Því oftar sem þú ferð í megrun því meiri verður fitusöfnunin hverju sinni!
Nýtt ár og nýtt fjarnámskeið!
7th January 2014
varanlegt þyngdartap
Hvernig undirmeðvitund þín stjórnar þyngd þinni
28th January 2014
Nýtt ár og nýtt fjarnámskeið!
7th January 2014
varanlegt þyngdartap
Hvernig undirmeðvitund þín stjórnar þyngd þinni
28th January 2014
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Því oftar sem þú ferð í megrun því meiri verður fitusöfnunin hverju sinni!

fitusöfnun

Þú kannast kannski við það að léttast um 4 kg en þyngjast svo aftur um 5 kg og prófa síðan eitthvað annað og léttast en þyngjast svo alltaf aftur.

En vissir þú að;
Því oftar sem þú ferð í megrun því meiri verður fitusöfnunin hverju sinni!

Þetta segja doktor Keith Ayodd í rannsóknagerð frá Albert Einstein College of Medicine og Doktor Ulrich í grein úr Womens Health.

Rannsóknir þeirra sýndu að þessi saklausu átök okkar og skyndikúrar sem við stökkvum í geta skilið líkama og heilsu eftir í verri ástandi en áður! Því með svokölluðu jó-jó þyngdartapi myndast streita í lifrinni sem veldur meiri fitusöfnun í líkamanum.

Ekki nóg með það heldur getur þetta flýtt fyrir öldrun, veikt ónæmiskerfi líkamans og sljóvgað mótefni líkamans gegn byrjunarstigum krabbameins jafnt sem öðrum sjúkdómum!

Þetta var að minnsta kosti nóg fyrir mig til þess að hætta að fara í skyndikúra og kveðja kaloríutalningar og tímabundin átök fyrir fullt og allt!

Það var líka þá sem ég fór að leita leiða að varandi breytingum hjá mér í þyngdartapi, svefni, líkamsþoli, sjálfsáliti og orkuleysi!

Því allt þetta helst saman – enda erum við ein heild, ekki satt?

En eftir margar mislukkaðar tilraunir uppgötvaði ég 5 nákvæm, einföld skref til þess að missa kílóin varanlega og upplifa orku allan daginn, alla daga!

Þetta eru 5 skref sem þú færð ekki að heyra um annarstaðar og skref sem allar þær konur í heilsumarkþjálfun hjá mér fara í gegnum fyrir varandi árangur og ávinning (og hafa gaman af!)

OG mig langar að segja þér frá þessum 5 skrefum mínum og býð ég þér að hitta mig við tölvuna núna á fimmtudaginn til að heyra hvað ég hef að segja!

Skráðu þig hér, það er ókeypis:
www.lifdutilfulls.is/fjarnamskeid
Fimmtudaginn 23.janúar
kl:19:30

Ég skil vel ef þú ert upptekin og kemst kannski ekki í beinni en skráðu þig þó samt því ég sendi þér upptöku frá fjarnámskeiðinu 24 klst eftir símtalið!

Þú verður ekki svikin því ég gef þér hollráð frá hverju skrefi sem þú getur tileinkað þér strax og gef ég þér 5 skrefa aðgerðarbók til að prenta út og nota með mér í símtalinu!

Til þess að skrá þig í símtalið smelltu þá á hlekkinn hérna: https://lifdutilfulls.is/fjarnamskeid

Hlakka til að sjá þig í símtalinu og fá að styðja við þinn árangur í framtíðinni!

Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi

P.s. Við hjá LTF viljum alltaf dreifa heilsu og hamingju eins og mögulegt er. Átt þú vinkonu sem myndi vilja koma á fjarnámskeiðið? Áframsendu henni slóðina til þess að hún geti lesið sér til og skráð sig!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *