Gjöf til þín - Vikuplan úr áskriftinni
Dásamlegt jarðarbrauð
7th October 2024
Bleikar bollakökur fyrir bleikan október
21st October 2024
Dásamlegt jarðarbrauð
7th October 2024
Bleikar bollakökur fyrir bleikan október
21st October 2024
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Gjöf til þín – Vikuplan úr áskriftinni

Í dag langar okkur hjá Lifðu til fulls að bjóða þér einstakt tækifæri – að fá eitt vikuplan úr Áskriftinni okkar, algjörlega ókeypis! Þetta vikuplan er fullkomið fyrir þá sem vilja sjá hvað áskriftin okkar hefur upp á að bjóða og hvernig hún getur hjálpað þér að ná betri líðan og bættri heilsu í daglegu lífi.

Við vitum að það getur verið krefjandi að halda jafnvægi á milli allra þeirra þátta sem hafa áhrif á heilsuna. Með vikuplönunum okkar færðu einfaldan og skemmtilegan stuðning til að taka skref í átt að bættri heilsu. Í hverri viku fá áskrifendur sent plan sem inniheldur:

Fróðleik um heilsu og vellíðan – með áherslu á að efla bæði líkamlega og andlega heilsu með einföldum skrefum.

3 nýjar uppskriftir – heilsusamlegar, ljúffengar og fjölbreyttar máltíðir sem eru auðveldar að útbúa.

Hugleiðingar/ábendingar – til að stuðla að innri ró og jafnvægi í amstri dagsins.


Smelltu hér til að ná í vikuplanið þitt.

Þetta er tækifæri fyrir þig til að fá innsýn í hvernig áskriftin getur hjálpað þér að taka stjórn á heilsunni og njóta fjölbreyttrar, hollrar næringar sem hentar fyrir bæði stórfjölskylduna og einstaklinginn. Það sem við bjóðum upp á er meira en bara uppskriftir – þetta er heildræn nálgun á heilbrigðan lífsstíl sem nær yfir næringu, hugarró og hagnýta fræðslu.


Lesa einnig:
Járnskortur og þreyta
Mikilvægi D-vítamíns fyrir andlega og líkamlega heilsu
Einkenni kulnunar og hvernig á að vinna úr henni

Heimasvæði og samfélag til stuðnings

Þegar þú ert áskrifandi færðu aðgang að heimasvæði þar sem þú getur skoðað uppskriftarbanka með enn fleiri heilsubætandi uppskriftum og fræðslu og getur þar að leiðandi einnig búið til þitt eigið vikuplan. Á heimasvæðinu eru einnig kennslur sem hjálpa þér að taka heilsuna skrefinu lengra, með hagnýtum ráðum og aðferðum til að bæta mataræði, líkamsrækt og hugrækt. Þú færð þannig tækifæri til að dýpka skilning þinn á heilbrigðum lífsstíl og taka markviss skref að því að bæta bæði líkamlega og andlega heilsu.

Auk þess erum við með lifandi og skemmtilegt samfélag á Facebook, þar sem áskrifendur deila reynslusögum, uppskriftum og hvatningu. Þetta samfélag hefur reynst ómetanlegt fyrir þá sem vilja halda sig við markmið sín og fá stuðning frá fólki á sömu vegferð.

Þetta segja meðlimir í Áskriftinni hjá okkur:

  • Ég elska hversu einfalt og ljúffengt þetta er! Uppskriftirnar eru fjölskylduvænar og íhugunin hefur breytt heilsuvenjum mínum til hins betra.
  • Vikuplönin hafa hjálpað mér að finna betra jafnvægi í mataræði og daglegri rútínu. Ég mæli heilshugar með þessu!

Við erum viss um að þú munt njóta þess að prófa áskriftina okkar! Þú færð innsýn í hvernig þú getur auðveldlega tekið litlar, jákvæðar breytingar sem hafa mikil áhrif á líðan og heilsu.

Smelltu hér til að ná í vikuplanið þitt.

Finndu orku og jafnvægi með Lifðu til fulls áskriftinni!


Lifðu til fulls áskriftin leiðir þig skref fyrir skref að heilbrigðum lífsstíl. Í hverri viku færðu vikuplan með nýjum uppskriftum, íhugun og heilsuráðum sem auðvelda þér að ná markmiðum þínum.

Þú lærir að styðja við náttúrulega hreinsun líkamans, bæta meltingu, draga úr bólgum og halda blóðsykrinum í jafnvægi – til að skapa lífsstíl sem gefur þér jafnvægi og orku.

Vertu hluti af hvetjandi samfélagi og lærðu að bæta bæði orku og líðan á einfaldan hátt. Nýttu þér 40% haustafsláttinn núna og komdu í áskriftina til að finna þitt jafnvægi í lífsstíl sem þú nýtur að viðhalda.

Smelltu hér til að skrá þig í Áskriftina.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *