Salt, sætt eða sterkt – Hvað er líkaminn að segja þér?
29th April 2014“Ég sá eftir þessari hreyfingu” sagði engin, aldrei, punktur.
20th May 2014Salt, sætt eða sterkt – Hvað er líkaminn að segja þér?
29th April 2014“Ég sá eftir þessari hreyfingu” sagði engin, aldrei, punktur.
20th May 2014Hver kannast ekki við að svitna og svitna en ná síðan ekki árangri á vigtinni!
Þetta gera verið óþolandi kringumstæður! Ég hef sjálf verið þarna.
Vissir þú að það skiptir máli hvernig hreyfingu þú velur svo líkami þinn nái þinni óska útkomu?
Í þessari viku ætlar Sara heilsumarkþjálfi að kafa dýpra með þér.
Hvort sem það er þyngdartap, hreysti, eða bara vellíðan sem þú vilt fá út úr hreyfingu þá hefur öll hreyfing öðruvísi og samverkandi áhrif á líkama okkar.
Langhlaup hefur til dæmis önnur áhrif á líkamann en lyftingar og markmið þeirra er mismunandi. Með hlaupinu styrkir þú meðal annars þolið á meðan lyftingarnar leggja meiri áherslu á styrkingu vöðva.
Pilates hefur önnur áhrif á líkaman, í pilates eru gerðar rólegar og styrkjandi æfingar þar sem sérstök áhersla er á miðjuna þína, kvið og bakvöðva.
Mikilvægt er að ná fram því jafnvægi í hreyfingu sem hentar þínum líkama svo að hún hafi samverkandi áhrif þér til góðs!
Þar sem ég stunda ræktina mikið og lyfti lóðum finn ég að líkaminn minn verður oft þungur og einhvernvegin staðnaður. Vöðvarnir eru að styrkjast og byggja sig upp og þá finn ég að ég þarfnast á annarri hreyfingu til að koma til móts við lyftingarnar. Það skapast ákveðið ójafnvægi sem ég finn að ég þarf að leiðrétta.
Mín líkamsgerð er einnig þannig að ég er fljót að byggja upp vöðva og á því mjög auðvelt með að verða vöðvastælt og mössuð.
Ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að það sé slæmt að lyfta þungt og bæta á sig vöðvum, það er ein af bestu leiðunum til þess að brenna fitu og auka orku. Þetta er einungis það sem ég hef lært að finna hvað hentar mínum líkama og hvernig mér líður best í eigin skinni.
Til þess að ná fram þessu jafnvægi í mínum líkama veit ég að ég þarf að mæta a.m.k einu sinni í viku í hot yoga tíma eða stunda aðra mýkri hreyfingu til að koma til móts við lyftingarnar. Með því að mæta einu sinni í yoga tíma næ ég að teygja vel á líkamanum og ná fram meiri slökun. Þannig fæ ég þessa mýkt sem vantar á móti lyftingunum og ég fæ þá vellíðan og hreysti sem ég er að leitast eftir.
Slökun og fjölbreytileiki er nauðsynlegur fyrir líkaman til að vega upp á móti áreynslunni sem skapast við mikla álagshreyfingu. Hvort sem það er með yoga tíma, rólegri göngu eða jafnvel hugleiðslu.
Með réttu jafnvægi fyrir þinn líkama nærðu fram þeirra vellíðan, þyngdartapi og hreysti sem þú vilt ná og líkaminn þinn þarfnast til þess að starfa á sem besta hátt.
Prófaðu einhverja nýja hreyfingu í vikunni, yoga, pilates, sund, zumba eða bara eitthvað annað en þú ert vön.
Ef þín óska útkoma fyrir hreysti, orku og þyngdartap er ekki náð getur verið að líkami þinn sé að kalla eftir meiri fjölbreytileika, slökun eða ákefð.
Skoðaðu hvernig hreyfingu þú ert að stunda og hvernig áhrif hún er að hafa á þinn líkama, er hún orðin of einhæf?
Tengir þú við eitthvað hér að ofan?
Ég vil endilega heyra frá þér!
Heilsukveðja
Sara Barðdal heilsumarkþjálfi Lifðu til fulls
Talaði greinin til þín? ef svo er, væri ég voða þakklát ef þú deildir með vinum þínum á facebook.
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
2 Comments
[…] Hafðu þetta einfalt og viðráðanlegt! Ekki láta þetta vera baggi á herðum þér, þetta á að vera tími sem þú nýtur þín og hefur gaman. Ef þú ert að byrja að hreyfa þig, kíktu á grein síðustu viku með að finna þitt jafnvægi í hreyfingu. […]
[…] Hafðu þetta einfalt og viðráðanlegt! Ekki láta þetta vera baggi á herðum þér, þetta á að vera tími sem þú nýtur þín og hefur gaman. Ef þú ert að byrja að hreyfa þig, kíktu á grein síðustu viku með að finna þitt jafnvægi í hreyfingu. […]