Kvöldrútína fyrir betri svefn
26th August 2024Járnskortur og þreyta
16th September 2024Kvöldrútína fyrir betri svefn
26th August 2024Járnskortur og þreyta
16th September 2024Ég elska góðar uppskriftir sem eru einfaldar og fljótlegar þessi grillaði kjúklingur er einmitt það! Þessi uppskrift er nýja uppáhaldið mitt. Hún hentar fullkomlega fyrir kvöldmat þegar þú vilt njóta hollrar máltíðar án þess að eyða of miklum tíma í eldamennsku.
Þessa uppskrift er að finna í nýju Áskriftinni okkar, þar sem þú færð vikulega plan sem inniheldur 2-3 nýjar uppskriftir ásamt fróðleik og íhugun, einnig færðu aðgang stórum uppskrifta banka fullan af nýjum og dásamlegum uppskriftum. Ef þú villt vita meira komdu yfir á nýja fyrirlesturinn minn með því að smella hér.
—
—
Kjúklingur er ríkur af próteini, sem er mikilvægt fyrir vöðvauppbyggingu og almenna heilsu.
Meðlætið samanstendur af aspas og vorlauk, sem eru bæði holl og ríka af vítamínum. Aspas er meðal annars léttur í maga og inniheldur næringarefni eins og fólínsýru, auk vítamínanna A, C og K. Vorlaukur bætir frískleika og fallegan lit í réttinn.
–
Lesa einnig:
Grillaður þorskur með granateplasalsa og hvítlaukssósu
Vegan burger með “kokteilsósu” og sætkartöflufrönskum
Lax með ristuðum kókosflögum, kartöflum og aspas
–
—
Grillaður kjúklingur með sítrónu og salti
2 sítrónur
1½ msk. óreganó
1½ msk. ólífuolía
2 tsk. hvítlaukur
4 kjúklingabringur
220 g aspas
8 vorlaukar, saxaðir
1 tsk. kókosolía
1½ msk. hvítvínsedik
120 g klettasalat
1. Hitið ofninn í 200°C
2. Rífið 2 tsk. af sítrónuberki, skerið svo sítrónurnar í helming og leggið til hliðar.
3. Blandið saman sítrónuberki, oregano, olíu og hvítlauk í stóra skál. Bætið kjúklingnum við, kryddið með salti og pipar og blandið vel saman.
4. Raðið kjúklingabringunum í eldfast mót, leggið sítrónuhelmingana yfir þær og eldið í 20-25 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Leyfið kjúklingnum að kólna og skerið niður í sneiðar.
5. Skerið aspas og grænan lauk í litla bita og steikið upp úr kókosolíu við meðalháan hita í 3 til 4 mínútur.
6. Raðið klettasalatinu á diska og setjið aspas og grænan lauk ofan á. Stráið hvítvínsediki yfir og kryddið með salti og pipar.
7. Berið fram með kjúklingi og sítrónuhelmingum og njótið.
–
Ég vona að þú prófir þessa bragðgóðu uppskrift.
Deildu þessari færslu með á Facebook og tagga Lifðu til fulls á Instagram ef þú gerir laxin svo fleiri getað notið góðs af!
—
—
Glænýr ókeypis fyrirlestur sem þú vilt ekki missa af!
–
–
Á fyrirlestrinum mun ég kenna þau 5 sannreyndu skref að heilbrigðu mataræði sem gefur orku og vellíðan alla daga! Auk þess mun ég fara yfir ráð og gefa innsýn í þætti sem ég geri daglega sem þú getur byrjað strax að tileinka þér fyrir aukna orku, minni bjúg og betri meltingu. Smelltu hér til að tryggja þér pláss.
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!