Sykurlaust útgáfuteiti og námskeið
glúteinfrí uppskriftir uppskriftabók
Spurt og svarað um Lifðu til fulls uppskriftabókina
12th September 2016
Ekta súkkulaði brownie úr bókinni
28th September 2016
glúteinfrí uppskriftir uppskriftabók
Spurt og svarað um Lifðu til fulls uppskriftabókina
12th September 2016
Ekta súkkulaði brownie úr bókinni
28th September 2016
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Sykurlaust útgáfuteiti og námskeið

Sykurlaust

Sykurlaust útgáfuboðið fyrir uppskriftabókina Lifðu til fulls vakti mikla lukku síðastliðin fimmtudag. Gestir gæddu sér á hummus og fjögra laga hollu snickers frá uppskriftum bókarinnar og var mikið stuð eins og sjá má hér á myndum frá smartlandi mbl. 

Sjáðu stemninguna frá sykurlausu teitinu með myndbandi hér

 

Uppskriftabókin sem var verið að fagna inniheldur yfir 100 ómóstæðilegar og einfaldar uppskriftir fyrir orku og ljóma og hefur verið skemmtilegt að sjá myndir af ykkur sem hafið þegar nælt ykkur í eintak og eruð byrjuð að gera úr bókinni hinar ýmsu uppskriftir. Ef þú átt eintak, notaðu þá endilega #lifdutilfullsbok þegar þú deilir á facebook og instagram svo við getum fylgst með 🙂

Á öðrum nótum. Þá hef ég lengi verið spurð að því hvort ég ætli nú ekki að fara halda matreiðslunámskeið og viti menn, það er nú að fara skella á og held ég tvö á Gló Fákafeni, en aðeins takmörkuð sæti í boði!  

Námskeiðin verða miðvikudagana 5. og 12. október.

5. október verður matreiðslunámskeið þar sem ég kenni að útbúa fljótlega vegan mat fyrir alla fjölskylduna. Á því námskeiði förum yfir hvað þarf að eiga í búrskápnum, hvernig er gott að hagræða vikunni og hvað megi gera til að flýta fyrir. Við eldum og smökkum 4 dásamlega rétti! Sjá meira um matreiðslunámskeiðið hér.

12.október námskeiðið snýr að sykurlausum sætindi og fer ég yfir hvernig á að skipta út sykrinum og gerum við æðislegar sætubita saman sem má njóta sektarlaust! Sjá meira um sykurlausa sætinda kvöldið hér.

Komdu á bæði og fáðu afslátt!

Ekki er víst hvort námskeiðin verða endurtekin vegna anna og aðeins örfá sæti í boði á bæði námskeiðin!  Farðu hér til að tryggja þér stað á fremsta bekk með mér í eldamennskunni á meðan það er enn laust!

Myndir frá sykurlausa útgáfuteitinu

Mikil matarást hér á ferð með Ebbu Guðný og Yesmine Olsson vinkonum.

Sigurbjörg Ágústdóttir, Ebba Guðný, Yesmine Olsson, Sæunn Sylvía Magnúsdóttir sáttar með nýju bókina.

Maðurinn minn, Villi og ég.

 

Margrét frænka og Lilja systir spenntar yfir bókinni.

 

Svava María besta vinkona mín hefur beðið lengi eftir bókinni.

Lifðu til fulls bókin – yfir 100 ómóstæðilegar og einfaldar uppskriftir fyrir orku og ljóma

 

Gestir fengu áritaðar bækur!

 

Takk fyrir mig!

 

 

Eigðu æðislega viku framundan! Vonast svo til að sjá þig á námskeiðunum á Gló í október!

 

Ef greinin vakti lukku hjá þér, smelltu á like og deildu með á facebook.

 

heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi

 

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *