5 ráð gegn streitu
24th October 2017Náttúrulegar leiðir til að bæta svefn
7th November 20175 ráð gegn streitu
24th October 2017Náttúrulegar leiðir til að bæta svefn
7th November 2017Streita er í dag talin einn stærsta orsök kvilla, ofþyngdar og sjúkdóma.
Að brenna út og verða fyrir áhrifum streitu er orðið síalgengara í þjóðfélagi okkar og eru konur næmari fyrir áhrifum streitu en karlar bæði á andlegu og líkamlegu heilsuna eins og ég deildi í grein síðustu viku.
Því er mikilvægt að halda streitu í skefjum og fannst mér því kjörið að fá Ásdísi grasalækni vinkonu að deila með helstu jurtum hennar gegn streitu.
–
3 jurtir gegn streitu
–
Burnirótin (Rhodiola rosea)
eða arctic root eins og hún er gjarnan kölluð er ein vinsælasta lækningajurtin í dag en upphaflega var hún notuð af rússneskum hermönnum til að auka frammistöðu þeirra og úthald, og einnig hefur hún verið notuð í gegnum tíðina til að auka vinnuþrek og langlífi. Rannsóknir á burnirót sýna að hún eykur einbeitingu, líkamlegt og andlegt úthald og vinnur gegn streitu og álagi. Hún hefur áhrif á innkirtakerfi líkamans og framleiðslu mikilvægra taugaboðefna og dregur úr streituviðbrögðum. Burnirótin getur verið gagnleg ef um orkuleysi og mikla streitu er að ræða og einnig til að skerpa á einbeitingu og virkni heilans.
Burnirót fæst íslensk í hylkjum víða, t.d í Apótekinu, Gló fákafeni og Nettó. Gott er að taka hana með morgunmat og jafnvel aukalega í hádeginu ef þess þarf.
Síberíu ginseng (Eleutherococcus senticosus)
er upphaflega komin frá Rússlandi og hefur verið notuð þar í landi til að auka mótstóðu gegn líkamlegri og andlegri streitu, auka orku, koma jafnvægi á hormónakerfi og auka langlífi. Síberíu ginseng er kröftug jurt sem dregur úr þreytu, eykur getu líkamans til að takast á við stress, styrkir nýrnahettur og styður við ýmsa hormónaframleiðslu í líkamanum. Ein rannsókn sýndi m.a. fram á að síberíu ginseng jók hæfni líkamans til að standast líkamlegt og andlegt álag. Síberíu ginseng hefur mun mildari áhrif en aðrar ginseng tegundir.
Ginseng fæst í duftformi hjá Ásdísi og í hylkjum hjá verslun MammaVeitBest og frá Solary í Heilsuhúsinu. Gott er að taka eins og burnirót á morgnana og í hádeginu.
–
Tulsi (Ocimum tenuiflorum)
eða ‘holy basil’ eins og hún er gjarnan nefnd er talin vera drottning lækningajurtanna samkvæmt Ayurvedískum fræðum en þessi jurt hefur verið notuð frá örófi alda í Indlandi og víðar í heiminum bæði í andlegum tilgangi og til lækninga. Tulsi er yfirleitt notuð í teformi og inniheldur töluvert magn af andoxunarefnum ásamt C vítamíni sem eru gagnleg til að vinna gegn áhrifum streitu úr umhverfinu og er stundum nefnd ‘anti-stress’ jurtin þar sem hún hefur mild róandi áhrif á taugakerfið. Tulsi hefur verið notuð lengi vel gegn vægum kvíða og til að róa taugakerfið en einnig hefur þessi jurt lækkandi áhrif á blóðþrýsting og hefur mild bólgueyðandi áhrif. Í Ayurvedískum fræðum er mælt með reglulegri tedrykkju af Tulsi til að standast betur álag og streitu í amstri dagsins.
Tulsi fæst í duftformi hjá Ásdísi grasalækni. Tulsi fæst líka hjá Pukka te í Gló Fákafeni og Heilsuhúsinu. Tulsi jurtin hefur engin örvandi áhrif, bara mild og má drekka hvenær sem er og þess vegna á kvöldin sem er gott.
–
Ég vona að þessar jurtir nýtist vel og hjálpi þér að halda streitu í skefjum. Mælt er með að prófa eitt í einu og sjá hvernig maður verður en það má alveg taka þetta allt saman. Þeir sem eru með háan blóðþrýsting gæti þurft að fara varlega varðandi inntöku á Síberíu gingseni.
Fyrir áhugasama má fylgjast betur með Ásdísi á heimasíðu hennar hér, á Facebook eða Instagram. Ásdís er jafnframt með stofu í Reykjanesbæ og Gló Fákafeni þar sem hún notar eingöngu lífrænar jurtir. Ég mæli með að kíkja til hennar.
Ég hef sjálf notað burnirótina og hún hjálpað mér að skapa jafnvægi á orku og slökun á streitutímabilum.
Láttu vita í spjallið hvað þú hefur tileinkað þér í streitulosun og sköpum umræðu!
Deildu endilega greininni með á samfélagsmiðlum sérstaklega til vinkonu eða vinar sem er undir mikilli streitu eða vinnuálagi!
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
2 Comments
Sæl smá forvitni ef maður þurkar burnirót er hún þá tilbúin til átu
Bestu kveðjur
Sæl Ísabella,
ég þori ekki að lofa að það sé nóg. það er oft sem burnirótin er eitruð og því mæli ég ávallt með að kaupa frá grasalækni eða þá kaupa útí búð.