Dans, yoga eða lóð, hvernig veistu hvað þú þarft?
13th May 2014Af hverju þú ættir að sleppa sykri með mér!
27th May 2014Dans, yoga eða lóð, hvernig veistu hvað þú þarft?
13th May 2014Af hverju þú ættir að sleppa sykri með mér!
27th May 2014Með sól í lofti og sumarið byrjað, er tilvalið að nýta sér góða veðrið til þess að fara út að hreyfa sig, ekki satt?
Þú getur verið sammála mér að það getur verið ansi erfitt að “byrja” aftur þegar við höfum dottið úr hreyfingu.
Ég hef allavegana fundið fyrir því hér áður.
Erfiðast getur verið að koma þér af stað, lestu neðar fyrir 3 hollráð til að koma hreyfingu inn í þína rútínu.
Rannsóknir í dag sýna að hreyfing bætir svefn, minnka streitu til helminga og þeir sem sinna hreyfingu hafa almennt betri einbeitingu og orku yfir daginn og afkasta því meira!
Afsakanir eins og…
…tímaleysi,
…önnur verkefni sem eru “mikilvægari”
…eða að þú sért bara aðeins of þreytt eftir daginn er eitthvað sem ég held að við könnum flest við.
En hvernig getum við nú rifið okkur frá þessum hugsunum og komið hreyfingunni inn í okkar daglegu rútínu?
Hreyfing er nauðsynleg fyrir okkur, með henni getum við bætt líkamlega og andlega heilsu. Með reglulegri hreyfingu getum við fyrirbyggt ýmsa kvilla. Hún hefur jákvæð áhrif á beinheilsu, þau styrkjast og þú spornar gegn beinþynningu.
Hreyfing leysir úr læðingi m.a hormón sem hafa áhrif á geðið og hamingjuna og dregur úr áhrifum öldrunar.
Bara eitt og sér að draga úr öldrun ætti að fá okkur öll til að dusta rykið af íþróttaskónum.
Hér er 3 skref til að koma hreyfingu í þína rútínu:
1. Hreyfing er ekki bara hreyfing
Það er engin tilgangur að drusla sér í ræktina og pína sig áfram á hlaupabrettinu ef þér finnst það hund leiðinlegt!
Gerðu eitthvað sem þér finnst skemmtilegt og hlakkar til að gera. Núna í dag er svo ótrúlega margt í boði, það eru göngu og fjallahópar, danstímar, sundnámskeið fyrir fullorðna, fimleikar fyrir fullorðna, blak, yoga í rólu og svo margt margt fleira. Finndu þér eitthvað sem þér finnst skemmtilegt!
2. Tímasetning þín
Næsta skrefið er að finna tíman sem þér hentar, er það morguninn eða seinnipart? Það eru 1440 mínútur í sólarhring, ég veit að þú getur fundið 30-60 mínútur fyrir þig.
Þú þarft ekki einu sinni að fara út ef það hentar illa, gerðu æfingar heima í stofunni. Taktu bara þennan tíma frá fyrir þig og þína heilsu.
“Það hefur engin sagt ohh hvað ég sá eftir þessari hreyfingu”
3. Ekki flækja hlutina (þó svo það sé í okkar kvennlega eðli)
Hafðu þetta einfalt og viðráðanlegt! Ekki láta þetta vera baggi á herðum þér, þetta á að vera tími sem þú nýtur þín og hefur gaman. Ef þú ert að byrja að hreyfa þig, kíktu á grein síðustu viku með að finna þitt jafnvægi í hreyfingu.
Bara með því að hreyfa líkaman eitthvað á hverjum degi kemur þú blóðrásinni af stað og kveikir á brennslu líkamans, þetta getur komið sér sérstaklega vel ef að þú situr mikið yfir daginn.
Ert þú þessi morguntýpa eða seinnipartsmanneskja? Og hvaða hreyfing finnst þér skemmtileg?
Líkaði þér greinin? ef svo er, væri ég voða þakklát ef þú deildir með vinum þínum á facebook.
Heilsa og hamingja
Sara Barðdal heilsumarkþjálfi og Júlía heilsumarkþjálfi Lifðu til fulls
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!