Afhverju umframeitur er að skemma fyrir heilsu þinni
12th November 2013Fæða fyrir aukna orku og kraft!
26th November 2013Afhverju umframeitur er að skemma fyrir heilsu þinni
12th November 2013Fæða fyrir aukna orku og kraft!
26th November 2013Mér finnst mér alltaf gaman að fá spurningar frá ykkur!
Þessa vikuna kemur hún frá Kristínu Ísleifsdóttur og hún segir:
“Mikið væri ég til í að fá betri fræðslu um hvað ég ætti helst að borða til að ná upp kröftum. Í dag hef ég úthald á við áttræða manneskju, suma daga á ég erfitt með að brjóta saman þvott; ég þreytist við að þvo mér um hárið, þarf að taka lyftu milli hæða o.s.frv. Ég er orðin svo þreytt á að vera þreytt og slöpp og vil fá lífið mitt, kraftinn og orkuna til baka. Hefurðu einhver ráð?”
Mín er ánægjan að fá að svara þér þessa vikuna, Kristín, með nokkrum hollráðum til þess að ná upp kröftunum og er ég viss um að fleiri muni hafa gagn af því.
Ég veit að spurningin þín beindist að fæðunni, en það er svo margt annað en fæðan sem spilar inn í fyrir aukna orku og kraft.
Með því að leiðrétta eingöngu fæðuna en ekki lífsstílsþættina og undirliggjandi orsakir fyrir orkuleysi getur það í mörgum tilfellum verið þýðingarlítið eða jafnvel þýðingarlaust að beina spjótunum einungis að fæðunni.
Svo lof mér að koma inná helstu lífsstílsþætti þessa vikuna, sem vert er að huga að í þessu samhengi. Í næstu viku mun ég svo koma betur inná fæðuna fyrir aukna orku og kraft!
Fyrir aukin kraft og meiri orku hef ég 3 hollráð þessa vikuna:
1. Losaðu þig við umframeitur í líkamanum
Sannleikurinn er sá að við búum í eitruðum heimi og án þess að taka oft nokkuð eftir því sest umframeitur auðveldlega að í líkama okkar og veldur ójafnvægi sem brýst út í formi krafleysis, þreytu, ofþyngslum, hausverkjum og ótal leiðindar einkennum.
Þegar við komum eingöngu til móts við fæðuna en ekki undirliggjandi rót vandans (eða umframeitrinu) mætti líkja því við að vinna aðeins hálft verk, því aðeins þegar þú hreinsar líkamann af þessum eiturefnum getur þú sagt skilið við orkuleysið og þá kvilla sem eru að hrjá þig, í stað þess að upplifa einungis tímabundna bót.
Með hreinsun getur þú auðveldlega endurræst líkama þinn og þannig upplifað hann ferskan og orkumiklan. Og ekki sakar að þú færð snöggan árangur á skömmum tíma í formi aukins krafts og þyngdartaps.
Annað mikilvægt atriði að koma inná er að þegar við mætum eingöngu fæðunni án þess að hreinsa burtu eiturefnin eru matarlanganirnar oftast enn til staðar vegna þess að áhrif fyrri fæðu er ennþá í líkamanum að ferðast um og getur valdið löngun í óhollustu sem gerir okkur erfitt að halda út breytingunni.
Í síðustu viku kom ég betur inná umframeitur í líkama þínum, svo kíktu á greinina hér og lærðu meira.
2. Taktu rétt bætiefni
Nægileg og rétt næring í líkama þínum er ávísun fyrir aukna orku og kraft, meiri skýrleika í huga og eðlilegu áreynslulausu þyngdartapi.
Nú er ég ekki að tala um öll bætiefnin sem eru merkt “fyrir aukna orku”, heldur allra frekar bætiefni sem líkami þinn þarf fyrir virka starfsemi, því í sannleika sagt getur og mun líkami þinn framleiða alveg næga orku sjálfur án hjálpar slíkra skyndilausna sem lofa aukinni orku í töfluformi.
Alls ekki miskilja mig hér að ég sé að tala illa um öll bætiefni. Mörg eru mjög náttúruleg og virka vel en punkturinn sem ég vil skilja eftir hjá þér er sá að þú þarft að tryggja líkama þínum rétta næringu áður en haldið er útí “aukna orku” bætiefnin.
Því það sem hefur verið ábótavant í næringu þarf að auka verulega svo fæðan ein og sér mun ekki duga til fyrst um sinn.
Þetta lærði ég af þekktum næringarþerapista sem ég lærði hjá að nafni Andrea Nakayama og situr það alltaf fast hjá mér.
Þú kannst eflaust við að þér er sagt að taka inn lýsi og omega og er það eitt af þeim mikilvægu bætiefnum sem vert er að taka fyrir orku, kraft og þyngdartap. Ég fer einnig betur í hvaða bætiefni draga úr þreytu, bæta orku og þyngdartap ásamt skammti þínum, og afurðum sem ég mæli með og á hvaða tíma dags þú ættir að taka inn mismunandi bætiefni í komandi 5-daga matarhreinsun hjá mér sem þú getur lært betur um með því að skrá þig hér.
Þar gef ég þér nákvæman leiðarvísi sem konur tala um að sé ómissandi þáttur í þessu samhengi.
3. Útilokaðu streitu eins og þú getur
Mitt þriðja ráð til þín er að minnka streitu. Streita dregur ekki bara úr lífsgæðum þínum heldur getur hún einnig verið ein helsta orkusugan í lífi þínu! Streita í lifrinni og fleiri líffærum getur einnig valdið ýmsum kvillum og sjúkdómum í líkamanum, svo ekki sé talað um fitusöfnum…
Mikilvægt er að huga að slökun með því að grípa til slökunaræfinga, athuga hvort þú sért að nota rétta öndun þegar þú ert í vinnunni eða taka stund í hugleiðslu.
Líkaminn þinn og heili eru stöðulega að bregðast við örvunum úr öllum áttum sem getur verið mjög þreytandi. En það þarf aðeins að taka 60 sek af slökun til að endurnýja glataða orku. Sestu einfaldlega í rólegheitum, og dragðu djúpt andann fimm sinnum. Einbeittu þér að því að anda rólega inn og anda rólega út.
Slökun og hugleiðsla er partur að áhrifaríkri hreinsun, fyrir áhugasama; lærðu ókeypis um hvernig þú getur farið að hér.
Þá er það komið í bili þessa vikuna Kristín, hafðu þó hugfast að þessi hollráð eru ekki tæmandi listi enda að mörgu að huga þegar það kemur að lífsstíl og orku.
Fylgstu með í næstu viku þegar ég segi þér frá mínum helstu fæðutegundum fyrir aukna orku! (þú vilt ekki missa af því)
En kæri lesandi; vakti greinin áhuga þinn?
Ef svo er máttu deila með vinum þínum á facebook og sérstaklega ef þú átt vinkonu sem hefur gagn að því að læra um meiri orku og kraft.
Mig langar að heyra frá þér!
Hugar þú að losun eiturefna áður en tekið er til í fæðunni? Og vakna jafnvel spurning hjá þér núna hvort þú þurfir á því að halda eða ekki?
Segðu mér frá því hér að neðan og köfum dýpra
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!