Ertu óviss hvaða kókosmjólk þú átt að nota? Lestu þetta
28th April 2015Af hverju þú ættir alltaf að borða morgunmat..
5th May 2015Ertu óviss hvaða kókosmjólk þú átt að nota? Lestu þetta
28th April 2015Af hverju þú ættir alltaf að borða morgunmat..
5th May 2015Vissir þú að grænkál er eitt að því næringaríkasta sem þú getur gefið líkamanum og fær hæstu stig næringargilda af öllu því grænmeti sem völ er á samkvæmt Andi skalanum.
Í einum bolla af grænkáli hefur þú 5 grömm af trefjum og 15% af ráðlögðum dagskammt af kalki og vítamin B6, 40% af ráðlögðum dagskammt magnesíum, 180% af vítamin A, 200% af vítamín C og 1,020% af vitamin K. Einnig inniheldur grænkál járn, kalíum og fosfór!
Ásamt þessu inniheldur grænkál öfluga andoxara sem hjálpa líkamanum að verjast gegn krabbameini.
Eins og þú líklega veist, þá er það okkur nauðsynlegt að fá nóg af kalsíum upp á góða beinaheilsu og koma þannig í veg fyrir beinþynningu. Grænkálið inniheldur meira af kalsíum en í mjólk og telja margir í dag að upptaka kalsíum frá plöntuheimi sé betri en upptaka kalsíum úr mjólk. Því er grænkál frábært til að fyrirbyggja beinþynningu.
Grænkál hefur einnig bólgueyðandi eiginleika þar sem það inniheldur omega 3 fitusýrur sem geta hjálpað við m.a liðagigt og sjálfsofnæmis sjúkdóma. Við sjáum því að grænkálið er eitthvað sem flest okkar ættu að íhuga að bæta í mataræði okkar.
Alltaf skal þó leita jafnvægis í neyslu á grænkáli ef þú upplifir viðkvæma melting. Þá getur verið betra að blanda grænkálið og brjóta það niður fyrir meltinguna í blandara í stað þess að neyta stærra magns af hráu grænkáli. Ef þú glímir við vanvirkan skjaldkirtil er eldað grænkál í lagi en ekki er mælt með of miklu af hráu grænkáli vegna áhrifa þess á skjaldkirtilinn.
Grænkál er frábært að setja í drykki, safa, í ofninn, á pönnu eða einfaldlega með olíu og avocadó.
Svo þessi næringarríka lífræna vara geymist sem lengst í kæli hjá þér, er gott að fylgja eftirfarandi skrefum:
Skref 1: leggja í bleyti
Skref 2: þurrka af því og þvo
Skref 3: Raða milli eldhúspappírsblaða og raða aftur í poka
Fáðu betri líðan með einu grænkálsblaði í einu!
Hvað stóð upp úr hjá þér eftir greinina? Deildu með í spjallinu hér að neðan.
Alltaf gaman að heyra frá þér
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
9 Comments
Froðlegar og vel þegnar ráðleggingar. Takk fyrir
Minnsta málið Inga, takk fyrir að fylgjast með blogginu 🙂
Takk fyrir leiðbeiningarnar,og upplýsingarnar,frábært.
Sæl Þorgerður, það var lítið. Vona að þetta hjálpi 🙂
Takk fyrir þetta en er þetta sett í kæli eða má frysta kálið ?
Sæl Þuríður, þetta var sett í kæli. En það má alveg setja þetta í frysti. En þetta er alltaf best ferskt 🙂
Takk fyrir gott að fá svona upplýsingar um holllustuvörur
Sæl Ragna, okkar er ánægjan 🙂
Sæl og takk fyrir heilræðið. Er einmitt með fullan garð af grænkáli sem ég þarf að koma í geymslu. Hvað geymist kálið lengi í kæli með þessum hætti ?