
Vinsælustu bloggin árið 2024
10th March 2025
Fræolíur: Hættan sem leynist í mataræðinu þínu
24th March 2025
Vinsælustu bloggin árið 2024
10th March 2025
Fræolíur: Hættan sem leynist í mataræðinu þínu
24th March 2025Ég elska að byrja daginn á góðum morgunmat sem gefur mér orku og heldur mér saddri fram að hádegi. Orkugefandi kínóagrautur er í uppáhaldi. Fljótlegur, bragðgóður og hægt að undirbúa fyrir alla vikuna á 5 mínútum! Ef þú hefur smá aukatíma á morgnana er líka gaman að bæta við berjum eða kókosmjöli til að gera grautinn enn girnilegri.
Það besta við þessa grauta er að þú getur útfært þá á ótal vegu, aðeins hugmyndaflugið setur mörkin! Hér eru tvær útgáfur sem þú verður að prófa: annar með kakói (því stundum þarf maður smá kakó!) og hinn með berjum fyrir sæta og ferska byrjun á deginum.
Kínóa og chiafræ eru mjög prótein rík og gefa góða fyllingu, á meðan ber og kakó veita andoxunarefni sem styðja við hreinsun og geta dregið úr sykurlöngun.
Það er einfalt að hita grautinn upp eins og venjulegan hafragraut eða bæta út á hann soðnu vatni. Hann er líka ljúffengur kaldur!
–
–
Lesa einnig:
Granola með kókosflögum og skógarberjum
5 nýjar hugmyndir að hollum morgunmat
Orkugefandi hnetusmjörsþeytingur sem vinnur á sykurþörf
–
Orkugefandi og fljótlegur kínóagrautur á tvo vegu
~ uppskrift fyrir 2
1 1/2 bolli kínóaflögur eða soðið kínóa
1 3/4 bolli vatn
1 bolli möndlumjólk (eða notið meira af vatni)
1/2 tsk vanilluduft
1/2 tsk salt
–
Berið fram með:
kældri kókosmjólk (ég nota frá Coop, sem fæst í Nettó)
möndlumjólk
chia fræjum (ég nota frá himneskt)
tahini (ég nota dökkt tahini frá monki)
–

–
Fyrir jarðaberjagraut:
1/2 bolli sykurlaus jarðaberjasulta frá via health.
fersk mynta og jarðaber
–

–
Fyrir kakógraut:
bananasneiðar
kanil og kakóduft eftir smekk
–
Einu sinni til tvisvar í viku:
Sameinið kínóaflögur, vatn, möndlumjólk og salt í glerkrukku eða box. Bætið við jarðaberjasultu eða kakó og kanil eftir því hvaða graut er fyrir vali. Geymið í kæli. Uppskriftin er fyrir tvo svo ef þið viljið gera graut fyrir næstu 4 daga einfaldlega tvöfaldið uppskriftina.
Leggið chia fræ í bleyti (c.a 1/4 bolli chia fræ og 3/4 vatn)og geymið í kæli. Chia fræjin geymst í kæli í allt að 5 dögum.
1. Um morguninn má setjið öll hráefni í pott, leyfið suðu að koma upp og lækkið helluna. Leyfið að malla í 5-10 mín. Einnig er sniðugt að nota forsoðið kínóa og er þá nóg að hita það upp með örlítíð eða borða kalt.
2. Bætið chiafræjum útí. Berið fram með kókosmjólk, möndlumjólk og tahini. Bætið svo við ferskri myntu og jarðaberjum eða banana að vild.
3. Njótið sem lúxusmorgunverð á ferðinni!
–
Hollráð:
Hægt er að nota hafra í staðinn fyrir kínóflögur.
–
–
–
Hvað finnst þér huggulegt að fá þér í morgunmat? Hefur þú prófað kínóflögur áður sem graut?
–
Endilega deilið með vin eða vinkonu á Instagram og Facebook sem þú heldur að muni fýla þetta.

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
