Jóladagatal!
18th December 2017Orkugefandi og fljótlegir kínóagrautar!
17th January 2018Jóladagatal!
18th December 2017Orkugefandi og fljótlegir kínóagrautar!
17th January 2018Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu ári, janúar er alltaf byrjunin á einhverju nýju, skemmtilegu og sykurlausu! Þetta er tíminn til að hreinsa líkamann af sykri og huga þannig að bæði líkamlegri og andlegri heilsu, enda helst þetta allt í hendur.
Þetta er ein ástæða þess að ég byrjaði með sykurlausu áskorunina sem við höldum nú í fimmta sinn þann 22.janúar. Áskorunin hefur haft vaxandi vinsældir síðustu ár og í fyrra voru yfir 25.000 manns sem tóku þátt og voru sykurlaus í 14 daga.
Við fáum oft pósta frá þátttakendum þar sem þau deila með okkur hversu vel þeim leið eftir að hafa sleppt sykri, sumir hafa jafnvel náð af sér aukakílóunum sem safnast yfir árin.
Það kemur flestum á óvart hversu auðveldur sykurlaus lífsstíll getur verið með hjálp áskorunar!
EN, það er alltaf erfiðast að byrja ekki satt?
Svo í dag langar mig að deila með þér fyrstu skrefum sykurleysis svo þú getir hafið árið orkumeiri!
Rétt næring
Orsök sykurlöngunar getur verið margþætt. Algengt er að hana megi rekja til uppsafnaðra eiturefna sem þarf að losa líkamann við, til næringarskorts, hormónaójafnvægis, streitu eða vinnuálags.
Það sem ég hef þó fundið er að um leið og líkaminn er vel nærður sér hann um hreinsun og jafnvægi. Í kjölfarið snarminnkar sykurlöngunin. Það er svo einfalt. Ef líkaminn er vel nærður er hann ólíklegri til að kalla á skyndiorku eins og sykur. Í sykurlausu áskoruninni legg ég mikla áherslu á að bæta í mataræðið þeim fæðutegundum sem draga úr sykurlöngun.
Avókadó, grænkál, graskerfræ, kínóa, sesamfræ og tahini (sesammauk sem er frábært á salöt og hrökkbrauð) eru dæmi um fæðutegundir sem bæta geta bætt við þeirri næringu sem líkamaninn þarfnast og minnkað sykurlöngun.
–
Náttúruleg sæta
Við þurfum öll eitthvað smá sætt til að gefa lífinu lit. Það getur verið gott að greina hvenær þú sækir í sykur og hvað þú sækir í. Þannig getur þú komið með góðan staðgengil með náttúrulegri sætu.
Prófaðu að nota döðlur, kakó, kanil, steviu, rúsínur eða banana til að seðja sykurlöngun.
–
Vatn
Vatn er lykilatriði í að flytja næringarefni milli fruma, flytja úrgang og styðja við almenna virkni líkamans.
Fáðu þér glas af vatni þegar sykurlöngun gerir vart við sig og athugaðu hvort löngunin minnkar ekki.
–
Settu þér raunhæf markmið og fáðu stuðning
Ein algeng ástæða þess að við gefumst upp er sú að við setjum okkur oft óraunhæf markmið sem erfitt eða ómögulegt er að standa við. Einnig gleymum við oft að sækja í stuðninginn sem við þörfnumst flest.
Breytingar geta verið óþægilegar til að byrja með og mikilvægt er að hafa stuðning svo breytingin sé þægileg, og til þess að hvetja okkur áfram þegar uppgjöfin er í nánd. Sýna rannsóknir jafnframt að við erum mun líklegri til að ná árangri með stuðning fjölskyldunnar eða fólksins í kringum okkur.
Fáðu stuðning og aðhaldið til að hefja nýja árið með trompi með því að skrá þig í sykurlausu áskorunina hér.
Það getur jafnframt verið sniðugt að fá fjölskylduna um borð og skora á þína nánustu að vera sykurlaus með þér í tvær vikur eða fara alla leið og sleppa sykri í mánuð með nýja sykurlausa námskeiðinu!
–
Settu hugann á ávinninginn framundan
Orkan og vellíðanin sem fylgir því að borða næringarríkan mat frekar en skyndiorku, er síðan yfirleitt nóg til að hvetja fólk í að halda sykurleysinu áfram.
,,Mér líður rosalega vel og finnst maturinn alveg hreint snilldarlega og syndsamlega góður.” – Lovísa Vattnes
,,Mér líður svo vel á þessu sykurlausa fæði búin að missa 5kg og verkir í höndunum farnir og sef miklu betur ? Og ég hef ekki fengið höfuðverk eða slæmt mígreniskast síðan ég byrjaði sem er æði og ég er orku meiri :D” — María Erla Ólafsdóttir
–
–
Lítur þetta ekki vel út? Með skráningu í sykurlausu áskorunina færð þú aðgang að öllum þessum ljúffengu uppskriftum sem sjá má á myndunum hér að ofan, ásamt fleirum!
Komum þér af stað í nýja árið, sykurlaus og sáttari, skráðu þig til leiks hér (ókeypis)!
Heilsa og hamingja,
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!