3 námskeið í desember
Jólatilboð
Sýnishorn af degi í L.A. og jólatilboð!
16th November 2016
hráfæðisréttir á jólunum
Höldum holl og góð jól! Námskeið og uppskrift
29th November 2016
Jólatilboð
Sýnishorn af degi í L.A. og jólatilboð!
16th November 2016
hráfæðisréttir á jólunum
Höldum holl og góð jól! Námskeið og uppskrift
29th November 2016
Show all
Deildu á facebook
Facebook

3 námskeið í desember

sykurlaus jól námskeið

Hæhæ!

Þá er ég er komin heim eftir mánaðardvöl í LA. Ég greip með mér smá kvef í veðurfarsbreytingunum en það er ekkert sem grænn safi hristir ekki af mér!

Mér tókst að stútfylla töskurnar mínar af bókum og glósum (ásamt nokkrum nýjum flíkum, einhverjum jólagjöfum og hnotubrjótum!).

Ég hlakka nú til að deila með þér fullt af nýjum hugmyndum, uppskriftum og fróðleik í desember!

Námskeiðin eru komin á flug aftur og sætin eru að fyllast! Eftir mikið af fyrirspurnum held ég loks námskeið á Akureyri þann 8. des! 🙂

a18f74d3-a119-4905-890c-a63866c0e85f

Vegan- og hráfæðisréttir fyrir jólin – 6.des á Gló Fákafeni

Komdu á skemmtilegt matreiðslunámskeið þar sem ég kenni þér að útbúa einfalda og fljótlega vegan- og hráfæðisrétti sem eru upplagðir yfir hátíðhöldin. Við matreiðum dásamlegan jólamat sem styður við orku og vellíðan, og smökkum auðvitað af öllu. Námskeiðis þáttakendur fá sérstakan jólamatseðill sem þeir geta síðan nýtt sér áfram. Við tölum um vegan ostagerð, hollan snittumat og jólaboðin!

Smelltu hér til að tryggja þér stað á vegan og hráfæðisjólanámskeið 6.desember á Gló í fákafen.

Ath: Námskeiðið inniheldur nýjar uppskriftir og ef þú hefur komið á matreiðslunámskeið Júlíu áður er tilvalið að koma aftur.

 

9

Námskeið

Sykurlausir jóladesertar og konfekt – 8.des á

Hótel Kea Akureyri 
 
Eftir mikið af fyrirspurnum kem ég loksins til Akureyrar með sykurlausa námskeiðið sem slegið hefur í gegn, nú með glænýjum jólauppskriftum. Við töfrum fram dýrindis hrákökur og konfektmola og smökkum af öllu! Við tölum um hvernig hægt er að breyta hefðbundnum bakstursuppskriftum í hollari útgáfur og hvernig má gera hrákökur án hneta og fræja. Allar uppskriftirnar eru sykurlausar, dásamlegar og sektarlausar! 🙂

 

 

Sykurlausir jóladesertar og konfekt – 13.des á Gló Fákafeni

 
Sívinsæla sykurlausa námskeiðið nú með nýjum uppskriftum og jólaívafi. Við töfrum fram hrákökur og konfektmola og smökkum að sjálfsögðu af öllu! Við tölum um hvernig hægt er að breyta hefðbundnum bakstursuppskriftum í hollari útgáfur og hvernig má gera hrákökur án hneta og fræja. Allar uppskriftirnar eru sykurlausar, dásamlegar og sektarlausar! 🙂

Smelltu hér til að tryggja þér pláss, sætin eru fljót að fyllast og síðast var uppselt! Við bjóðum einnig upp á sérstakt tilboð ef bæði námskeiðin á Gló eru tekin saman.
 
Ath: Námskeiðið inniheldur nýjar uppskriftir og ef þú hefur komið á matreiðslunámskeið Júlíu áður er tilvalið að koma aftur.

 

Ekki hika við að senda okkur línu ef þú ert með einhverjar spurningar út í námskeiðin eða annað!
 
Þekkir þú einhvern sem gæti haft áhuga á að koma á námskeið? Endilega deildu á Facebook!
 
Vonast til að sjá þig í desember!
 
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *