Liðverkir á breytingaskeiðin og ráð við þeim
35 kíló farin og breyttur lífsstíll enn 6 árum síðar
11th May 2021
Þreytt á að ná ekki árangri sem endist? Lestu þá þetta…
25th May 2021
35 kíló farin og breyttur lífsstíll enn 6 árum síðar
11th May 2021
Þreytt á að ná ekki árangri sem endist? Lestu þá þetta…
25th May 2021
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Liðverkir á breytingaskeiðin og ráð við þeim

Glímir þú við… bakverki, liðverki, stirða liði, gigtareinkenni eða skyndilegan sársauki á ýmsum stöðum?

Mörg okkar telja verki í liðum einfaldlega hluta af því að eldast og að við þurfum bara að læra að aðlagast og lifa með þeim.

Það gæti ekki verið fjarri sanni!

Sársauki er ekki einungis upplifun verkja heldur hefur hann einnig áhrif á andlega líðan og hvernig þú höndlar lífið, samskipti við fjölskyldu og vini og hversu miklu þú áorkar daglega.

Sársauki er í raun leið líkamans til að segja þér að eitthvað sé að og einnig gott merki um að eitthvað í þinni fæðu eða frumfæði sé úr jafnvægi.

Áhrif estrógens á liðverki

Liðverkir eru sérstaklega algengir hjá konum rétt fyrir og á breytingaskeiðinu vegna skorts á estrógeni.

Estrógen er hormón sem hefur jákvæð áhrif á liði með því að halda bólgum niðri en bólgur eru ein aðalástæða liðverkja.

Þegar estrógenstigið í líkamanum byrjar að minnka hjá konum um 5-10 árum fyrir breytingaskeiðið, þá fá liðirnir minna og minna af estrógeni og afleiðingin er oft sársauki. Lágt estrógen getur einnig haft í för með sér að fitufrumur birgja sig upp af meiri fitu og hægja á brennslu líkamans.

Brennslan hægist einnig um 5% fyrir hvern áratug eftir breytingraldurinn svo það er engin furða að konur þyngist frekar eftir fertugt. Rannsóknir sýna að konur bæta á sig að meðaltali 5-8 kílóum á þessu tímabili lífsins og sest þessi aukaþyngd aðallega á kviðinn.

Þú getur komist að því hvort þú sért lág í estrógeni með einfaldri blóðprufu hjá lækni.

Hvernig getur þú losnað við liðverkina og náð þyngdinni á góðan stað?

Það fyrsta sem þarf að skoða er vatnsinntaka því vökvatap í líkamanum ýtir undir liðverki og með hnignun estrógens á líkaminn erfiðara með að viðhalda vatnsmagninu í líkamanum.

Svo þarf að styðja blíðlega við lifrina og afeitra, þar sem estrógen er umbrotið í lifrinni. Þetta gerir þú með réttri næringu sem gerir þig sadda, hreinsandi og nærandi bætiefnum og fæðu, blíðri hreyfingu og nægri vatnsdrykkju.

Áhrifaríkasta leiðin til að koma jafnvægi á estrógen, losa um liðverki, gigtareinkenni og bakverki ÁSAMT því að stuðla að eðlilegu þyngdartapi er með lífsstílsbreytingu! Það þýðir að hætta að leitast eftir skyndilausnum og finna út hvað raunverulega virkar fyrir þig og endist þér út ævina. Þetta gerum við í Nýtt líf og Ný þú þjálfuninni sem hefst núna næstkomandi miðvikudag!

Þú átt skilið að lifa betra lífi. Ekki „sætta” þig við lífið með liðverkjum, bakvandamálum og tilheyrandi kvillum ef því getur fengið því breytt með réttum skrefum og lífsstíl í jafnvægi.

Hundruðir kvenna hafa náð slíkum árangri með Nýtt líf og Ný þú þjálfun og eru hér nokkur dæmi;

Guðrún Emilsdóttir skráði sig í Nýtt líf og Ný þú þjálfun til að líða betur og verða orkumeiri. Hún hafði áhyggjur af heilsunni vegna liðverkja og stoðkerfisvandamála og hún vildi bæta ástand sitt til þess að geta sinnt ömmuhlutverkinu af fullum krafti. Á námskeiðinu léttist hún, öðlaðist meiri orku og liðverkir minnkuðu mikið. Í dag getur hún hreyft sig meira, er almennt jákvæðari og finnst lífið skemmtilegra og meira spennandi.

Sigrún Unnur ákvað að taka þátt í Nýtt líf og Ný þú og í þjálfun léttist hún um 10 kg, losnaði við höfuðverk, svefninn lagaðist, liðverkir nánast hurfu. Hún gat loksins látið gamlan draum rætast og tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og það veitti henni óendanlega gleði. Hún losnaði við þyngsi, eymsli og verki, líður miklu betur og sér því alls ekki eftir því að hafa skráð sig.

Ég hætti að þyngjast og leið betur andlega og líkamlegir verkir minnkuðu viku eftir viku! Í dag upplifi ég 100% verkjalaust líf, miklu meiri orku og léttari líkama enda komin í mína kjörþyngd! Ég veit að ég get lifað án verkja og orkuleysis áfram. Eftir hvern tíma var ég skilin eftir með góðar tillögur og fræðslu sem ég gat sett í verk! Ég veit að ég tók rétta ákvörðun að fjárfesta í þjálfuninni.“ – Helga Jónsdóttir, bókari.
Í dag eru liðverkirnir í lágmarki og koma dagar sem ég finn ekkert til í liðamótunum. Aukalega hef ég lést um 10 kíló. Það besta af öllu er jafnvægið, alla daga, besti árangurinn. Jafnvægi í einu og öllu, skapi, hungri/seddu, orku/þreytu og bara öllu! Mér finnst þjálfunin vera stuðningsmikil, hvetjandi og skemmtileg og það er gott að vinna með Júlíu.“ – Vala Ólöf Jónasdóttir, innanhússarkitekt.

Er kominn tími á verkjalaust, léttara og sáttara líf? Tryggðu þér ókeypis 15 mín símtal með ráðgjafanum okkar

Nú eru ókeypis 15 mín símtölin að fyllast hratt en þar býðst þér að spjalla við ráðgjafann okkar til að ræða um heilsu þína og hvort Nýtt líf og Ný þú þjálfun sé rétt fyrir þig! Með símtalinu færðu svör við öllum þínum spurningum sem snúa að þjálfuninni og hvort við teljum að hún geti hálpað þér. Engin skuldbinding fylgir símtalinu!

Smelltu hér til að bóka ókeypis símtal!

Engin skuldbinding en símtölin fyllast hratt!

Yfir síðustu ár hef ég skuldbundið mig því að gerast sérfræðingur á sviði heilsu og lífsstíls og er það mín löngun að einfalda og stytta þér leiðina að bættri heilsu og hjálpa þér að komast loksins að því hvað virkilega virkar fyrir þig!

Ég vonast til að sjá þig í þjálfun sem hefst núna í vikunni og hjálpa þér að skapa lífsstíl sem gefur þér allsherjar vellíðan, orku alla daga, léttari líkama (án erfiðis) og svo miklu miklu meira! Tryggðu þér ókeypis 15 mín símtal og skapaðu lífsstíl sem þú elskar!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *