Hvernig 3 barna móðir og amma missti 5 kg með sykuráskorun
28th April 2014Dans, yoga eða lóð, hvernig veistu hvað þú þarft?
13th May 2014Hvernig 3 barna móðir og amma missti 5 kg með sykuráskorun
28th April 2014Dans, yoga eða lóð, hvernig veistu hvað þú þarft?
13th May 2014…Ert þú týpan sem sækir stöðugt í súkkulaði, kökur og bara eitthvað sætt!?
…Eða ertu týpan sem elskar saltaðar hnetur og gott saltað popp?
…Eða ertu sú sem biður um extra sterkt á indverskum veitingastað og átt helling af sterkum kryddum?
Hvort sem þú sækir í sætt, salt eða sterkt þá er þessi löngun raunveulega að segja þér mjög mikilvæg og áhugaverð skilaboð um líkama þinn sem er að mínu mati vert að vita!
Í dag er alveg sérstakur þriðjudagur hjá okkur því þetta er í fysta sinn sem einhver annar en ég, Júlía heilsumarkþjálfi skrifar grein í okkar vikulega fréttabréf!
Svo ef þú ert komin með leið á mér þá þarft þú ekki að örvænta lengur því Sara heilsumarkþjálfi hjá okkur ætlar að segja þér safaríku fréttirnar í dag og hvað þessi löngun er raunverulega að þýða fyrir þig og þinn líkama!
Líkaminn er ótrúleg uppspretta upplýsinga. Hann er alltaf til staðar fyrir þig, hann dælir blóði, missir aldrei úr hjartslátt, meltir hvaða mat sem þú setur ofan í þig og heldur þér gangandi alla daga. Er þessi áreiðanlegi og fullkomni líkami að gera mistök með því að þrá ís, hamborgara eða súkkulaði?
Ertu að upplifa langanir vegna skorts á viljastyrk eða aga?
Mig langar til að benda þér á að þær langanir sem þú ert að upplifa eru ekki vandamál. Þær eru mikilvægar upplýsingar sem segja þér hvað líkaminn þinn þarfnast.
Mikilvægi parturinn við þetta er að skilja hvers vegna líkaminn þinn er að kalla á þá löngun sem hann kallar á. Kannski er fæðan þín of takmörkuð og þig skortir nauðsynleg næringarefni. Kannski ert þú að lifa lífsstíl sem er of leiðinlegur eða stressandi. Líkaminn þinn reynir að leiðrétta ójafnvægið með því að senda þér skilaboð.
Engin bók eða kenning getur sagt þér hvað þú átt að borða. Aðeins tenging við líkamann og meðvitund um þarfir hans geta sagt þér það. Af öllum samböndunum í lífi þínu, er það við líkamann þinn nauðsynlegast. Það krefst samskipta, ástar og tíma að rækta sambandið við líkama þinn. Þegar þú lærir að lesa og bregðast við löngunum líkamans, skapar þú djúpt og varanlegt samband við hann sem veitir þér heilsu og jafnvægi.
Í næsta skipti sem þú finnur fyrir löngun, meðhöndlaðu það eins og elskandi skilaboð frá líkamanum í stað veikleika.
Hér eru nokkrar algengar langanir sem þú gætir verið að upplifa
Sætur matur
Allir hafa upplifað sykurlöngun, oft er hún yfirþyrmandi. Þetta þýðir í raun að líkamanum þínum vantar orku. Ef við gefum undan þessum löngunum og fáum okkur eitthvað sætt sem inniheldur hvítan sykur ríkur blóðsykurinn upp og við fáum orkuskot í stuttan tíma. En eftir augnablik hrynur blóðsykurinn aftur niður og við verðum ennþá þreyttari og slappari eftir á og skiljum ekkert í því af hverju við erum svona orkulaus.
Þetta gæti þýtt að þú þarfnist meira próteins, meiri líkamlega áreynslu, meira vatn eða meiri ást í lífi þínu. Lykillinn að því að stöðva sykurlöngun er að skilja hvað líkami þinn raunverulega þarf .
Prufaðu að fá þér ávöxt eða 80% lífrænt súkkulaði. Þú gætir líka fengið þér ofnbakað rótargrænmeti (butternut squash, sætar kartöflur, rófur) með kvöldmatnum. Að borða fæðutegundir sem eru náttúrulega sætar getur hjálpað þér að svala sykurþörfinni.
Saltur matur
Að hafa löngun í salt getur verið vísbending um steinefna skort. Allt salt kemur upprunalega frá sjónum og náttúrulegt sjávarsalt inniheldur 60 mismunandi steinefni. Sem er grundvöllur fyrir myndun vítamína, ensíma og próteina.
Áður en þú stekkur út í búð og kaupir þér poka af snakki prufaðu að fá þér grænmeti, sérstaklega þetta dökkgræna þar sem það er stútfullt af steinefnum.
Þú getur einnig keypt þér gæða sjávarsalt til þess að nota við eldamennsku eða prufað ýmiskonar sjávarafurðir, t.d söl eða þara.
Sterkur matur
Finnst þér vanta eitthvað bragðmikið eða ertu að leita af einhverju sterku? Þegar við höfum borðað óhollan og tilbúin mat í langan tíma verður líkaminn of þungur og staðnaður. Blóðrásin verður veikari, líffæri og útlimir verða kaldari. Á þessum tímapunkti fer líkaminn að kalla á eitthvað heitt og sterkt til þess að vega upp á móti þessu ójafnvægi.
Oft fer fólk þá að leita í eitthvað þungt eða óhollt eins og pizzur eða sterkan mexíkanskan mat. Stað þess að fá þér óhollustuna getur þú prufað að nota ýmis konar krydd við eldamennskuna, eins og t.d hvítlauk, cayenne pipar, jalapenjó, svartan pipar, einnig lauk eða sellerý.
Þú getur einnig prufað þessar ábendingar til að bregðast við þeim löngunum sem líkaminn er að gefa þér:
– Fáðu þér glas af vatni og bíddu í 10 mínútur, sjáðu hvort að löngunin hverfi ekki.
-Borðaðu heilbrigðari útgáfu af því sem þú hefur löngun í. Til dæmis ef þú ertu með löngun í sætindi, reyndu að borða fleiri ávexti eða rótargrænmeti eins og við komum inn á hér að ofan.
– Þegar þú borðar matinn sem þú hefur löngun í, njóttu hans, finndu bragðið af honum og finndu áhrif hans á líkamann þinn. Þá munt þú verða meðvitaðri og frjáls til þess að ákveða hvort þú vilt þetta virkilega næst þegar löngunin kemur upp.
-Næst þegar þú færð einhverja löngun í eitthvað, staldraðu við og reyndu að komast að því hvað líkaminn er að segja þér. Þú ert ekki bara að vera gráðug eða skortir aga, líkaminn er virkilega að reyna senda þér skilaboð.
Kannast þú við eitthvað af því sem ég talaði um hér að ofan?
Ert þú með einhverjar skrítnar langanir?
Deildu endilega með mér og við getum kafað dýpra
Líkaði þér greinin?
Ef svo er líkaðu og deildu með vinum þínum á facebook
Og mundi að hlusta á líkaman þegar næsta löngun kemur upp!
Heilsukveðja
Sara Barðdal, Heilsumarkþjálfi Lifðu til fulls.
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
2 Comments
Takk fyrir frábæran og fræðandi pistil. Kristín
Mín er ánægjan Kristín, takk fyrir það 🙂