Meistaramánuðurinn þinn – 3 hugmyndir
1st October 2013Sannleikurinn um skjaldkirtilinn og lyfin þín
15th October 2013Meistaramánuðurinn þinn – 3 hugmyndir
1st October 2013Sannleikurinn um skjaldkirtilinn og lyfin þín
15th October 2013Ég bara verð að segja þér nokkuð,
Þetta er eitthvað sem ég trúi að muni breyta hugmyndum þínum um spínat en þetta er einmitt ástæða þess að ég fór frá því að vera 80% grænmetisæta þar sem ég borðaði 1/2 kg af spínati á viku (já!) og án nokkurs árangurs í langan tíma þrátt fyrir mikla hreyfingu með þjálfara
…yfir í að hætta að borða hrátt spínat yfir höfuð og velja frekar fæðutegundir sem hæfðu mér!
Þá loksins fór ég að sjá árangur aftur og gat viðhaldið minni æskilegu þyngd.
Svona dæmi er góð ástæða fyrir því að við þurfum að hætta að leyfa fjölmiðlum að hafa svona mikil áhrif á okkur um hvað við eigum að borða og hvað ekki!
Því ef lífið væri svo einfalt værum við þá ekki öll grönn, flott og í formi?
Það sem ég komst að um spínat og hvert heilsa mín var komin er eitthvað sem gjörbreytti ákvörðun minni fyrir líkama minn um neyslu spínats og studdi við mitt eðlilega þyngdartap í stað þess að halda henni því stað.
Spínat, eins hollt og okkur er sagt að það sé, á ekki við fyrir alla.
Til þess að fyrirbyggja allan misskilning vil ég nefna það strax að ég er ég ekki að mæla með því að þú hættir að borða spínat einsog ég þurfti að gera. Þessi skæra og græna fæða er ein hollasta fæða sem völ er á, stútfull af C, E, og K-vítamínum, full af andoxunarefnum og fleiri frábærum eiginleikum sem styðja við heilsu þína. En þrátt fyrir alla þessa kosti að þá þurfa konur samt að vera á varðbergi.
Ástæðan er sú að konur eru viðkvæmari fyrir hægari og vanvirkari starfsemi skjaldkirtils okkar.
Skjaldkirtillinn framleiðir hormón sem stýrir þörf líkamans á orku, sérstaklega notkun líkamsfitu.
Og þetta kæri lesandi er akkúrat það sem kom fyrir mig! Með of miklu spínati í mataræði mínu og of lítið af dýraafurðum kom í ljós að skjaldkirtillinn minn starfaði hægar.
Þetta gerði það að verkum að ég var þrjá mánuði í mjög góðri hreyfingu en sá engan árangur!! Þetta var mér púsluspil og varð til þess að ég þurfti að kanna þetta enn betur.
Málið er að…
Skjaldkirtillinn þinn framleiðir hormón sem hafa stjórn á notkun líkamans á orku, sérstaklega á notkun líkamsfitu. Til að framleiða þessi hormón krefst líkaminn steinefnis sem kallast joð. Efni í hráu spínati sem kallast goitrogens getur dregið tímabundið úr hæfni líkamans til að nýta joð úr fæðu.
Og hvað er þá joð..
Joð er snefilefni sem finnst í mjólkurafurðum, kjöti, fiski, flestum ávöxtum og grænmeti (þó getur magnið verið mismunandi eftir ástandi jarðvegs á vaxtaskeiði grænmetisins). Joð er einnig viðbætt í matarsalt sem veldur því að joðskortur er sjaldgæfur hjá þróuðum þjóðum. Skjaldkirtillinn þinn geymir hæfilegt magn af joði til framleiðslu skjaldkirtilshormóns.
Sannleikurinn um joð…
Þegar þú færð ekki nóg joð í mataræðinu þá getur líkaminn þinn ekki framleitt nóg af skjaldkirtils hormónum, sem eykur líkur á sjúkdómi sem kallast vanvirkur skjaldkirtill. Vanvirkur skjaldkirtill getur einnig haft fleiri vandamál í för með sér fyrir utan skort á joði. Án nægilegra skjaldkirtilshormóna, getur þú þyngst; orðið viðkvæm fyrir kulda; orðið veik og þreytt; upplifað meltingatruflanir; fengið viðkvæmt hár, neglur og föla húð.
Þegar skjaldkirtillinn er óheilbrigður þá nær hann ekki að geyma nægjanlegt joð.
Að neyta spínats í hófi er þó ólíklegt að draga illan dilk á eftir sér nema þú sért með skjaldkirtils vandamál fyrir.
Vakti greinin áhuga þinn?
Ef svo er máttu deila með vinum þínum á facebook og sérstaklega ef þú átt vinkonu sem glímir við vanvirkan skjaldkirtil. Ekki leyfa þeim að fara á mis við heilsu sína eins og ég þurfti að upplifa.
Mig langar að heyra frá þér!
Neytir þú spínats daglega? Og vaknar jafnvel spurnig hjá þér núna hvort þú eigir að neyta þess eða ekki?
Segðu mér frá því hér að neðan og köfum dýpra.
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
75 Comments
Takk fyrir þetta,mjög áhugavert, nei ég borða spínat í hófi.
Takk sömuleiðis Kristjana, frábært að hafa þig með í Lifðu til Fulls samfélaginu! Gott hjá þér að gæta hófs.
Sæl, hvað með okkur sem erum með ofvirkan?
Sæl Anna Karen, takk fyrir að spurja! Samkvæmt síðu home remedies, ásamt öðrum treystum síðun gildir það sama við ofvirkum skjaldkirtli og því mælt með að forðast spínat. Prófaðu þess í stað ljósgrænt grænmeti, eitthvað eins og lambhaga salat eða Romaine í drykki og salöt 😉
..þarna er hugsanlega komin skýring á endalausri líkamsþjálfun, fitusöfnun, ljótum gáróttum nöglum og síþreytu…Ja hérna..ég sem hesthúsa alltof mikið af spínati daglega ! Takk fyrir greinina…. <3
Ég hef undanfarin 8 ár látið spínat og grænkál eiga sig vegna mikils járninnihalds. 2005 greindist ég með arfgenga járnofhleðslu og tók mataræðið í gegn einusinni enn. Nú borða ég grænmeti helst soðið það fer betur með mig. Ég verð líka að taka út blómkál og brokkoli af sömu ástæðu. Ég hef aldrei fallið fyrir “léttri fitu” bara notað mitt lýsi, smjör og smjörva, svo eru ostarnir bara gamaldags ekki létt. Nota þetta viðbit hvort sem er ekki mikið
Þetta sama á við grænkál og hrátt brokkoli , þvi miður :(“
Þekki þetta, fór á hreinsunarmataræði og drakk rosa mikið af græna drykknum sem á að vera allra meina bót … nema hvað skjaldkirtillinn fór af stað og er nú vanvirkur. Hefði betur vitað þetta, grunaði að þetta hefði eitthvað haft með hreinsunarmataræðið og allt spínatið og engiferinn að gera en hef aldrei lesið skýringu fyrr en nú, takk fyrir!
Takk fyrir þetta mjög áhugavert ég er einmitt með vanvirkan skjaldkirtil og var búin að sjá þetta um spínat og skjaldkirtilinn á erlendri síðu ekki fyrir svo löngu en man ekki hvar, ég stofnaði síðu á facebook fyridr fólk með skjaldkirtilssjúkdóma því ég vildi ekki trúa að það væri bara ég sem liði svona ömurlega eins og mér leið alltaf en annað kom nú í ljós og ég er alltaf að læra meira og meira hvað má borða og hvað ekki og er soja td nr 1 á óvinalistanum hjá mér ! Spínat borða ég ekki oft en geri það stundum en hef ekki verið hrifin af því að borða það síðan ég las um að það væri ekki gott fyrir fólk með vanvirkni í skjaldkirtlinum!
Hæ Harpa mig langar að forvitnast um síðuna fyrir fólk með skjaldkirtilssjúkdóma ég er búin að vera með vanvirkan í 25 ár og er alltaf jafn þreitt á því hve hægt allt gegnur hjá mér með þyngdarmissir eins og skjaldbaka.. takk takk.
Takk fyrir öllu þessi goðu ábendingar. Ég for immit fyrir viku i Blóðprufu og læknirinn hringði mig og sagði að ég væri með “vanvirk skjaldkirtill” og hann skrifaði mig á Levaxin sem ég þarf að taka sennilega alla ævi. Ég nybyrjað að taka lyfin, en ég vill vita meira um hvað má og hvað má helst að forðast i matarræði. Óskin min er að laga það með rétt matarræði og losna með töflurnar. Getur þu hjálpa mér með það. Hlakka til að heyra frá þér.
Kær kveðja
Brigitte Einarsson
Mig langar til að benda öllum sem þjást af vanvirkum skjaldkyrtli á grein frá http://WWW.Dr.Mercola.com
Her er síðan:
http://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2011/08/01/are-synthetic-thyroid-drugs-like-synthroid-actually-making-your-condition-worse.aspx
Kveðja.
úr hverju fáum við joð í mataræðinu?
Sérstaklega þara þaratöflum og sölum úr sjónum
Ég er með vanvirkan skjaldkirtil og er á lyfjum við því. Ég hef verið að fá greinar frá Ameríku um hvað fólk er að lifa við sömu einkennin þrátt fyrir að blóðprufur segi að allt sé komið í lag. Þá er það mataræðið sem skiptir máli til að byggja upp frumurnar til að laga það sem aflaga hefur farið. Ég hef ekki heyrt um spínatið en ég hef verið að nota það þónokkuð í heilsudrykki, þarf að skoða það. sjá vefsíðu: http://sandiegothyroiddoctor.com/thyroid-breakthrough/?sub=1287143
Takk fyrir þessar upplýsingar….ég hef örugglega verið of dugleg við spínatið og ætla að prófa að sleppa því aðeins 🙂
já ég glími við vanvirkan skjaldkirtil, en borða nú engin ósköp af spínati eða salati, þó alltaf eitthvað. en ég borða dýraafurðir en engan mjólkurmat og ekki hveiti þar sem ég þoli hvorugt.
Ég er búin að borða frekar mikið spínat síðasta mánuð þar sem ég er í heilsuátaki, en léttist voða lítið miðað við allt það grænmeti sem ég borða og enga óhollustu. Þetta gæti kannski verið ástæðan því uppstaðan í grænmetinu mínu er spínat
Já þetta vakti svo sannarlega athygli mína.Ég borðaði 1 poka á dag samkvæmt læknisráði eftir legnám fyrir u.þ.b 9 árum til að auka blóðið og tók líka fullan skamt af JÁRNI.Síðan þá hef ég elskað spínat.Fyrir þrem árum var ég orðin mjög þróttlaus,skalf úr kuld,svaf í flíspeysu og ullarsokkum.Ég var ekki nema ca 1/12 af sjálfri mér þegar ég fór til læknis og það var mikið margt að mér.kóesteról alltof hátt,Blóðþrýstingur í hæstu hæðum,stirðleiki og verkir í öllum liðamótum,hjartsláttur mikill og mikil mæði.
Skjaldkyrtillinn mældist svakalegur.Gildið sem á að vera um 4 var 100,gildið sem á að vera milli 12 og 15 var 1.S.s. skajdkyrtillinn er óvirkur,ég tek töflur við því.
Eftir lestur þessarar greinar ætla ég að kveðja mitt dásamlega Spínat.
Og já ég er eins og jójó í þyngd.
Takk fyrir upplýsingarnar.
Það er greinilegt að þessi grein vakti áhuga ykkar stúlkur og æðislegt að sjá það!
Harpa, já Soja getur verið óvinur okkar. Sojabaunin er einmitt sú sem mannlíkaminn meltir hvað verst og í þokkabót hefur soja ekki góð áhrif á hormónastarfsemi kvenna þrátt fyrir mikla auglýsingu á tímabili um að þau geta létt á einkennum breytingaraldurs, sem þau raunverulega gera en með tímanum geta þau valdið heilsuspillandi sjúkdómum 🙁
Alma, joðið er eitthvað sem við finnum í sumum lífrænum jógúrtum, sjávarþangi/þara og t.d nýrnabaunum og kartöflum. Ef einkennin þín benda til að þú sért með vanvirkan skjaldkirtill myndi ég mæla með að taka in joðið í dropum, sjá t.d hérna frá mammaveitbest = http://mammaveitbest.is/en/product/magnascent-iodine
Ásta, áhugaverður punktur hjá þér. Kannski ágætt að gæta hófs þegar kemur að því að velja grænmeti sem hæfir og þá sérstaklega spínatinu.
Sólveig, ánægjulegt að heyra að ég gat hjálpað þér! Taktu því sama sem Liisa sagðu okkur, grænkál og brokkolí líka. Hófseminn skiptir mestu máli þegar skjaldkirtillinn er komið í rétt horf!
Stelpur mér þykir virkilega vænt um að heyra frá og sé að þetta er aldeilis áhugavert umræðuefni og eitthvað sem vekur ykkar athygli.
Endilega sendið mér í “spurðu Júlíu” kassan hér ef þú hefur áhugavert umræðuefni sem þú myndir vilja smá meiri fræðslu um og ég myndi gjarnan vilja skapa blogg umræðu eins og þessa um það málefni! = https://lifdutilfulls.is/spurningar/
Styð við þig og leiði þig til árangurs!
heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Sæl Júlía, ég er komin á lyf vegna vanstarfsemi í skjaldkirtli, hef verið að spá í hvort það geti verið gott að taka inn Selen sem bætiefni, eða er hætta á að fá of mikið af þessu efni ef maður er að taka önnur bætiefni samhliða ?
Sæl Helga, ég leita alltaf til mammavveitbest.is fyrir bætiefni mín, ég er einmitt að taka inn joið frá þeim og skildi ég eftir slóðina fyrir það bætiefni hér að ofan í skilaboðum til Ölmu! Það er örruggt og áhrifaríkt bætiefni. Takk fyirr spurningu þína, Helga!
Og Helga til að betur útskýra fyrir þér muninn á Selen og joðinu sem bætiefni þá þarf ég fyrst að vita hvort þú átt við vanvirkan eða ofvirkan skjaldkirtli að glíma?
Þar liggur greinarmunurinn á því hvort þú eigir að taka inn selen eða joð eða hvort þú þurfir að taka bæði. Fyrir of ofvirkan skjaldkirtil er mælt með að taka selen en fyrir vanvirkan þá er mælt með joði.
Helga ég myndi látta athuga hjá lækni hvert ástandið er hjá þér, hér kemur áhugaverð grein fyrir frekari skilning og greiningu = http://wp.fss.is/sju203/sjukdomar-i-innkirtlum/of-og-vanvirkni-i-skjaldkirtli-hopur-5/
Ja hérna hér líður eins og liðurinn um ” sannleikurinn um joð” sé skrifaður um mig er á levaxin við vanvirkum skjaldkirtli og sé að það eru margir með þetta vandamál
Ragnhildur ég er glöð að geta hafa talað svona til þín! aljörlega þetta er algengt vandamál sérstaklega hjá konum eftir fertugt…
Sæl – þetta finnst mér mjög áhugavert. Ég fór að taka inn spínat, í hristinga, fyrir rúmu ári síðan. Ég hef verið að velta fyrir mér, hvort það sé ástæðan fyrir því hversu oft ég fæ alveg ofboðslega magaverki? Hef alltaf verið slæm í maga. Þannig ef til vill ætti ég að taka þetta alveg út? En eins og segir hér að ofan, það er búið að hamra svo á því hversu spínat sé hollt að ég er eiginlega með samviskubit ef ég sleppi því…
Með góðri kveðju, Sonja Dröfn
p.s. og ekki hef ég náð að léttast á þessu tímabili…
Sæl Sonja, ég hef sjálf verið slæm í maga og eitt er víst að við þurfum að gæta hófs þegar kemur að spínati og fleiri fæðutegundum. En ég er hreinlega ekki viss í þínum kringumstæðum hvort það sé að valda magaverknum hjá þér, það er eitthvað sem þarf jafnvel að grafa betur. En ekki hafa samviskubit ef þú ætlar að prófa þig aðeins áfram og minnka spínatið, það er svo fullt fullt af öðru grænu sem þú getur fengið þér í staðinn. Það sem er hollt fyir einn er kanski ekki endilega hollt fyrir annan! (hafðu það í huga)…
Mikið var þetta áhugavert og ég er búin að deila greininni á Facebook. Ég er líka ein af ykkur sem tek inn Levaxin við vanvirkum skjaldkirtli, ég hef tekið þetta inn í rúmt ár og það tók smá tíma að auka alltaf skammtinn en ég hef ekki fundið neina breytingu nema þá einu að ég byrjaði aftur á blæðingum (sem voru hættar). Ég er enn mjög þreytt, of þung, alltaf kalt strax eftir máltíðir og reyndar mjög kulsækin (sem ég var aldrei hérna áður fyrr) mjög þunnhærð, meltingartruflanir og bara öll þessi atriði sem þú nefnir eiga við mig þrátt fyrir að vera að taka þetta lyf og blóðprufur segi að núna sé þetta í lagi með þessum lyfjum. En ég er ekki að borða spínat í neinu magni, ég borða bara allan mat og spínat er lítill hluti af því ef eitthvað ! Ég er orðin mjög þreytt á þessari líðan og var að velta fyrir mér að fara til efnaskiptalæknis, er það eitthvað sem gæti hjálpað manni ?
Beta ég myndi í öllum tilfellum á að fara til innkirtlasérfræðings. Ég eyddi tveimur árum í það að hlusta á heimilislækna segja mér að allt væri í fínasta standi hjá mér. Fór svo á eigin vegum til innkirtla sérfræðins sem hefur nú margfaldað skammtinn minn. Ég hef það mun betra en er þó ekki komin alveg á réttan stað. “Rétti skammturinn” er mjög persónubundinn, því er árýðandi að fá innkirtlasérfræðing í lið með sér.
Hæhæ er bara að pæla hvort þú sért með heimildir fyrir þessu og hvort þú gætir sett þær greinar eða upplýsingar hvar þú fékkst heimildirnar 🙂
Kondu sæl ég er búin að vera mikið í spínati enda er skjaldkirtilin hjá mér latur og mig langart að fág eitthver góð ráð,ég þakka þér fyrir að koma með þetta. Kveðja Petrína
Sæl Petrína, endilega sendu spurningu þína í “spurðu Júlíu” hnappan hér https://lifdutilfulls.is/spurningar/
og ég myndi gjarnan vilja fá þá að skrifa um það í bloggi mínu ef ég sé það hæfa 😉 Eflaust er þetta eitthvað sem fleiri konur glíma við
Get ég tekið eitthvað inn til að fá meyri orku? Ég er búin að vera hugt á spínati.
Ég greindist með 4.stigs eitlakrabbamein í fyrra. Það hafði m.a. sáð sér í skjaldkirtil sem þurfti að fjarlægja þannig að ég fæ allt mitt þíroxín í töfluformi. Mér gengur mjög illa að ná aftur þreki og skýri ég það frekar með skjaldkirtilsleysinu heldur en eftirkostum lyfjameðferðar. Ég reyndi að hressa mig við með próteindrykkjum sem reyndist svo vera sojaprótein og það dró nær alveg úr virkni . Af grænu grænmeti borða ég nær eingöngu brokkolí og spínat. Mikið væri ég til í að fá betri fræðslu um hvað ég ætti helst að borða til að ná upp kröftum. Í dag hef ég úthald á við áttræða manneskju,
Kristín þetta er frábært spurning til að senda okkur hér = https://lifdutilfulls.is/spurningar/
hiklaust fleiri konur sem hafa hugað að þessu líka
Datt óvart inn á umræðuna um spínat og vil bæta við örlitlu. Ég veiktist mjög skyndilega fyrir nokkrum mánuðum af brisbólgu og lá á sjúkrahúsi um tíma . Þar sem ég á ekki við áfengis eða lyfjavandamál að stríða var farið ýtarlega yfir hverjar breytingar hefðu verið hjá mér td. varðandi mataræði og þegar ég sagði frá að ég hefði verið í heilsuátaki og ma. notað búst 1-2 á dag sem innihélt oftast líka spínat ,þá var mér sagt að það gæti verið varhugavert að eta spínat vegna þess að við ræktunina þyrfti að úða það með klórvatni vegna einhverra skordýra sem lifa á því. Nokkru seinna voru fréttir í fjölmiðlum um að nota ekki erlend bláber og jarðaber nema að sjóða þau. Núna nota ég ekki spínat.
Sæl, mjög áhugaverður pistill hjá þér, ég var að senda þér email sem þú mátt endilega kíkja á 😉
Takk fyrir góðar upplýsingar. Ég var með ofvirkan skjaldkirtil, sem er óvirkur í dag og tek +eg lyf. En mér hefur alltaf fundist hrátt grænmeti henta mér illa og ekki farið vel í mig, en aldrei fengið neinn hljómgrunn. Bara þetta sýnir okkur að hlaupa aldrei á eftir alhæfingum, sem mörgum hættir tilþ
Takk aftur
Ég skil ekki hvers vegna það skiptir máli hvað borðað er, upp á starfssemi skjaldkirtilsins, ef maður er á skjaldkirtilslyfjum. Tryggja þá lyfin ekki nægilegt magn skjaldkirtilshormóna? Kv Helga K.
Já Helga mér þykir þetta góð spurning. Á lyfið ekki að koma með rétta magnið í stað skjaldkirtilsins ? Er ástæða til að örva eitthvað sem ekki er að virka ? þ.e.a.s. tekur lyfið ekki yfir hlutverk skjaldkirtilsins ? Eða ?
Vandamálið er ekki alltaf magnið af skjaldkyrtils hormónum. Þetta eru oftast gerfi efni og virka ekki hjá öllum. Sumir prófa náttúrulega skjaldkyrtils hormóna unna úr svínum. Svínin hafa skjaldkyrtil sem starfar líkast okkar eigin.
Annars eru fjölmargir hlutir sem haftra skjaldkyrtils hormónum frá því að nýtast í líkamanum. Oftast hormóna ójafnvægi t.d. of mikið estrógen. Konur sem hafa verið á pilluni eða öðrum meðferðum sem nýta estrógen fá oft langvarandi sljóan skjaldkyrtil.
Ég las fyrir nokru að 1/4 af konum fengju skjaldkyrtils hormóna ójafnvægi eftir fæðingu barna. Kom mér á óvart en stemmir við hormóna samhengið.
Er þá ekki gott að borða þaratöflur, unnar úr íslenskum þara
sæl Sonja ég hef látið spínat alveg vera ég heyrði fyrir mörgum árum að það væri súrt inn á liðina. og hef farið í mataróþol próf og þar kom að spínat er ekki fyrir mig og hef ég aldrei viljað það áður enn það kom fram. og enn og aftur á maður að hlusta á sitt innsæi og virða það ekki auglýsingar….
þetta er merkilegt og eh sem eg vissi ekki.. Er eh síða sem maður getur lesið um hvað maður eigi að forðast að borða þegar maður er með vanvirkan skjaldkirtil?
Ég sé að sumar ykkar vilja læra meira, stelpur sendið mér inn spurningu þína til = https://lifdutilfulls.is/spurningar/!
Diana og fleiri sem vilja læra um mataræði og skjalkirtill getið þið lesið áhugaverða slóð sem María sendi hér inn sjá hér: http://sandiegothyroiddoctor.com/thyroid-breakthrough/?sub=1287143
Hvað með okkur sem höfum engann skjaldkirtil… getum við þá étið hvað sem er? 🙂
Ég lærði meðal annars hjá Dr. Datis Kharazian sem einna fyrstur lýsti því hvers vegna svo margir sem eru árum saman í meðferð fyrir vanvirkum skjaldkyrtli (Hypo-thyroid) halda áfram að vera með einkenni. Hjá flestum hefur þetta ekkért með skjaldkyrtilinn að gera. Mig langar að benda á bók sem hann skrifaði:
Why do I still have Thyroid symptoms when my blood tests are normal.
Hæ hæ. Mikið óskaplega er búið að vera gott að lesa þessa pistla frá ykkur. Ég er að taka Levaxin út af skjaldkirtli og hef verið með æði fyrir spínati og get borðað hálfan poka eins og snakk. Ég er reyndar ekki að berjast við ofþyngd en er með frekar mikið hárlos.Áður en spínati kom til sögu hjá mér var ég að borða mikið af steinselju og gat borðað þrjá poka á dag af henni. Ég var gjörsamlega húkt af henni og átti stundum erfitt ef ég átti hana ekki. Á ég kanski að hætta að borða spínat og halda mér við steinseljuna. Veit að hún er stútfullt apotek las ég einhvern tíman. 🙂
Sæl í flestum skólum landsins er skylda að vera með grænmeti eða ávexti í morgun nesti.
Sonur minn er einhverfur og elskar bara grænt grænmeti og spínat með talið, hann var að greinast með
vanvirkan skjaldkyrtil og er á tíunda aldurs árinu sínu svo þetta er ekki bara fyrir konur, karlmenn og strákar geta greinst með þetta líka!
Ég hætti kannski bara að menga smothíinn minn með spínati 🙂
Það er frábært að sjá umræðuna sem er komin hér! hún hittir greinilega í hjartastað margra og frábært að lesa yfir margar góðar pælingar, skoðanir og þakkarorð.
Mér þætti gaman að hafa slíka umræðu eins og þessa alltaf hér í blogginu svo hægt sé að byggja upp undirstöðu af fróðleik sem hjálpar þér áfram.
Þá langar mig að kasta fram stóru spurningunni—
Hvað get ég skrifað um í næstu grein? Myndi þér gagnast dýpri þekking á skjaldkirtli þínum (og ef svo er, hvernig þá?)? Eða er einhvað heitt viðfangsefni sem þig langar til að lesa meira um?
eg hef einmitt verið að kljást við vanvirkan skjaldkirtil og lanar endilega að vita meira um það mataræði sem ætti að forðast eða borða í hófi. Einnig ef þú lumar á hugmyndum til að hvetja skjaldkirtilinn.
Sæl ég hef áhuga á að spyrja um afleiðingar þess að kalkkirtill er fjarlægður. Ég fór á þannig aðgerð í janúar
og hef verið mjög slöpp síðan. Hefur einhver upplýsingar um afleiðingar svona aðgerðar.
Ég er einmitt sjálf að glíma við þennan lata skjaldkyrtil, er á lyfjum, borða hollt og hreyfi mig en ég léttist ekkert. Fór einmitt að skoða þetta í sumar þá með hvort þetta “holla” væri að hafa einhver slæm áhrif. Ég keypti í kjölfarið bók á Amazon sem heitir The thyroid diet og fjallar um skjaldkirtilinn og einmitt þá hvaða fæðutegundir ber að forðast og hvernig ákveðin efnasambönd hafa slæm eða góð áhrif og fleira. Ég er einmitt komin á kafla sem fjallar um Goitrogens og hvernig það slær á virkni skjaldkirtils. Þar er einmitt minnst á ýmsar fæðutegundir sem innihalda þetta efni t.d. Brokkoli, hvítkál, grænkál, blómkál og fleira sem ber að forðast.
En takk fyrir góða grein 🙂
Sigrún. Getur þú sent mér á hk76@mmedia.is hvaða fæðutegundir það eru sem á að forðast??
Er með sama vandamál og þú.
Kær kveðja Helga.
Til dæmis hvernig allur sá matur sem við neytum og er unninn af sérfræðimenntuðu fólki um allan heim er “bólguvaldandi og bólguverndandi og = og gróðurstía fyrir flesta þá samfélags sjúkdóma sem við upplifum í dag. Þegar við borðuðum til dæmis hvítt brauð þá var búið að klóra burt megnið af skordýraeytri því sem við neytum í dag. Og svona má lengi telja.
Það er ekki til “eitt, rétt mataræði” fyrir utan þetta common sense; að sleppa eiturefnum, (það er að segja flestu fjöldaframleiddu junki, dósamat frá stórfyrirtækjum etc) og þeir sem trúa á það eru bæði þröngsýnir og hættulegir öðrum. Það sem er mikilvægt er að hver og einn leiti og finni það sem hentar honum. Ég drakk prótíndrykki, borðaði skyr, fisk og kjöt og var á svona semi atkins kúr, og ekkert hreyfðist mánuðum saman. þrátt fyrir að vera í líkamsrækt alla daga. Viktin haggaðist ekki og var alltaf lasin. Svo fór ég yfir í næstum 100% vegan og hætti alveg að borða glútein og mjólkurmat. Hef lést um 40 kíló á hálfu ári. Afhverju virkaði þetta fyrir mig og annað fyrir þig? Afþví ég og þú höfum ekki sömu erfðir og erum ekki eins. Manneskjur eru ólíkari hver annarri en þær halda. Við höfum ólík óþol og ólíkar þarfir. Síðan vantar okkur ólík vítamín. Margir fara líka út í grænmetisfæði án þess að passa upp á mataræðið sitt. Ég tek inn öll bætiefni sem er þarf, og það er hægt að fá bæði b vítamínin, omega3 og d3 úr jurtaríkinu. Að halda því fram öllum henti það sama og manni sjálfum er hættulegt öðrum. Betra að hvetja aðra til að gera tilraunir og leita að því hvað henti þeim, og fara í óþolspróf og láta lækninn tékka hvort það er einhver efnavöntun líka.
Svo er þetta mjög einfalt stelpur. Kaupið lífrænt. Það eru eiturefnin í grænmetinu og ávöxtunum sem geta skaðað menn. Ekki þessar fæðutegundir sjálfar. Bara alveg eins og þú færð ekki Amerískan hamborgararass og kallar fá ekki konumjaðmir eins og þú sérð í Texas af því að borða venjulegt kjöt, heldur það sem er ónýtt af hormónum og aukaefnum. Það hefur næstum enginn óþol fyrir spínati, en næstum allir að minnsta kosti vægt óþol fyrir eiturefnum, svo heilbrigð skynsemi segir að kaupa lífrænt. Dýrara en betra. Út í Bandaríkjunum og eins víða í Evrópu kaupa flestir ekkert annað, nema bara einhverjir fátæklingar. Við Íslendingar erum bara svo á eftir og illa upplýst, óvarkár og tökum of mikla sénsa. Þess vegna eigum við líka orðið feitustu kalla í Evrópu og heimsins næstfeitustu krakka á eftir Könum. Jú, og heimsmet í að drekka meira Coca Cola en öll heimsbyggðin miðað við höfðatölu. Og við förum að lifa styttra en aðrir líka, ef við förum ekki að laga mataræðið okkar.
Vantar alveg læk takkann fyrir þetta komment ! 🙂
Takk fyrir þessa grein, ætla að Skoða þetta betur varðandi spínatið.
Hérna er góðar greinar sem þú gætir haft áhuga á
….http://www.heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=721:ny-syn-a-gamalt-vandamal-skjaldkirtilsvanvirkni-typa-2&catid=12:meefereir&Itemid
Sæl, er áhugamanneskja varðandi skjaldkirtil, því hann er búinn að fara illa með mig í 4 ár, en mig langar að benda þér á þennan vef sem hafsjór af upplýsingum varðandi skjaldkirtilinn.
http://www.stopthethyroidmadness.com/
Kveðja Kristín Jóna
Já góðar upplýsingar og að ég held réttar. Ég vinn með mína skjólstæðinga frá tilfinningalegu og mataræðis sjónar horni. :að gengur merkilega vel.
