Takmarkalaus hugsun á árinu 2013
hrákúlur
Saðsamar kókos hrákúlur
3rd January 2013
þakklæti
Hvernig þér gæti hagnast af meira þakklæti
12th January 2013
hrákúlur
Saðsamar kókos hrákúlur
3rd January 2013
þakklæti
Hvernig þér gæti hagnast af meira þakklæti
12th January 2013
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Takmarkalaus hugsun á árinu 2013


Ég veit ekki með þig en ég er full eftirvæntingar fyrir árinu framundan og hef margt nýtt og spennandi fyrir þig á næstu dögum!
En ef ég má vera alveg hreinskilin við þig þá vaknaði ég 1.janúar 2013 í þveröfugu ástandi(og ekki eftir áfengi)..En c.a  3 klst og 45 mín seinna var ég algjörlega önnur því ég sleppti allri takmörkun og setti sjálfan mig í samband við þá útgáfu af mér sem ég virkileg vill vera árið 2013!
Það sem kom yfir mig fyrst um morguninn var ekkert annað en; ótti, svartsýni, yfirþyrmsla og tilfinning óstjórnleysis.
Hefur þér liðið svona áður?
Eins og ég sagði frá hér að ofan þá vaknaði ég á Nýársdag ekki beint í mínu besta standi og ég vissi að það sem krafist var af mér var algjör umsvipting hugsunar yfir í takmarkalausa hugsun fyrir árið framundan!
ÁN nýs og takmarkalaus hugsunarhátts, nýrrar sýnar og viðhorfs vissi ég að ég gæti ekki verið sú sem ég vildi eða hvað þá áorkað öllu því sem ég setti fyrir mér!
3 klst, 45 mín og 4 blaðsíðum í skriftum síðar var ég komin með nýja sýn, nýtt viðhorf og algjörlega nýjan hugsunarhátt sem fór út fyrir mörk efasemda og átti sér enga forsögu! Tillfinningin var ólýsanleg!
Það sem ég gerði var ekkert stórræði heldur skrifaði ég þau atriði niður sem voru að íþyngja mér og spurði sjálfan mig hvort þau virkilega væru sönn, hvort að ég virkilega væri vonlaus og hvort að ég virkilega gæti ekki staðið við það sem ég setti mér…
Það sem kom í ljós var að þessi hugsun mín var ekki sönn og ég áttaði mig á því að ÉG sjálf var virkilega mín eigin stærsta takmörkun! Og ég er nokkuð viss um að það sama getur vel átt við þig!
Mín takmarkalausa hugsun og sá einstaklingur sem ég vill verða 2013 einkennist meðal annars af því að…
Ég ögra mér daglega
Ég leitast eftir því að einfalda verkefni, samskipti og lífið
Ég hugsa jákvætt og eyði efasemd og ótta samstundis
Ég læri af mistökum og held áfram..
Eitt það stærsta sem ég áttaði mig á, og þetta sagði ég upphátt…það er…að ég má EKKI við því að EKKI sækja mér þjálfa fyrir sjálfan mig 2013! þ.e.a.s ef ég vill ná þeim hlutum sem ég set mér!
Hér fyrir neðan hef ég 5 spurningar sem getur hjálpað þér að ná því fram sem þú vilt árið 2013 á skýrari hátt.

Mundu: Ef þú vilt skapa eitthvað nýtt…til dæmis nýtt líferni, nýja líkamsþyngd, nýtt skap eða nýja hamingju þá þarft þú að fara út fyrir takamarkanir og bera hugsun sem á sér enga forsögu!

 

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

2 Comments

  1. Mr WordPress says:

    Hi, this is a comment.
    To delete a comment, just log in and view the post's comments. There you will have the option to edit or delete them.

  2. Svanhildur Hákonardóttir says:

    Hlakka til að fæ mataruppskrifta bókina 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *