Leynitrixið mitt að góðri hráköku
9th December 2014Jólabooztið sem styður við þyngdartap
23rd December 2014Leynitrixið mitt að góðri hráköku
9th December 2014Jólabooztið sem styður við þyngdartap
23rd December 2014Jólin eru sannarlega að koma.
Kertaljós, jólasöngvar og hvítur snjór…Ekkert er huggulegra.
Tími fjölskyldu og vina, hefða og gjafa að gefa. Aftur á móti lendum við oft í því að fara í gegnum þau með með látum og stressi.
En þú þarft þess ekki í ár.
Við hjá Lifðu Til Fulls vildum gera eitthvað til að þakka þér fyrir árið að líða og hjálpa þér að huga að orku og vellíðan í miðjum jólaundirbúningnum. Við settum því saman sérstaka jólaáætlun sem gjöf til þín frá okkur.
Með því að sækja jólaáætlunina færðu vikuáætlun með einu verkefni fyrir daginn og litla þakklætisæfingu til að halda jólaandanum á lofti. Það besta er að áætlunin tekur að meðaltali 10 mín á dag að ljúka, það geta allir gefið sér 10 mínútur – er það ekki?
Til að fá jólaáætlunina þarftu einfaldlega að skrá þig með nafni og netfangi og deila henni með vinum þínum á facebook og þannig gefa þínum vinum gjöf heilsu yfir jól.
Þegar þú hefur skráð þig og deilt sendum við þér jólaáætlunina í fallegu pdf formi til útprentunar og þú getur hafist handa að sáttari jólum.
5 ráð að orku og vellíðan fyrir jól
Flest okkar búa við streitu og taka eftir þreytu og óskýrri hugsun sem henni fylgir. Annað sem fylgir streitu sem ekki mörg okkar vita er að streita hægir á brennslu.
Rannsókn frá Ohio háskóla sýndi að konur um fimmtugsaldurinn sem höfðu upplifað að minnsta kosti einn stressmikinn atburð síðustu daga brenndu 104 kalóríum færri hitaeiningum en þær sem höfðu ekki upplifað neitt stress.
Getur þessi munur á brennslu líkamans orsakað þyngdaraukningu um allt að 5 kg yfir árið, samkvæmt rannsókninni.
Insúlínmagnið hjá þeim konum sem voru stressaðari mældist einnig hærra en hjá hinum, og getur það leitt til meiri fitumyndunar.
Í jólaáætlun okkar leggjum við sérstaklega uppá dagleg hollráð sem styðja við jafnvægi á skapi þínu og hormónum. Það gerir að verkum að þú ert viðbúnari þegar streituríkar kringumstæður skella á.
Fylgdu hollráðunum hér að neðan og náðu í jólaáætlunina hér fyrir jafnvægi, orku og þyndartap.
1. Haltu jafnvægi á blóðsykri fyrir jólahlaðborðið eða veislur og forðastu að mæta of svöng. Fáðu þér einn grænan drykk fyrir jólahlaðborðið sem dæmi. Það mun hjálpa þér að missa þig síður yfir kræsingunum og fá þér passlega á diskinn. Þú getur þannig farið sátt og sæl frá kvöldinu.
2. Hreyfðu þig í 5-10 á dag að lágmarki. Hreyfing styður við hjarta og æðakerfið þitt. Þegar hjarta og lungu starfa betur hefur þú meiri orku til þess að sinna daglegum verkefnum. Hreyfing bætir einnig kynlífsvirkni, sem sakar ekki, (sjá rannsókn hér). Þú getur farið í göngu eða einfaldlega gert æfingar heima.
3. Fáðu þér meira af grænmeti á diskinn. Reyndu að skammta þér meira af grænmeti á diskinn þinn þannig að minna pláss sé fyrir reykta kjötið eða aðrar kjötafurðir. Grænmeti er náttúrulega lágt í kaloríum og auðmeltanlegt í eðli sínu. Einnig getur grænmetið minnkað streitu og aukið orku.
4. Gerðu eitthvað fyrir þig í 10 mínútur á dag. Það er engin ástæða til að að nota allan jólamánuðinn sem afsökun til þess að missa okkur í óhollustu (trúðu mér ég hef gert það), það er akkurat tíminn til þess að styðja við þína heilsu, þá ertu raunverulega að vera góð við sjálfa þig. Fylgdu daglegu ráðleggingum frá jólaáætlunni og gerðu eitthvað fyir þig í 10 mín á dag.
5. Búðu til þinn eigin sætubita. Nú eru til margar góðar uppskriftir víða fyrir holla og góða mola sem þú getur notið án þess að fá illt í magann eða finna hausverk. Þú getur einnig nálgast fleiri uppskriftir hér í Sektarlaus sætindi rafbók ef þú ert ekki nú þegar búið að ná í hana.
Skrifaðu mér í spjallið hér að neðan, Hvernig hefur þú hugað að þér þér þegar tíminn er lítill?
Það er alltaf ánægjulegt að heyra frá þér.
Tryggðu þér þitt eintak af jólaáæltun og fáðu vikuáætlun fyrir orku og vellíðan yfir jól. Náðu í hana hér á meðan þér býðst með því að skrá þig og deilda með vinum á facebook. 🙂
Jólaáætlun fyrir orku, jafnvægi og vellíðan hér
Óskum þér gleðilegra jóla
Júlía heilsumarkþjálfi og Lifðu til fulls teymið
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!