Gerðu þitt eigið sykurlausa páskaegg
31st March 2015Hvernig þú getur losnað úr vítahringnum og fengið varanlegan árangur
10th April 2015Gerðu þitt eigið sykurlausa páskaegg
31st March 2015Hvernig þú getur losnað úr vítahringnum og fengið varanlegan árangur
10th April 2015
- Latur eða vanvirkur skjaldkirtill
Skjaldkirtillinn þinn býr til hormón sem hefur stjórn á því hvernig líkami þinn notar orku en latur eða vanvirkur skjaldkirtill truflar efnaskiptin þín og aðrar hliðar heilsu þinnar.
Rannsóknir í dag áætla að um 10 prósent af fullorðnum glími við vanvirkan skjaldkirtil. Þetta er þó algengari hjá konum (við heppnar, eða hitt og heldur) og mjög algengt er að hann sé greindur vanvirkur á eldri árum.
Samkvæmt http://www.thyroidsupportgroup.org/ segir að mataræðið beri 50% ábyrgð á vanvirkum skjaldkirti og hef ég séð slíkt aftur og aftur hjá konum sem koma til mín í heilsumarkþjálfun (ásamt mér sjálfri (sjá mína sögu hér)).
Ef þetta ert þú þá gætir þú upplifað eitthvað af eftirfarandi:
Fyrir utan þyngdaraukningu eða erfiðleika með að léttast þá eru einkennin t.d. að upplifa þreytu, hárlos, þurra húð, liðverki, og þróttleysi í vöðvum, erfiðar blæðingar, aukna viðkvæmni gagnvart kvefi, og jafnvel þunglyndi. Margir sem upplifa jafnvel latan skjaldkirtill geta upplifað það að vera illt án þess að verða raunverulega veik.
Ef þú tengir við þessi einkenni þá getur þú látið athuga skjaldkirtil þinn með blóðprufu hjá lækni.
- Hormón í ójafnvægi.
Eigum við eitthvað að ræða hormónaójafnvægi?
Það er ekkert grín að standa í Fjarðarkaup og fá hormónakast, verða eldrauð í framan og byrjar að svitna eins og þú sért að koma úr 90 mín spinning tíma.
Að frátöldu hormónaójafnvægi fyrir/eftir breytingaraldur sem hægir verulega á þyngdartapi hafa 1 af hverjum 10 konum á barneignaraldri fjölbelgja-eggjastokksheilkenni (hvað er það? = sjúkdómur þar sem eggjastokkar framleiða óhóflega mikið af karlhormónum).
Ásamt því að valda vandamálum þegar kemur að egglosi og ófrjósemi, þá getur þessi sjúkdómur haldist í hendur við insúlínmótstöðu, sem á einföldu máli þýðir að það sé galli í því hvernig líkaminn vinnur úr blóðsykri, sem er oft tengdur við fitusöfnun, þá sérstaklega í kringum mittið. Það sem meira er; ef ástandið er ekki meðhöndlað á náttúrulegan hátt getur það leitt til sykursýki 2.
Ef þetta ert þú gætir þú upplifað:
Óreglulegar blæðingar, óhóflega mikið af hárvexti í andliti og líkama, bólur(graftarbólur, unglingabólur), þunnt hár, erfiðleika við að verða þunguð, ásamt óútskýrðri þyngdaraukningu(ekki upplifa allir þó vandamál með þyngdina)
- Fæðuóþol
Ahh ein af mínum uppáhalds ástæðum, í raun eru allar þessar 3 ástæður hér í uppáhaldi hjá mér þegar kemur að því að hjálpa konum að finna út hvað raunverulega það er sem er að hindra þyngdartap, orku og vellíðan í líkama.
Á meðan fæðuofnæmi (sem er skaðlegt einsog t.d hnetu ofnæmi) sýnir einkenni strax þá geta einkenni fæðuóþols oft verið undirliggjandi og hægt og bítandi ollið ójafnvægi í líkamanum eins og þyngdaraukningu, orkuleysi og liðverkjum.
Málið með fæðuóþol er að það getur haft margar mismunandi ástæður, þar með talið skort á ákveðnu meltingarensím(einsog hjá laktósóþoli) eða viðkvæmni við bætiefnum, og virðist fæðuóþol oftast koma í ljós með tímanum og árunum, segir Doktor Elizabeth W. Boham læknir við UltraWellness Center í Lenox, Massachusetts.
Að borða „vandræða“ mat einsog t.d. mjólkurvörur, glúten, egg, soja, maís, hnetur og fleira getur leitt til uppþembu, vindgangs, niðurgangs, og harðlífi, ásamt nokkuð ótengdum kvillum einsog vægu astma, exemi, höfuðverk, vöðva og liðverkjum, og þróttleysi.
Ef þetta ert þú þá gætir þú upplifað:
Reglulega uppþembu, vindgang, niðurgang, og harðlífi, ásamt nokkuð ótengdum kvillum einsog vægu astma, exemi, höfuðverk, vöðva og liðverkjum, og þróttleysi.
Þú vissir þetta kannski ekki um mig en ég hef upplifað allar þessar þrjár ástæður sem hindruðu þyngdartap, orku og vellíðan um tíma í mínu lífi.
Það sem ég hef séð virka fyrir mig og þær konur sem hafa verið hjá mér í heilsumarkþjálfun er ekki með því að huga eingöngu að hreyfingunni og mataræðinu heldur með því að koma á jafnvægi á öllum hliðum lífs þíns.
Þá er ég að tala um allsherjar lífsstílsbreytingu!
Lyf geta haldið þessum einkennum í skefjum en sem heildrænn heilsumarþjálfi stend ég ég fyrir náttúrulegri lausn áður en gripið er til lyfja, hvað með þig? Mig langar að heyra frá þér!
Vakti greinin áhuga hjá þér? Ef svo er máttu deila með vinkonu sem er að gera allt rétt en er ekki að ná að léttast. Ekki leyfa henni að henni að fara á mis við heilsu sína.
Hvað af þessum einkennum, ef einhver, tengir þú við? Og hvaða ráð hefur þú reynt til að vinna bug á þeim?
Skildu eftir þitt komment hér fyrir neðan, við viljum heyra frá þér!
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!