Konur og ketó
6th November 2018Hinn fullkomni vegan ís
5th December 2018Konur og ketó
6th November 2018Hinn fullkomni vegan ís
5th December 2018Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið stundum. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir.
Ofát af hvaða tagi sem er, hvort sem um er að ræða hollan eða óhollan mat, eykur álag á meltingunni, veldur sleni og þyngdaraukningu. Ástæðan fyrir þessum fylgikvillum er í raun einföld stærðfræði þar sem við innbyrðum kaloríur umfram það magn sem líkaminn þarf á að halda.
Til að koma okkur úr vítahring ofáts langar mig að deila með þér hugtakinu ,,mindful eating” eða ,,meðvitað át” en það snýr að því að virkja öll skilningarvit okkar þegar við borðum matinn. Í stað þess að borða á hlaupum, í flýti eða með sjónvarpskjá eða síma fyrir framan okkur erum við í núinu og einbeitum okkur að því hvernig maturinn smakkast, hvernig bragð og áferð hann hefur og hvaða tilfinningar fylgja því að borða.
Ef við erum ekki nægilega meðvituð þegar við borðum nær meltingin ekki sambandi við heilann til þess að segja okkur að við séum södd. Ekki bætir úr þegar við borðum í flýti enda sýna rannsóknir að það tekur meltinguna allt að 20 til 30 mínútur að senda skilaboð til heilans um að við séum raunverulega södd (sjá hér og hér). Með því að nýta okkur meðvitað át getum við notið matarins mun betur auk þess sem við gefum líkamanum tækifæri til að segja okkur hvenær við erum södd.
Hér eru nokkrar leiðir sem þú getur byrjað að nota fyrir meðvitað át:
- Finndu lyktina af matnum. Er hún góð, hlýleg, hvaða lykt getur þú tilgreint?
- Upplifðu lyktina af matnum og lýstu því sem þú finnur lykt af.
- Byrjaðu á að bíta hægt í matinn og byrjaðu svo að tyggja. Taktu eftir því að tungan ræður því hvoru megin í munninum þú tyggur. Færðu alla athyglina að munninum og taktu nokkra bita. Stoppaðu svo og finndu hvað gerist. Það sem gerist er undantekningarlaust mikil upplifun af bragði. Hvernig er upplifunin, er þetta súrt, sætt eða safaríkt?
- Taktu eftir áferðinni frá matnum. Þegar þú heldur áfram að tyggja, breytist bragðið? Á vissum tímapunkti munt þú einungis finna fyrir áferð á matnum því að bragðið hefur að mestu horfið.
- Leggðu hnífapörin niður á milli hverra 5 bita eða svo og andaðu að þér.
- Ekki kyngja strax. Staldraðu við í óþolinmæðinni og meðfæddu hvötinni að kyngja. Taktu þá eftir hvað gerist þegar þú flytur matinn yfir á staðinn þar sem honum mun verða kyngt. Þegar þú finnur hvötina til að kyngja, fylgdu henni niður að maganum, finndu fyrir öllum líkamanum og finndu að líkaminn þinn er núna einum bita þyngri.
Meðvitað át er ákveðin hugarvinna sem getur tekið smá tíma að tileinka sér. Vertu þolinmóð/ur ef það reynist erfitt fyrst um sinn því ávinningarnir eru þess virði og með tíma verða þeir eðlislægir þér. Meðvitað át hefur sannarlega hjálpað mér að njóta matarins enn betur, öðlast betri meltingu og borða aðeins þar til ég er södd, en ekki að springa.
Segðu mér í spjallinu hér að neðan, borðar þú hægt eða hratt? Hefur þú notað ,,mindful eating” aðferðir áður?
Ef greinin vakti athygli þína þá máttu endilega deila henni með vinum á facebook!
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!