10 ráð til að hreinsa líkamann! (Birt í Vísir og fréttablaði)
betri líðan
Sykur undir fölsku flagi
1st April 2013
besti ísinn
Einn besti ísinn í sumar!
20th May 2013
betri líðan
Sykur undir fölsku flagi
1st April 2013
besti ísinn
Einn besti ísinn í sumar!
20th May 2013
Show all
Deildu á facebook
Facebook

10 ráð til að hreinsa líkamann! (Birt í Vísir og fréttablaði)

vísir-apríl

1. Drekktu meira af vatni yfir daginn og reyndu að fara upp í 2 lítra á dag.

2. Byrjaðu morgnana með bolla af heitu vatni með kreistri sítrónusneið. Heitt vatn með sítrónu hjálpar líkamanum að losa sig við eiturefni ásamt því að bæta meltingu og auka þyngdartap vegna pectin-trefja og basískra eiginleika sítrónunnar.

3. Taktu acidophilus(probiotic) daglega. Acidophilus bætir jákvæða bakteríuflóru líkamans og hjálpar meltingu þinni að starfa á sem ákjósanlegastan hátt og þannig flytja úrgang hraðar út.

4. Forðastu unnin matvæli og borðaðu þess í stað fæðu sem er heilnæm og náttúruleg sem gefur þér orku og lífsþrótt og hjálpar til að hreinsa líkamann.

5. Hægðu á þér á meðan þú borðar og tyggðu vandlega. Einbeittu þér að bragði og samsetningu máltíðarinnar og forðastu rafrænar truflanir eins og frá síma, tölvupósti eða sjónvarpi á meðan á máltíð stendur. Þú ert líklegri til þess að skynja hvenær þú ert södd/saddur þegar þú ert ekki að gera tíu aðra hluti á sama tíma.

6. Fylltu líkamann af andoxunarefnum. Hér kemur ofurfæðan vel inn, ef þú þekkir lítið til hennar getur þú fundið upplýsingar á netinu og auðveldlega bætt henni inn í mataræði þitt.

7. Geymdu áfengi fyrir sérstök tilefni þar sem það getur virkað sem algjört eitur fyrir líkamann. Það er ástæða fyrir því að þér líður verr daginn eftir!

8. Vertu viss um að þú fáir nægan svefn svo líkami þinn geti endurnýjað sig að innan sem utan.

9. Hreyfðu þig meira yfir daginn. Farðu út að ganga, gerðu jógaæfingar, farðu að lyfta eða hvað sem fær þig til þess að svitna. Komdu blóðflæðinu af stað og eiturefnunum út!

10. Taktu eftir einu sem þú ert þakklát/ur fyrir áður en þú ferð að sofa á hverju kvöldi. Að beina huganum að því jákvæða í lífi þínu er frábær leið til þess að ljúka deginum!

Ég kýs að notast við heilfæðu þegar ég hreinsa, því það er sú eina hreinsun sem ég hef persónulega náð að halda út og nýt ég þess að leiða heilfæðuhreinsanir reglulega með mínum kúnnum.

Lestu fulla grein frá mér hér = http://visir.is/10-rad-til-ad-hreinsa-likamann-/article/2013130419775

p.s Taktu þátt á facebook leiknum okkur og þú gætir unnið ókeypis heilfæðuhreinsun undir minni leiðsögn!! andvirði 9700 kr

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *