Súkkulaðikúlur á innan við 4 mínútum, þú verður að prófa!
Einfaldar og fljótlegar grænkálsvefjur sem þú munt elska!
18th July 2016
Sykurþörf kókoshnetur
6 einfaldir hlutir sem slá á sykurþörfina strax!
4th August 2016
Einfaldar og fljótlegar grænkálsvefjur sem þú munt elska!
18th July 2016
Sykurþörf kókoshnetur
6 einfaldir hlutir sem slá á sykurþörfina strax!
4th August 2016
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Súkkulaðikúlur á innan við 4 mínútum, þú verður að prófa!

Súkkulaðikúlur

Chocolate-Chia-Balls

Kannast þú við þennan tíma dags þegar líkaminn hreinlega ærist og kallar á eitthvað sætt og orkuríkt?

Flestir upplifa þetta seinni part dags þegar blóðsykurinn dettur örlítið niður eða ef við höfum sleppt úr máltíð.

Það er akkúrat þá sem þessar hrákúlur koma sér vel.  Mér finnst gott að eiga alltaf eitthvað til að grípa í sem svalar sykurpúkanum. Það er svo mikilvægt þegar við breytum lífsstílnum að upplifa aldrei tilfinninguna að maður sé að neita sér um eitthvað. Það finnst mér vera leyndarmálið á bak við að halda þetta út.

Þessar dásamlegu hrákúlur innihalda aðeins fjögur hráefni! Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef gert þær og við hvaða tilefni sem er.  Þeir sem smakka eru alltaf jafn hissa á að það sé engin sykur í þeim, þær eru hreint dásamlegar og gleðja líkamann og bragðlaukana óendanlega.

Þær minna mig á hefðbundar kókoskúlur en smakkast betur ef eitthvað er.

Uppskriftin

1 bolli möndlur

1/2 bolli dökkt, lífrænt kakóduft

1/2 bolli mjúkar döðlur

Lífrænt vanilluduft á hnífsoddi eða 2 vanilludropar

1-3 Steviu dropar (má sleppa)

Öllu skutlað í matvinnsluvél og blandað vel saman. Ef döðlurnar eru harðar er betra að leggja þær í bleyti í nokkrar mínútur og skola af þeim áður en þær eru notaðar. Mótið í litlar kúlur (eins og einn munnbiti) og rúllið upp úr einhverju af hráefnunum hér að neðan. Kókosmjöl er í algjöru uppáhaldi hjá mér.

Chocolate-Chia-Balls-1

Skreytið kúlurnar með:

Kókosmjöli

Kakódufti

Chia fræjum

Hempfræjum

Rauðrófudufti

En það má endalaust leika sér með að upp úr hverju maður rúllar þeim, hnetukurl væri til dæmis æðislegt líka!

Njótið í  ferðalaginu, milli mála eða hvenær sem sykurlöngunin grípur þig og fylltu líkamann sannkallaðri vellíðan.

Láttu mig vita í spjallinu hér að neðan þegar þú ert búin að skella í súkkulaðikúlurnar, ég hlakka til að heyra hvernig þær smakkast!

Deildu svo súkkulaðiástinni með á facebook!

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

1 Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *