Meltingargerlar sem hjálpa við bólgum og hægðatregðu
19th August 2024Grillaður kjúklingur með sítrónu og salati
11th September 2024Meltingargerlar sem hjálpa við bólgum og hægðatregðu
19th August 2024Grillaður kjúklingur með sítrónu og salati
11th September 2024Eins og við vitum er svefn er grundvallaratriði fyrir heilsu og vellíðan og því langar mig að deila með þér kvöldrútínu minni sem ég geri á hverju kvöld fyrir betri svefn.
Þessi kvöldrútína stuðlar að jafnvægi í líkamanum og hjálpar þér að ná djúpri slökun eftir annasaman dag, sem er lykillinn að góðum nætursvefni.
Með því að fylgja þessari rútínu geturðu upplifað betri meltingu, minni bjúg, lengri djúpsvefn, aukna orku og einbeitingu, minni sykurþörf og betri stjórn á matarlyst.
–
–
Af hverju að taka inn mjólkursýrugerla?
Mjólkursýrugerlar stuðla að hreinsun líkamans og hjálpa meltingunni. Flestir taka inn mjólkursýrugerla á tóman maga, annaðhvort 30 mín fyrir máltíð eða 2 klukkustundum eftir.
Að taka inn mjólkursýrugerla á kvöldin getur hjálpað líkamanum að losa út eiturefni og halda þarmaflórunni heilbrigðri. Gerlar fást víða og getað verið missterkir eða þjónað mismunandi tilgangi. Margir góðir gerlar fást t.d í Heilsubarnum.
–
Lesa einnig:
Meltingargerlar sem hjálpa við bólgum og hægðatregðu
Candida og sykur
Mikilvægi D-vítamíns fyrir andlega og líkamlega heilsu
–
Hvers konar te á að drekka?
Hreinsunarte getað virkað sérlega vel til að hjálpa okkur að sofna og slaka betur á. Hreinsunarte fást víða og upplagt að prufa sig áfram og finna hvað manni finnst best. Kamillu eða Lavender te eru sérstaklega þekkt fyrir slökun.
Einu sinni til tvisvar í viku er einnig sniðugt að breyta til og taka inn Magnesíum slökun eða calm. Það er blandað með heitu vatni. Mér þykir best að fylla ¼ bolla af heitu vatni saman við duftið til að virkja magnesíumið og síðan hella köldu vatni. Þá get ég drukkið þetta hraðar. Þetta er talið styðja við vöðvaþreytu og bættan og dýpri nætursvefn.
–
Af hverju heit sturta eða bað?
Heit sturta getur hjálpað þér að slaka betur á og róa taugakerfið. Einnig getur hún hjálpað þér að tæma hugann og losa þig við áhyggjur dagsins. Að skrúbba líkamann vel fyrir svefninn getur líka verið góð rútína en slíkt getur örvað blóðrásina og komið hreyfingu á sogæðakerfið. Svitaholur líkamans opnast og líkaminn nær að losa sig við ýmis eiturefni.
Til að fá álíka áhrif á styttri tíma er hægt að skola af tánum og fótum með sturtuhaus með heitu vatni og síðan þvo andlitið með þvottapoka. Þetta getur verið róandi og endurnærandi tími, hafðu kerti á eða róandi tónlist og gefðu þér smá “me-time”.
–
Er í lagi að vera í símanum á kvöldin?
Skjátækin gefa frá sér blátt LED-ljós sem hamlar melatónín framleiðslu. Það tekur tíma fyrir melatónín framleiðslu líkamans að byggjast upp og því er mikilvægt að eyða ekki síðustu klukkustundunum fyrir svefn með augun upplýst af skjám. Sími, spjaldtölva, sjónvarp og tölva eru allt dæmi um tæki sem við ættum að minnka eða forðast alveg þegar fer að líða á kvöldið. Sniðugt getur verið að setja sér áminningar t.d kl 21 á kvöldin þegar hætta á notkun á slíkum tækjum. Einnig er hægt að nota skjágleraugu sem loka fyrir allt að 75% af bláu ljósi sem berast til augna.
–
Ekki gleyma svefngrímunni!
Rannsóknir hafa sýnt að líkaminn framleiði melatonin aðeins þegar það er dimmt, en melatonin er lykilatriði þegar kemur að djúpsvefni.
Myrkur hjálpar framleiðslu að melatonin
Líkami okkar býr einnig yfir náttúrulegri líkamsklukku sem vekur okkur þegar sólin rís á morgnanna. Við á Íslandi þurfum því að leita lausna á þeim tímum árs þegar sólin rís allt of snemma en besta lausnin að mínu mati er svefngríma.
Ég sef með svefngrímu allan ársins hring þrátt fyrir að vera með myrkvunargardínur að auki, því þá vekur nætursólin mig ekki og lífsklukkan helst í betra jafnvægi. Hægt er að kaupa svefngrímur víða, í öllum litum og gerðum. Silkugrímur eru í uppáhaldi hjá mér.
–
–
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!