Hvernig má draga úr bólgum og hrista í burtu flensu á sólarhring!
11th March 2019“Sú ferska” – Samloka með kjúklingabaunasalati og spírum
2nd April 2019Hvernig má draga úr bólgum og hrista í burtu flensu á sólarhring!
11th March 2019“Sú ferska” – Samloka með kjúklingabaunasalati og spírum
2nd April 2019Eins og alltaf voru janúar og febrúar alveg pakkaðir hjá mér. Það er alltaf mikið að gera í kringum sykurlausu áskorunina, auk þess sem við opnuðum á ný fyrir skráningar á “Frískari og orkumeiri á 30 dögum” námskeiðið. Það er greinilegt að byrjun árs er tíminn sem allir vilja taka heilsuna í gegn og skráningar í ár slógu öll met hjá okkur!
Eitt af því sem ég geri alltaf í upphafi árs, sem ekki gafst tími í, er að rifja upp vinsælustu greinar og uppskriftir frá liðnu ári. Þetta er gott tækifæri til að rifja upp girnilegar uppskriftir og sjá eitthvað sem þú gætir hafa misst af!
1. Fáðu matarskipulagið mitt og uppskriftir!
Einfalda sunnudags-matarskipulagið mitt sló aldeilis í gegn, það gladdi mig mikið að sjá hversu margir nýttu sér það eða yfir 1.500 manns! Ef þú hefur ekki prófað get ég lofað þér því að þetta mun einfalda þér lífið. Í matarskipulaginu gaf ég uppskriftir af kókosjógúrtinu mínu, súkkulaðikúlum og fleira sem ég geri á sunnudögum og hjálpar mér að halda mig við hollan lífsstíl þrátt fyrir annríki vikunnar. Sækið matarskipulagið ókeypis hér.
2. Vanillu- og myntudraumur sem seðjar sykurþörfina!
Himneskur drykkur með vanillumjólk og myntuþeyting, algjört nammi! Smellið hér fyrir uppskrift.
3. Vanillubollakökur með hindberjasmjörkremi (vegan og glútenlausar)
Jafn bragðgóðar og þær eru fallegar! Ekki skemmir fyrir að þær eru hollar og einfaldar, fáið uppskriftina hér.
4. Konur og ketó
Ketó mataræði var mikið umtalað á síðasta ári og virðast vinsældir þess bara fara vaxandi. Mér fannst því mikilvægt að bæta í umræðuna hvaða áhrif ketó mataræði hefur á konur og hvað þarf að hafa í huga. Ef þú ert kona og ert að íhuga ketó, lestu þetta fyrst!
5. Súkkulaði trufflur með lakkrís
Þarf að segja meira? Þessi uppskrift er algjörlega ómótstæðileg. Ef þú hefur ekki prófað mæli ég með að gera það sem allra fyrst! Ekki gera ráð fyrir að vilja deila! Trufflurnar eru tímafrekar í framkvæmd en vá hvað þær eru þess virði.
6. Blómkálssteik með kókosrjómasósu og granateplum
Mín útgáfa af jólasteikinni sem á vel við sem páskamatur fyrir grænkera. Uppskriftin er afar einföld enda blómkálssteikin sett í ofn og því næst borin fram með sósu!
7. Streita og magnesíum
Þessa mæli ég með að lesa ef þú hefur ekki gert svo nú þegar! Magnesíum er gríðarlega áhrifaríkt gegn streitu og tek ég inn magnesíum daglega.
8. Fáðu glænýja sumar-matarskipulag mitt og uppskriftir!
Matarskipulag vol.2! Hér gaf ég fljótlegar og einfaldar uppskriftir t.d af hvítlaukssósu, sætkartöflumús, kínóa og laxasalati sem ég geri þegar ég ferðast innanlands. Skipulagið hentar þó vel fyrir einstaklinga og fjölskyldur með þétta dagskrá yfir vikuna og vilja hafa hollan og góðan mat heimavið. Smelltu hér fyrir matarskipulag vol. 2 ókeypis!
9. Grillaður þorskur með granateplasalsa og hvítlaukssósu
Dásamlegur réttur sem allir elska og kemur granateplasalsað skemmtilega á óvart. Hægt er að elda þorskinn á pönnu eða ofni ef það hentar betur.
10. 5 óvæntar fæðutegundir sem losa þig við bólgur og bjúg
Öll glímum við við bólgur og bjúg einhvern tímann á lífsleiðinni. Þú átt sennilega eitthvað af þessum fæðutegundum nú þegar.
Mér þótti gaman að rifja upp hvað var vinsælt frá liðnu árinu og vona ég að þú hafir átt gagn af því!
Segðu mér frá í spjallinu að neðan, hver af 10 vinsælustu greinum og uppskriftum er uppáhaldið þitt?
Hlakka til að heyra! Ekki gleyma ef deila á greininni á samfélagsmiðlum og þú prófar uppskrift að tagga mig á Instagram @julias.food!
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!