ég er með skjaldkirtils vandamál en ég borða ekki spínat og stend alltaf i stað nþvi miður samt ú hollu fæði
samt borða ég holla fæðu *
Stillið spínat áti í hóf og borðið / notið SÖL (Hásteina) til að fá JOÐ í líkamann 🙂
[…] Samkvæmt http://www.thyroidsupportgroup.org/ segir að mataræðið beri 50% ábyrgð á vanvirkum skjaldkirti og hef ég séð slíkt aftur og aftur hjá konum sem koma til mín í heilsumarkþjálfun (ásamt mér sjálfri (sjá mína sögu hér)). […]
Mikill munur á spínati og (New Zealand) spínati tar sem seinni tegundin hentar vel hrá medan hina fyrri tarf ad elda (hita)
Takk fyrir það innlegg Lilja
Thad hefur virkad mjog vel fyrir mig ad borda þörunga töflur frá Gullsteini, jodrikar og hreinsandi ad sjálfsögðu með skynsömu mataræði, buin ad gera það i mörg ár alltaf á morgnana.
Takk fyrir það Harpa, þörungar eru mjög góð viðbót við gott mataræði.
Ég keypti joð í apóteki en þar er sagt að einungis megi nóta útvortis er í lagi að borða þetta og er þá annarskonar joð til í heilsubúðum?
Sæl ég mæli ekki með að taka inn joð nema það sé af læknisráði. Ég þekki ekki þetta joð sem þú vísar til en ég hef sjálf tekið inn joð sem ég hef keypt frá mammaveitbest, búð í kópavogi. Vona að það hjálpi til. Sjálfsagt er líka hægt að borða ýmsa fæðu sem er rík af joð t.d þari, þarasnakk, fiskur 🙂
Takk fyrir greinina
Ég borða ekki hrátt spínat en finnst erfitt að hætta borða kolvetni t.d.brauð
Á ekki blandara og vinn á leikskóla. Er oft svo svöng í drekkutíma og þá má ekki borða annað en börnin fá.
Svo ég gríp í það. Borða samt lítið mjólkurvörur
Er með vanvirkan skjaldkirtil
Sæl Kolbrún Nadira 🙂
takk fyrir skilaboðin og gaman að heyra frá þér. Þar sem þú talar um að vera með latan skjaldkirtil að þá mæli ég algjörlega með að kynna þér þessa grein: https://lifdutilfulls.is/hvernig-eg-vann-bug-a-lotum-skjaldkirtli/ – vona að þessi ráð hjálpi þér eitthvað í að vinna vinna bug á lötum skjaldkirtli 🙂
Athyglisvert allt saman. Samkvæmt ráði hjartalæknis átti ég að hætta að borða kartöflur, hrísgrjón og rótargrænmeti og minnka allt kolvetnisát yfirleitt vegna hækkunar á kólesteróli og borða meira kjöt og smjör í staðinn. Lagði rótargrænmetið til hliðar og fór að borða enn meira af öllu þessu græna en ég hafði gert áður (hafði reyndar alltaf borðað grænmeti á hverjum degi í áratugi) s.s. blómkál, spergilkál, grænkál og rósakál, hef aldrei verið borðað mikið spínat. Þá gerðist það að gildið fyrir FT 4 snarlækkaði og Fólat fór langt upp fyrir viðmiðunarmörk. Læknirinn sagði mér að hækka Levaxin skammtinn hægt og rólega en minntist ekkert á mataræði nema spurði hvort ég borðaði rosalega mikið grænt grænmeti. Las mér þá til að það sama gilti um spergilkál, blómkál og rósakál og gildir um spínatið og flest þetta græna. Kólesterólið hélt áfram að hækka þrátt fyrir að ég minnkaði kolvetnið. Þannig að nú veit ég ekkert hvað ég á að borða. Held ég geri bara eins og ég gerði áður það er að borða bara sitt lítið af hverju og mest fisk og grænmeti, kjötið og fitan fer mjög illa í mig. Var löngu hætt að borða mjólkurvörur að mestu þó mér finnist þær mjög góðar, borða mjög lítinn sykur og hvítt hveiti og lítið af ávöxtum. Annað sem ég fór að gera líka um svipað leiti og kólesterólið hækkaði og skjaldkirtillinn varð vanvirkari var að borða 2 tsk af Lepicol – fræskurn unnið úr kornvöru m.m. og 1 hylki af probi magi á dag. Það heldur meltingunni í lagi, en las svo að allt korn væri ekki gott fyrir vanvirkan skjaldkirtil! Þetta er ekki einfalt í dag þar sem það er svo svakalega mikið framboð af alls konar fæðutegundum sem eru margar svo freistandi og góðar. En það skiptir greinilega máli hvað maður setur ofan í sig. Gangi ykkur vel.