5 ráð til að setja þér markmið sem þú nærð
Svona lítur hreinsunardagur út
7th January 2019
Himneskur Mangó Lassi drykkur
22nd January 2019
Svona lítur hreinsunardagur út
7th January 2019
Himneskur Mangó Lassi drykkur
22nd January 2019
Show all
Deildu á facebook
Facebook

5 ráð til að setja þér markmið sem þú nærð

DSC_1257

,,Ég set mér oft markmið en gefst svo uppá þeim, hvernig á ég að setja mér markmið sem ég næ?”

Þetta er áhugaverð spurning sem við fengum senda frá lesanda og mér fannst kjörið að nýta nýja árið í að svara henni enda eru heilsumarkmið eflaust mörgum ofarlega í huga núna. Í janúar fyllast oft líkamsræktarstöðvar af fólki með há markmið sem oft á tíðum fara sér of geyst og gefast fljótlega upp.

Að minnka sykurinn ætti að vera helsta markmið allra enda er sykur einn helsti heilsuspillir okkar tíma og veldur meðal annars þyngdaraukningu, liðverkjum og orkuleysi. Margar rannsóknir hafa sannað að hann sé næstum jafn ávanabindandi og kókaín! Ef slíkt hvetur ekki til að sleppa eða að minnsta kosti minnka sykurinn veit ég ekki hvað!

DSC_1260

Sykur getur verið 30 daga að hverfa úr líkamanum! Á meðan á þessum 30 dögum stendur getur oft verið erfitt að losa sig alveg við sykurlöngun þar sem sykur er enn í kerfinu, en ef þig langar að vita meira um skothelda leið að fæðusamsetningu sem gerir þessa 30 daga auðvelda og dregur strax úr sykurlöngun, smelltu þá hér! 

DSC_1253

Hér koma síðan 5 ráð til þess að setja þér heilsumarkmið sem þú nærð

1. Skrifaðu markmiðin þín niður

Rannsóknir hafa ítrekað sýnt mátt þess að skrifa niður markmiðin. Hversu einfalt er þetta ráð!? Með því að skrifa markmiðin niður ert þú allt að 42-50% líklegri til að ná þeim. Fáðu þér fallega stílabók eða dagbók og njóttu þess að strika markmiðin út á nýju ári.

2. Settu þér mörg lítil og raunhæf markmið

Það á aldrei að hætta að dreyma og auðvitað áttu að setja þér stór markmið. Hafðu bara í huga að hafa þau raunhæf og gefðu þér tíma til að ná þeim. Ef markmið eru of stór eða óraunhæf getur það orðið til þess að við frestum eða verðum vonsvikin með sjálf okkur. Ef markmiðið er stórt, skiptu því þá niður í minni markmið, t.d í stað þess að segja “ég ætla aldrei aftur að drekka gos” segðu frekar “ég ætla að hætta að drekka gos á öllum dögum nema laugardögum”.

3. Skrifaðu markmiðin niður á hvetjandi hátt

Fyrir sum okkar gæti það haft neikvæð áhrif að setja sér markmiðið “ég ætla að sleppa sykri í 14 daga áskorun” á meðan fyrir aðra gæti það verið jákvætt. Þegar þú skrifar markmið þín og segir frá þeim, hafðu þau með jákvæðum skilaboðum. Í dæminu að ofan gætir þú jafnvel viljað íhuga markmiðið “mig langar að borða hreina og holla fæðu í 14 daga” eða “ég set mig í forgang og ætla að borða fæðu sem nærir mig og gefur mér orku í 14 daga”.

4. Minntu þig reglulega á markmiðin þín og af hverju þú ert að vinna eftir þeim

Ástæða þess að mörg okkar byrja vel í upphafi en missa svo dampinn er sá að við einfaldlega höfum gleymt af hverju við settum markmiðin.  Þegar við viljum venja líkaman við nýja rútínu eins og að fara í ræktina verðum við að minna okkur stöðugt á það og setja það ef til vill í dagatalið svo við gleymum því ekki.

5. Leitaðu stuðnings við að ná markmiðum þínum

Rannsókn sem gerð var við Háskóla í Hollandi sýnir að þeir sem hafa gott félagsnet og stuðning eru allt að 80% líklegri til þess að ná varanlegum árangri. Segðu fjölskyldunni, samstarfsaðilum og vinum frá markmiðum þínum og biddu um stuðning þeirra, þau gætu jafnvel vilja vera með þér! Fáðu stuðninginn til að byrja árið orkumeiri, léttari og með heilsuna í forgangi og komdu á ókeypis fyrirlestur á netinu, þú munt læra:

  • Algeng mistök í breyttu mataræðinu sem leiða til fitugildru
  • Betri sætugjafar og aðrir sem eru VERRI en sykur
  • Einfalt “próf” sem sýnir þér bestu nálgun á sykurlöngun áfram
  • Uppáhalds drykk minn fyrir aukna orku! (algjör dúndur)

Skrifaðu svo markmiðin niður hjá þér, með því að skrifa niður og fá stuðning getur þú verið viss um að þetta ár byrji vel! 😉

Ef þig langar að rétta þig af eftir hátíðirnar og gera 2021 að þínu heilsuári með 3ja skrefa sannreyndri aðferð, skráðu þig þá hér og vertu með!

Þetta er ómissandi til að byrja nýja árið á réttum stað með skothelda 3ja skrefa formúlu til að auka orkuna, losna við jóla-kílóin og fylla 2021 vellíðan, sem þú átt skilið!

Hver eru heilsumarkmið þín? Deildu í athugasemdum hér að neðan.

„Sjáumst” á fyrirlestrinum!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

2 Comments

  1. Álhildur Vilhjálmsdóttir says:

    Heil og sæl
    Ég er búin að skrá mig á sykurlaust fæði í 14 daga
    mín vandræði eru þau að ég er með óþol fyrir hnetum, finnst þær góðar og hnetusmjör mjög gott. en fljótt koma einkenni fram t.d. í munni hvað er til ráða ?

    • Júlía heilsumarkþjálfi says:

      Sæl Álfhildur, gaman að fá þig með í áskorun!

      Þú getur t.d. skipt hnetunum út fyrir möndlur ef þú þolir þær eða einhver fræ sem þér finnst góð. Þú getur einnig skipt hnetusmjörinu út fyrir möndlusmjör eða tahini.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *