði með grænkáli

ofurfæði

Akkurat í þessu er ég stödd í ameríku og er „Ceaser Salat” eitthvað sem hægt er að nálgast á nánast hverju einasta veitingahúsi.

Þú kannski þekkir salatið, í hnotskurn er það romaine kál, kjúklingabringur, tómatar, rauðlaukur, parmesan ostur, brauðteningar og toppað með gruggugri Ceasar salat sósu sem því miður er í flestum tilfellum stútfull af aukefnum og sætuefnum.

En kaninn elskar það – Hverjum hefði dottið það í hug.

Mér fannst þetta því frábært tilefni að deila með þér hollari útgáfu af Sesar salati, því sem styður við orku þína, þyngdartap og vellíðan! Þar sem bæði grænkálið og hamp fræin innihalda frábæra uppsprettu af omega 3 fitusýrum er salatið tilvalið til að vinna bug á liðverkjum og létta þannig frekar á líkamanum.

Fyrir næringargildi og hvernig best er að geyma grænkáli, farðu hér og lærðu meira

Ef þú heldur að þér líki ekki við grænkál, prófaðu þá þetta salat! Ég gæti trúað því að þér snúist hugur!

Hvert einasta innihaldsefni í þessari uppskrift er ofurfæði (fyrir utan sesamolíuna sem er valfrjáls) Þegar ég segi ofurfæði þá á ég við fæða sem inniheldur hærra stig næringarefna en önnur.

Njóttu salatsins án alls samviskubits, og það oft!

Ljúffengt og fullt af góðum hráum ensímum.

 

Screenshot 2014-08-01 12.18.36

 

Ofurfæðis Sesar Salat með Grænkáli

~ Fyrir 2-4

 

Þú þarft ekkert að elda og tekur salatið aðeins 10 mín í undirbúning

 

1 stórt grænkálsbúnt, hreinsað*

2 matskeiðar hrá hempfræ

dressing yfir

 

Dressing:

1 stór laukur, skorinn niður

3 matskeiðar hvít tahini

2 matskeiðar epla edik

1 matskeið ferskur sítrónusafi

2 teskeiðar lífræn tamarí sósa (glútenfrí soja sósa)

Valfrjálst: ½ teskeið ristuð sesamfræ olía

 

 

  1. Undirbúið grænkálið með því að fjarlægja stikulinn og skola vel af því.
  2. Þeyttu saman innihaldsefnunum fyrir dressinguna í litla skál, helltu svo dressingunni yfir grænkálið og mixaðu saman með hreinum höndum.
  3. Stráðu hemp fræjunum yfir og njóttu!

 

* Ef þú ert með vanvirkan skjaldkirtil er talað um að borða síður grænkálið hrátt og því er hægt að gufusjóða það örlítið þar til það verður mýkra eða létt steikja á pönnu.

 

 

Aðvörun: bragðmiklir bitar framundan. Þetta salat er ekki fyrir viðkvæma.

 

Neytir þú eða hefur þú neytt grænkáls, ef svo er hvernig notar þú grænkálið? Deildu með okkur í spjallinu að neðan

 

Ef þú átt vínkonu sem myndi gjarnan vilja auka orkuna og losna við daglega verki, deildu með henni uppskriftinni á facebook hér að neðan.

 

Hlakka til að heyra hvernig smakkast!

 

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi

 

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

6 Comments

  1. Hrafnhildur Einarsdóttir says:

    Hæ takk fyrir þetta. Ég elska grænkál, en er með vanvirkan skjaldkirtil, stelst samt í það síðsumars þegar það er nýkomið. Þegar ég var lítil í föðurhúsum þá brytjuðum við grænkálið útí skyr og það kemur sko á óvart hvað það er gott, þess vegna hef ég stolist í það þegar ég næ í það glænýtt svona einu sinni á ári þó svo ég þoli ekki mjólkurvörur heldur. En ég ætla að prufa Sesar salatið þegar ég er búin að kaupa vörurnar í það. Kv. H.

  2. Valgerður Grímsdóttir says:

    Ég er lítil grænkálskona en hef verið að kaupa það núna og nota í drykki og þannig finnst mér það mjög gott

  3. Helga says:

    Hæ prófaði að gera dressinguna hún var þykkt mauk hjá mér……..

    • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

      Sæl Helga, það er skrítið, Laukurinn á ekki að setja í matvinnsluvél heldur að vera smátt skorin útá dressinguna. Ef þú gerðir svo rétt gæti það kanski farið eftir hvaða tegund af Tahini þú kaupir annars er hægt að bæta við meiri af olíu, sítrónusafa t.d til þess að þykkja hana hjá þér. Endilega láttu vita hvernig útkoman verður hjá þér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *